Uppgjörið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2024 18:31 Vísir/Anton Brink KR fór í heimsókn í Árbæ þar sem liðið mætti Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 3-4 fyrir gestina í hreint út sagt ótrúlegum leik. Strax á þriðju mínútu leiksins voru KR-ingar óheppnir að komast ekki yfir þegar Lukae Rae átti skot í slá eftir fyrirgjöf frá Kristjáni Flóka en inn vildi boltinn ekki. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 23. mínútu þegar Ægir Jarl Jónasson vann boltann af Ómari Birni á teignum og lagði boltann út á Theodór Elmar sem átti skot sem söng í netinu og gestirnir komnir yfir. Fylkismenn sóttu í sig veðrir um miðbik fyrri hálfleiksins og tókst að jafna skömmu fyrir hálfleik. Það gerði Benedikt Daríus eftir stórkostlegan undirbúning frá Matthias Præst. Præst fékk þá boltann á vinstri vængnum og dansaði framhjá Alex Þór Haukssyni áður en hann gaf á Benedikt sem afgreiddi færið listavel í fjærhornið og staðan því 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur fór hægt af stað en áfram voru það gestirnir sem stýrðu leiknum að mestu. Vísir/Anton Brink Á tíu mínúta kafla í seinni hálfleik virtust KR-ingar að gera út um leikinn þegar liðið skoraði þrjú mörk með skömmu millibili. Fyrst var það Luke Rae sem skoraði stórglæsilegt mark. Aron Kristófer tók innkast á Kristján Flóka sem hælaði boltann inn fyrir á Luke sem afgreiddi færið stórkostlega í topp hornið. Þetta gæti verið eitt af mörkum tímabilsins. Aðeins mínútu síðar kom Atli Sigurjónsson KR í 3-1 þegar hann tók 50 metra sprett eftir að KR-ingar höfðu hreinsað boltann úr sínum eiginn vítateig. Atli skoraði svo fjórða mark KR á 80. mínútu og það gerði hann beint úr hornspyrnu. Staðan því orðin 4-1 fyrir gestina og flestir héldu þá að sigurinn væri í höfn svo var aldeilis ekki. Fylkismenn minnkuðu muninn skömmu síðar þegar Nikulás Val þræddi Halldór Jón Sigurður sem gerði allt rétt og setti boltann í netið. Vísir/Anton Brink Þórður Gunnar Hafþórsson skoraði svo þriðja mark Fylkis eftir glæsilega undirbúning frá Selfyssingnum Guðmundi Tyrfingssyni. Guðmundur átti þá góðan sprett upp vinstri kantinn og setti svo háan bolta inn á fjærstöngina þar sem Þórður Gunnar var aleinn og stangaði boltann í netið. Fylkismenn reyndu allt hvað þeir gátu undir lokin til að jafna en nær komust þeir ekki og lokatölur því hér í Árbæ 3-4 fyrir gestina í hreint út sagt stórkostlegum leik. Atvik leiksins Það er af svo mörgu að taka. Markið sem Luke Rae skoraði verður alveg örugglega valið eitt af fallegustu mörkum sumarsins. Gjörsamlega sturlað mark. Markið sem Þórður Gunnar skoraði til að minnka muninn niður í eitt mark undir lokin var þvílíkt atvik. Nýja stórstjarna KR, Aron Sigurðarson, fer meiddur af velli eftir aðeins 26. mínútur gæti verið þungt högg fyrir KR en ég verð að velja innkomu Atla Sigurjónssonar sem atvik leiksins. Maðurinn hefur varla spilað neitt á undirbúningstímabilinu og skorar tvö mörk. Aron Sigurðarson fór fyrst út af eftir 26. mínútuna leik og þá fékk Hrafn Tómasson að spreyta sig. Hann þurfti því miður fyrir KR-inga að yfirgefa völlinn sömuleiðis á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og þá þurfti tæpur Atli Sigurjónsson bara að taka þetta á sig sem og hann gerði með glæsibrag. Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Eins og áður segir þá var Atli Sigurjónsson frábær í dag. Luke Rae átti sömuleiðis mjög góðan leik fyrir KR og kórónaði daginn sinn með glæsilegu marki. Hjá heimamönnum var Benedikt Daríus frábær í fremstu línu Fylkis sem og Halldór Jón Sigurður. Þessir gæjar geta hlaupið endalaust og eftir leikinn í kvöld þá held ég að menn séu að sofa full mikið á Fylki því þeir hafa mun betra lið en ég taldi. Ef þeir ná að halda sínum mikilvægustu mönnum frá meiðslum þá hugsa ég að Árbæingar þurfi ekki að óttast falldrauginn í ár. Dómarinn Þetta var mjög erfiður leikur að dæma enda fóru 9 spjöld á loft í dag á leikmenn og svo fékk Rúnar Páll rautt eftir leik eftir orðaskipti við dómara leiksins. Fylkismenn voru ósáttir að fá ekki meiri uppbótatíma þar sem KR-ingarnar lágu ansi mikið í grasinu undir lok leiksins. Vísir/Anton Brink Stemmingin og umgjörð Alltaf gaman að koma í Lautina þar sem var mannmergð í kvöld í fyrstu umferðinni. Liðið er skipað ansi mörgum heimamönnum og því er mætingin yfirleitt góð hjá Fylki en það voru sömuleiðis ansi margir KR-ingar sem gerðu sér ferð hingað í Árbæinn enda mikil spenna fyrir sumrinu í Vesturbænum. Vallarþulurinn fær hreina tíu fyrir að kynningu sína á leikmönnum Fylkis þar sem vallarklukkan var notuð á ansi skemmtilegan hátt og þá var lukkudýr Fylkismanna í essinu sínu. Viðtöl Besta deild karla Fylkir KR
KR fór í heimsókn í Árbæ þar sem liðið mætti Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 3-4 fyrir gestina í hreint út sagt ótrúlegum leik. Strax á þriðju mínútu leiksins voru KR-ingar óheppnir að komast ekki yfir þegar Lukae Rae átti skot í slá eftir fyrirgjöf frá Kristjáni Flóka en inn vildi boltinn ekki. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 23. mínútu þegar Ægir Jarl Jónasson vann boltann af Ómari Birni á teignum og lagði boltann út á Theodór Elmar sem átti skot sem söng í netinu og gestirnir komnir yfir. Fylkismenn sóttu í sig veðrir um miðbik fyrri hálfleiksins og tókst að jafna skömmu fyrir hálfleik. Það gerði Benedikt Daríus eftir stórkostlegan undirbúning frá Matthias Præst. Præst fékk þá boltann á vinstri vængnum og dansaði framhjá Alex Þór Haukssyni áður en hann gaf á Benedikt sem afgreiddi færið listavel í fjærhornið og staðan því 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur fór hægt af stað en áfram voru það gestirnir sem stýrðu leiknum að mestu. Vísir/Anton Brink Á tíu mínúta kafla í seinni hálfleik virtust KR-ingar að gera út um leikinn þegar liðið skoraði þrjú mörk með skömmu millibili. Fyrst var það Luke Rae sem skoraði stórglæsilegt mark. Aron Kristófer tók innkast á Kristján Flóka sem hælaði boltann inn fyrir á Luke sem afgreiddi færið stórkostlega í topp hornið. Þetta gæti verið eitt af mörkum tímabilsins. Aðeins mínútu síðar kom Atli Sigurjónsson KR í 3-1 þegar hann tók 50 metra sprett eftir að KR-ingar höfðu hreinsað boltann úr sínum eiginn vítateig. Atli skoraði svo fjórða mark KR á 80. mínútu og það gerði hann beint úr hornspyrnu. Staðan því orðin 4-1 fyrir gestina og flestir héldu þá að sigurinn væri í höfn svo var aldeilis ekki. Fylkismenn minnkuðu muninn skömmu síðar þegar Nikulás Val þræddi Halldór Jón Sigurður sem gerði allt rétt og setti boltann í netið. Vísir/Anton Brink Þórður Gunnar Hafþórsson skoraði svo þriðja mark Fylkis eftir glæsilega undirbúning frá Selfyssingnum Guðmundi Tyrfingssyni. Guðmundur átti þá góðan sprett upp vinstri kantinn og setti svo háan bolta inn á fjærstöngina þar sem Þórður Gunnar var aleinn og stangaði boltann í netið. Fylkismenn reyndu allt hvað þeir gátu undir lokin til að jafna en nær komust þeir ekki og lokatölur því hér í Árbæ 3-4 fyrir gestina í hreint út sagt stórkostlegum leik. Atvik leiksins Það er af svo mörgu að taka. Markið sem Luke Rae skoraði verður alveg örugglega valið eitt af fallegustu mörkum sumarsins. Gjörsamlega sturlað mark. Markið sem Þórður Gunnar skoraði til að minnka muninn niður í eitt mark undir lokin var þvílíkt atvik. Nýja stórstjarna KR, Aron Sigurðarson, fer meiddur af velli eftir aðeins 26. mínútur gæti verið þungt högg fyrir KR en ég verð að velja innkomu Atla Sigurjónssonar sem atvik leiksins. Maðurinn hefur varla spilað neitt á undirbúningstímabilinu og skorar tvö mörk. Aron Sigurðarson fór fyrst út af eftir 26. mínútuna leik og þá fékk Hrafn Tómasson að spreyta sig. Hann þurfti því miður fyrir KR-inga að yfirgefa völlinn sömuleiðis á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og þá þurfti tæpur Atli Sigurjónsson bara að taka þetta á sig sem og hann gerði með glæsibrag. Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Eins og áður segir þá var Atli Sigurjónsson frábær í dag. Luke Rae átti sömuleiðis mjög góðan leik fyrir KR og kórónaði daginn sinn með glæsilegu marki. Hjá heimamönnum var Benedikt Daríus frábær í fremstu línu Fylkis sem og Halldór Jón Sigurður. Þessir gæjar geta hlaupið endalaust og eftir leikinn í kvöld þá held ég að menn séu að sofa full mikið á Fylki því þeir hafa mun betra lið en ég taldi. Ef þeir ná að halda sínum mikilvægustu mönnum frá meiðslum þá hugsa ég að Árbæingar þurfi ekki að óttast falldrauginn í ár. Dómarinn Þetta var mjög erfiður leikur að dæma enda fóru 9 spjöld á loft í dag á leikmenn og svo fékk Rúnar Páll rautt eftir leik eftir orðaskipti við dómara leiksins. Fylkismenn voru ósáttir að fá ekki meiri uppbótatíma þar sem KR-ingarnar lágu ansi mikið í grasinu undir lok leiksins. Vísir/Anton Brink Stemmingin og umgjörð Alltaf gaman að koma í Lautina þar sem var mannmergð í kvöld í fyrstu umferðinni. Liðið er skipað ansi mörgum heimamönnum og því er mætingin yfirleitt góð hjá Fylki en það voru sömuleiðis ansi margir KR-ingar sem gerðu sér ferð hingað í Árbæinn enda mikil spenna fyrir sumrinu í Vesturbænum. Vallarþulurinn fær hreina tíu fyrir að kynningu sína á leikmönnum Fylkis þar sem vallarklukkan var notuð á ansi skemmtilegan hátt og þá var lukkudýr Fylkismanna í essinu sínu. Viðtöl
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti