„Komum út „guns blazing“ og reynum að fella risann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. apríl 2024 14:30 Guðmundur Kristjánsson í leik milli Stjörnunnar og Víkings í fyrra. Halldór Smári Sigurðarson er í baksýn en sá er í banni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Það gætir á barnslegri eftirvæntingu hjá Guðmundi Kristjánssyni, fyrirliða Stjörnunnar, fyrir opnunarleik Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan heimsækir Víkina og mætir tvöföldum meisturum klukkan 19:15 í kvöld. „Við erum rosalega vel gíraðir. Það er mikil eftirvænting. Það er langt undirbúningstímabil á ári hverju en loksins komið að leik sem skiptir dálítið meira máli. Það er ekkert eðlilega gaman. Maður er alltaf eins og krakki fyrir fyrsta leik, orðinn tíu ára aftur,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Hann snerti á undirbúningstímabilinu sem var það fyrsta undir stjórn Jökuls Elísabetarsonar, sem tók við liðinu á miðju tímabili í fyrra. Hann segir það aðeins hafa verið frábrugðið öðrum undirbúningstímabilum. „Öðruvísi að einhverju leyti, já. Það hafa verið ákveðnar áherslubreytingar og ákveðnir hlutir sem við höfum unnið meira í en oft áður. Svo hefur tímabilið dálítið skipst eftir því í hverju við erum að vinna. Þetta er náttúrulega bara fótbolti svo maður þekkir þetta flest. Áherslurnar eru mismunandi hjá ólíkum þjálfurum en fyrsta heila með honum og verður gaman að sjá hvernig við komum undan því,“ segir Guðmundur. Rýnt var í undirbúning Stjörnunnar í þætti Baldurs Sigurðssonar, Lengsta undirbúningstímabil í heimi, sem má nálgast í spilara Stöðvar 2 hér. Mæta til að sækja Garðbæingar ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í kvöld. Þeirra bíður heimsókn til tvöfaldra meistara Víkings. Guðmundur segir allt geta gerst og að öll pressan sé á heimamönnum. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þetta verður auðvitað erfiður leikur en líka bara skemmtilegur. Þeir eru svolítið liðið til að vinna. Það er gott að byrja bara á því, við komum út guns blazin og reyna að fella risann,“ „Ég held að við séum lítilmagninn. Öll pressan er á þeim. En við setjum pressu á okkur sjálfa að standa okkur og ef við spilum okkar leik getum við alveg unnið þennan leik. Hvernig það svo gengur verður að koma í ljós,“ segir Guðmundur sem á von á fótboltaveislu. „Við erum ekki að fara þarna til að reyna að ná í jafntefli. Ég hugsa að þetta verði hörkuopnunarleikur. Endilega að fólk mæti á völlinn, hafi gaman, fái sér börger og hvetji lið sín áfram,“ segir Guðmundur. Leikur Víkings og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 18:45 þar sem hitað verður upp fyrir leiki helgarinnar. Stjarnan Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Breytt hugarfar markakóngsins: „Fannst ég ná að tengjast sjálfum mér meira“ Eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla hefur Emil Atlason skorað grimmt fyrir Stjörnuna undanfarin tvö ár. Baldur Sigurðsson grennlaðist fyrir um hvað hefði breyst hjá framherjanum í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. 4. mars 2024 11:01 Besta-spáin 2024: Knattspyrnuhald undir Jökli Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 09:01 „Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. 5. apríl 2024 09:30 Besta-spáin 2024: Miða á stjörnurnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2024 09:00 „Held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Íslandsmeistarar Víkings geti bætt enn frekar í og segir að spennandi tímabil sé í vændum í Fossvoginum. 6. apríl 2024 09:31 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
„Við erum rosalega vel gíraðir. Það er mikil eftirvænting. Það er langt undirbúningstímabil á ári hverju en loksins komið að leik sem skiptir dálítið meira máli. Það er ekkert eðlilega gaman. Maður er alltaf eins og krakki fyrir fyrsta leik, orðinn tíu ára aftur,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Hann snerti á undirbúningstímabilinu sem var það fyrsta undir stjórn Jökuls Elísabetarsonar, sem tók við liðinu á miðju tímabili í fyrra. Hann segir það aðeins hafa verið frábrugðið öðrum undirbúningstímabilum. „Öðruvísi að einhverju leyti, já. Það hafa verið ákveðnar áherslubreytingar og ákveðnir hlutir sem við höfum unnið meira í en oft áður. Svo hefur tímabilið dálítið skipst eftir því í hverju við erum að vinna. Þetta er náttúrulega bara fótbolti svo maður þekkir þetta flest. Áherslurnar eru mismunandi hjá ólíkum þjálfurum en fyrsta heila með honum og verður gaman að sjá hvernig við komum undan því,“ segir Guðmundur. Rýnt var í undirbúning Stjörnunnar í þætti Baldurs Sigurðssonar, Lengsta undirbúningstímabil í heimi, sem má nálgast í spilara Stöðvar 2 hér. Mæta til að sækja Garðbæingar ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í kvöld. Þeirra bíður heimsókn til tvöfaldra meistara Víkings. Guðmundur segir allt geta gerst og að öll pressan sé á heimamönnum. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þetta verður auðvitað erfiður leikur en líka bara skemmtilegur. Þeir eru svolítið liðið til að vinna. Það er gott að byrja bara á því, við komum út guns blazin og reyna að fella risann,“ „Ég held að við séum lítilmagninn. Öll pressan er á þeim. En við setjum pressu á okkur sjálfa að standa okkur og ef við spilum okkar leik getum við alveg unnið þennan leik. Hvernig það svo gengur verður að koma í ljós,“ segir Guðmundur sem á von á fótboltaveislu. „Við erum ekki að fara þarna til að reyna að ná í jafntefli. Ég hugsa að þetta verði hörkuopnunarleikur. Endilega að fólk mæti á völlinn, hafi gaman, fái sér börger og hvetji lið sín áfram,“ segir Guðmundur. Leikur Víkings og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 18:45 þar sem hitað verður upp fyrir leiki helgarinnar.
Stjarnan Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Breytt hugarfar markakóngsins: „Fannst ég ná að tengjast sjálfum mér meira“ Eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla hefur Emil Atlason skorað grimmt fyrir Stjörnuna undanfarin tvö ár. Baldur Sigurðsson grennlaðist fyrir um hvað hefði breyst hjá framherjanum í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. 4. mars 2024 11:01 Besta-spáin 2024: Knattspyrnuhald undir Jökli Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 09:01 „Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. 5. apríl 2024 09:30 Besta-spáin 2024: Miða á stjörnurnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2024 09:00 „Held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Íslandsmeistarar Víkings geti bætt enn frekar í og segir að spennandi tímabil sé í vændum í Fossvoginum. 6. apríl 2024 09:31 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Breytt hugarfar markakóngsins: „Fannst ég ná að tengjast sjálfum mér meira“ Eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla hefur Emil Atlason skorað grimmt fyrir Stjörnuna undanfarin tvö ár. Baldur Sigurðsson grennlaðist fyrir um hvað hefði breyst hjá framherjanum í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. 4. mars 2024 11:01
Besta-spáin 2024: Knattspyrnuhald undir Jökli Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 09:01
„Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. 5. apríl 2024 09:30
Besta-spáin 2024: Miða á stjörnurnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2024 09:00
„Held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Íslandsmeistarar Víkings geti bætt enn frekar í og segir að spennandi tímabil sé í vændum í Fossvoginum. 6. apríl 2024 09:31
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti