„Það er okkar að stoppa hann“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2024 12:45 Arnór Smárason er fyrirliði ÍA. Vísir Arnór Smárason segir Skagamenn vera búna að eiga gott undirbúningstímabil en liðið fór meðal annars í úrslit Lengjubikarsins. Hann segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar gera mikið fyrir deildina. Valur og ÍA mætast í Bestu deild karla í kvöld en leikurinn verður sá fyrsti hjá Gylfa Þór Sigurðssyni í Bestu deildinni. Valsmenn héldu blaðamannafund fyrir leikinn nú á föstudag og þar hitti Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður Arnór Smárason að máli og ræddi við hann um Skagaliðið. „Það er tilhlökkun og það er alltaf gott þegar maður finnur fiðrildið koma í magann. Þá veistu að þetta er að byrja og þetta skiptir þig máli. Gríðarleg tilhlökkun að þetta sé loksins komið í gang og við séum að fara að spila alvöru leiki,“ sagði Arnór. Skagamenn unnu sigur á Val í undanúrslitum Lengjubikarsins á dögunum en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. „Við erum búnir að eiga ljómandi gott undirbúningstímabil og erum mjög ánægðir með okkar hóp og liðsheild. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig við ætlum að koma inn í þetta mót og hafa sumarið. Það býr mikið í Skagaliðinu þannig að við komum bara brattir inn í mót.“ Gylfi Þór Sigurðsson mun að öllum líkindum leika sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi í kvöld. Arnór segir að koma hans í Bestu deildina geri mikið fyrir alla. Klippa: Viðtal við Arnór Smárason leikmann ÍA „Það er rosalega skemmtilegt og frábært fyrir alla að fá Gylfa Þór heim. Hann ásamt öðrum á eftir að lyfta deildinni á enn hærra plan innan sem utan vallar. Þessi blaðamannafundur hér, allir svona hlutir hjálpast að við að gera umgjörðina betri og áhorfið meira. Frábært að fá Gylfa heim en það er okkar að stoppa hann á sunnudag.“ Allt viðtal Vals Páls við Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Valur og ÍA mætast í Bestu deild karla í kvöld en leikurinn verður sá fyrsti hjá Gylfa Þór Sigurðssyni í Bestu deildinni. Valsmenn héldu blaðamannafund fyrir leikinn nú á föstudag og þar hitti Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður Arnór Smárason að máli og ræddi við hann um Skagaliðið. „Það er tilhlökkun og það er alltaf gott þegar maður finnur fiðrildið koma í magann. Þá veistu að þetta er að byrja og þetta skiptir þig máli. Gríðarleg tilhlökkun að þetta sé loksins komið í gang og við séum að fara að spila alvöru leiki,“ sagði Arnór. Skagamenn unnu sigur á Val í undanúrslitum Lengjubikarsins á dögunum en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. „Við erum búnir að eiga ljómandi gott undirbúningstímabil og erum mjög ánægðir með okkar hóp og liðsheild. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig við ætlum að koma inn í þetta mót og hafa sumarið. Það býr mikið í Skagaliðinu þannig að við komum bara brattir inn í mót.“ Gylfi Þór Sigurðsson mun að öllum líkindum leika sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi í kvöld. Arnór segir að koma hans í Bestu deildina geri mikið fyrir alla. Klippa: Viðtal við Arnór Smárason leikmann ÍA „Það er rosalega skemmtilegt og frábært fyrir alla að fá Gylfa Þór heim. Hann ásamt öðrum á eftir að lyfta deildinni á enn hærra plan innan sem utan vallar. Þessi blaðamannafundur hér, allir svona hlutir hjálpast að við að gera umgjörðina betri og áhorfið meira. Frábært að fá Gylfa heim en það er okkar að stoppa hann á sunnudag.“ Allt viðtal Vals Páls við Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira