„Þá raðast inn mörkin, það er bara þannig“ Árni Gísli Magnússon skrifar 7. apríl 2024 16:04 Viðar Örn er kominn í gult. Mynd/KA Viðar Örn Kjartansson gekk til liðs við KA á dögunum og spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir liðið í 1-1 jafntefli gegn HK á heimavelli. Viðar kom inn á sem varamaður á 75. mínutu og var fljótur að búa til hættulega stöðu fyrir liðsfélaga sína. Hvernig er tilfinningin að spila sínar fyrstu mínútur í Bestu deildinni? „Hún er bara mjög fín, gott að vera kominn á völlinn aftur, það eru alveg fjórir til fimm mánuðir síðan ég spilaði síðasta leik og bara mjög gott. Leiðinlegt að vinna ekki, það svona tek ég út úr þessu en bara mjög fínt að fá mínútur.“ Hvernig fannst Viðari holningin á KA liðinu frá hliðarlínunni séð? „Ég var mjög ánægður með þetta miðað við fyrstu umferð og aðstæðurnar kannski ekki frábærar. Spilið hjá okkur og færin sem við sköpuðum þá áttum við að skora fullt af mörkum í þessum leik þannig ég er mjög sáttur með strákana“. Hlakkar til að mæta Gylfa Nokkuð hefur verið um heimkomur stórra leikmanna í Bestu deildina og má þar auk Viðars m.a. nefna Gylfa Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson og því spennandi deild framundan. „Já ekkert smá, telur mikið að Gylfi er kominn og fullt af gaurum að koma heim aftur og bara mjög spennandi. Þetta verður mjög jöfn deild og eins og ég segi get ég ekki beðið eftir að spila fleiri leiki“ Er Viðar búinn að merkja í dagatalið þegar hann og Gylfi mætast? „Já að sjálfsögðu, það verður helvíti gaman að mæta honum, ég hef ekki mætt honum enn þá í félagsliða þannig það verður skemmtilegt.“ Viðar spilaði rúmar 15 mínútur í dag en sér fram á að geta spilað 70-90 mínútur fljótlega. „Ég myndi segja svona tveir til þrír leikir í það, ég æfi tvisvar á dag núna á fullu, ekki verið í fótbolta í smá tíma en æft sjálfur þannig ég myndi segja að ég væri tilbúinn eftir viku í það en við verðum að sjá til. Mér líður þokkalega og æfi eins og skepna þangað til ég verð orðinn klár þannig það er smá tími í það enn þá.“ Ákveðinn í að skora fullt af mörkum Hvernig er fyrir Viðar að koma til Íslands og flytja norður til Akureyrar eftir allan þennan tíma í atvinnumennsku? „Það er frábært sko, þeir halda vel um hlutina hjá KA og flottir leikmenn hérna og mikill áhugi fyrir fótbolta, þetta er mjög fínt. Það eina sem hægt er að kvarta yfir er veðrið og ég man fyrstu dagana þá sá ég ekki hvert ég var að keyra. Eigum við ekki að segja að þetta sé síðasta óveðrið, eða síðasti snjórinn, þannig ég er mjög sáttur með það og bíð eftir að sólin fari að skína.“ Það stóð ekki á svörum þegar Viðar var spurður um persónuleg markmið tímabilsins. „Það er bara skora slatta af mörkum og vera með markahæstu mönnum.“ En horfir hann í markametið? „Maður horfir ekkert í það, þetta er nú bara að byrja, en ég ætla koma mér á blað og koma mér í form og þá raðast inn mörkin, það er bara þannig“, sagði Viðar að lokum og virkar ákveðinn í að standa sig vel fyrir norðan. Besta deild karla KA HK Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Hvernig er tilfinningin að spila sínar fyrstu mínútur í Bestu deildinni? „Hún er bara mjög fín, gott að vera kominn á völlinn aftur, það eru alveg fjórir til fimm mánuðir síðan ég spilaði síðasta leik og bara mjög gott. Leiðinlegt að vinna ekki, það svona tek ég út úr þessu en bara mjög fínt að fá mínútur.“ Hvernig fannst Viðari holningin á KA liðinu frá hliðarlínunni séð? „Ég var mjög ánægður með þetta miðað við fyrstu umferð og aðstæðurnar kannski ekki frábærar. Spilið hjá okkur og færin sem við sköpuðum þá áttum við að skora fullt af mörkum í þessum leik þannig ég er mjög sáttur með strákana“. Hlakkar til að mæta Gylfa Nokkuð hefur verið um heimkomur stórra leikmanna í Bestu deildina og má þar auk Viðars m.a. nefna Gylfa Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson og því spennandi deild framundan. „Já ekkert smá, telur mikið að Gylfi er kominn og fullt af gaurum að koma heim aftur og bara mjög spennandi. Þetta verður mjög jöfn deild og eins og ég segi get ég ekki beðið eftir að spila fleiri leiki“ Er Viðar búinn að merkja í dagatalið þegar hann og Gylfi mætast? „Já að sjálfsögðu, það verður helvíti gaman að mæta honum, ég hef ekki mætt honum enn þá í félagsliða þannig það verður skemmtilegt.“ Viðar spilaði rúmar 15 mínútur í dag en sér fram á að geta spilað 70-90 mínútur fljótlega. „Ég myndi segja svona tveir til þrír leikir í það, ég æfi tvisvar á dag núna á fullu, ekki verið í fótbolta í smá tíma en æft sjálfur þannig ég myndi segja að ég væri tilbúinn eftir viku í það en við verðum að sjá til. Mér líður þokkalega og æfi eins og skepna þangað til ég verð orðinn klár þannig það er smá tími í það enn þá.“ Ákveðinn í að skora fullt af mörkum Hvernig er fyrir Viðar að koma til Íslands og flytja norður til Akureyrar eftir allan þennan tíma í atvinnumennsku? „Það er frábært sko, þeir halda vel um hlutina hjá KA og flottir leikmenn hérna og mikill áhugi fyrir fótbolta, þetta er mjög fínt. Það eina sem hægt er að kvarta yfir er veðrið og ég man fyrstu dagana þá sá ég ekki hvert ég var að keyra. Eigum við ekki að segja að þetta sé síðasta óveðrið, eða síðasti snjórinn, þannig ég er mjög sáttur með það og bíð eftir að sólin fari að skína.“ Það stóð ekki á svörum þegar Viðar var spurður um persónuleg markmið tímabilsins. „Það er bara skora slatta af mörkum og vera með markahæstu mönnum.“ En horfir hann í markametið? „Maður horfir ekkert í það, þetta er nú bara að byrja, en ég ætla koma mér á blað og koma mér í form og þá raðast inn mörkin, það er bara þannig“, sagði Viðar að lokum og virkar ákveðinn í að standa sig vel fyrir norðan.
Besta deild karla KA HK Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira