„Við viljum vera inn á öllum Evrópumótum“ Hinrik Wöhler skrifar 7. apríl 2024 19:18 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/Anton Brink Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var kampakátur eftir fjögurra marka sigur á Færeyjum á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska liðið leikur á Evrópumótinu í nóvember og það í fyrsta sinn síðan 2012. „Mér líður mjög vel, við erum búnar að stefna að þessu lengi að koma okkur á þetta mót. Við gerðum það með glæsibrag. Við náum öðru sæti í riðlinum sem tryggir okkur inn, hefði meira að segja tryggt okkur inn á 16-liða EM. Þannig ég er mjög stoltur af stelpunum,“ sagði Arnar skömmu leik. Leikurinn fór rólega af stað en það var ekki mikið skorað í byrjun leiks og Færeyingar leiddu framan af fyrri hálfleik. Um miðbik fyrir hálfleiks náði íslenska liðið góðum kafla og Ísland leiddi með fjórum mörkum í hálfleik. „Við vorum búin að undirbúa að þær myndu spila sjö á sex og vera með línuna á milli eitt og tvö. Við lentum í vandræðum vinstra megin með árásirnar, þær settu Jönu [Mittún] yfir vinstra megin og við vorum í smá vandræðum en við lokuðum aftur fyrir það. Þetta er skák og þær eru með hörku góða leikmenn. Þær eru með stelpur sem eru að spila í góðum deildum, í dönsku úrvalsdeildinni og eru mjög góðar. Ég er mjög stoltur af þessu.“ Evrópumótið hefst í lok nóvember og er Arnar spenntur að sjá hvaða lið verða mótherjar íslenska liðsins. „Ég hlakka til og hlakka til að sjá í hvaða riðli við lendum og hvaða lið við fáum. Möguleikar og ekki möguleikar, við þurfum að sjá hvernig þetta mun þróast. Við þurfum að leggja inn mikla vinnu og nýta sumarið mjög vel,“ sagði Arnar fullur tilhlökkunar. „Vegferðin gengur út á það að koma okkur inn á þessi stórmót sem við höfum ekki verið á að undanförnum árum. Nú er þetta orðið 24-liða mót en við skulum hafa það á hreinu að við hefðum tryggt okkur inn á 16-liða mótið einnig. Horfum fram í tímann, við viljum vera inn á öllum Evrópumótum og ná úrslitum þar. Það gefur okkur meiri líkur að koma okkur á HM, út á það gengur það,“ sagði Arnar um Evrópumótið en Ísland tekur þátt í fyrsta sinn á lokamóti í tólf ár. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna, við vissum nokkurn vegin fyrirfram að við værum komnar áfram í gegnum annað eða þriðja sætið. Annað sætið gefur okkur vonandi betri riðil á EM og þá náum við okkur vonandi hærra fyrir HM,“ bætti Arnar við. Gestirnir frá Færeyjum þurftu ekki að dvelja lengi við tapið en eftir leikinn kom það í ljós að þær munu einnig taka þátt á lokamóti EM. Fjögur stigahæstu liðin sem enduðu í þriðja sæti í undanriðlunum fá þátttökurétt á lokamótinu í nóvember og eftir leikinn var það ljóst að Færeyingar verða eitt af þeim liðum. „Frábært, ótrúleg þróun í þessu litla samfélagi. Þetta er svo skemmtilegt samfélag og fólk. Ég er bara ótrúlega ánægður að þessi handboltaþjóð sé komið með kvennaliðið á EM, þetta eru frábærir einstaklingar,“ sagði Arnar að lokum um mótherja sína í dag. Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 24-20 | Stelpurnar tryggðu sér sæti á EM Íslenska landsliðið sigraði Færeyjar, 24 – 20, í sínum síðasta leik í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska kvennalandsliðið leikur á Evrópumótinu í handbolta í nóvember en liðið endaði í öðru sæti í undanriðlinum, fjórum stigum undan Færeyjum. 7. apríl 2024 15:15 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
„Mér líður mjög vel, við erum búnar að stefna að þessu lengi að koma okkur á þetta mót. Við gerðum það með glæsibrag. Við náum öðru sæti í riðlinum sem tryggir okkur inn, hefði meira að segja tryggt okkur inn á 16-liða EM. Þannig ég er mjög stoltur af stelpunum,“ sagði Arnar skömmu leik. Leikurinn fór rólega af stað en það var ekki mikið skorað í byrjun leiks og Færeyingar leiddu framan af fyrri hálfleik. Um miðbik fyrir hálfleiks náði íslenska liðið góðum kafla og Ísland leiddi með fjórum mörkum í hálfleik. „Við vorum búin að undirbúa að þær myndu spila sjö á sex og vera með línuna á milli eitt og tvö. Við lentum í vandræðum vinstra megin með árásirnar, þær settu Jönu [Mittún] yfir vinstra megin og við vorum í smá vandræðum en við lokuðum aftur fyrir það. Þetta er skák og þær eru með hörku góða leikmenn. Þær eru með stelpur sem eru að spila í góðum deildum, í dönsku úrvalsdeildinni og eru mjög góðar. Ég er mjög stoltur af þessu.“ Evrópumótið hefst í lok nóvember og er Arnar spenntur að sjá hvaða lið verða mótherjar íslenska liðsins. „Ég hlakka til og hlakka til að sjá í hvaða riðli við lendum og hvaða lið við fáum. Möguleikar og ekki möguleikar, við þurfum að sjá hvernig þetta mun þróast. Við þurfum að leggja inn mikla vinnu og nýta sumarið mjög vel,“ sagði Arnar fullur tilhlökkunar. „Vegferðin gengur út á það að koma okkur inn á þessi stórmót sem við höfum ekki verið á að undanförnum árum. Nú er þetta orðið 24-liða mót en við skulum hafa það á hreinu að við hefðum tryggt okkur inn á 16-liða mótið einnig. Horfum fram í tímann, við viljum vera inn á öllum Evrópumótum og ná úrslitum þar. Það gefur okkur meiri líkur að koma okkur á HM, út á það gengur það,“ sagði Arnar um Evrópumótið en Ísland tekur þátt í fyrsta sinn á lokamóti í tólf ár. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna, við vissum nokkurn vegin fyrirfram að við værum komnar áfram í gegnum annað eða þriðja sætið. Annað sætið gefur okkur vonandi betri riðil á EM og þá náum við okkur vonandi hærra fyrir HM,“ bætti Arnar við. Gestirnir frá Færeyjum þurftu ekki að dvelja lengi við tapið en eftir leikinn kom það í ljós að þær munu einnig taka þátt á lokamóti EM. Fjögur stigahæstu liðin sem enduðu í þriðja sæti í undanriðlunum fá þátttökurétt á lokamótinu í nóvember og eftir leikinn var það ljóst að Færeyingar verða eitt af þeim liðum. „Frábært, ótrúleg þróun í þessu litla samfélagi. Þetta er svo skemmtilegt samfélag og fólk. Ég er bara ótrúlega ánægður að þessi handboltaþjóð sé komið með kvennaliðið á EM, þetta eru frábærir einstaklingar,“ sagði Arnar að lokum um mótherja sína í dag.
Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 24-20 | Stelpurnar tryggðu sér sæti á EM Íslenska landsliðið sigraði Færeyjar, 24 – 20, í sínum síðasta leik í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska kvennalandsliðið leikur á Evrópumótinu í handbolta í nóvember en liðið endaði í öðru sæti í undanriðlinum, fjórum stigum undan Færeyjum. 7. apríl 2024 15:15 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 24-20 | Stelpurnar tryggðu sér sæti á EM Íslenska landsliðið sigraði Færeyjar, 24 – 20, í sínum síðasta leik í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska kvennalandsliðið leikur á Evrópumótinu í handbolta í nóvember en liðið endaði í öðru sæti í undanriðlinum, fjórum stigum undan Færeyjum. 7. apríl 2024 15:15