„Þetta var ruglaður fótboltaleikur“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2024 23:34 Gregg Ryder fer yfir málin. Vísir/Anton Brink Gregg Ryder, þjálfari KR, var kampakátur í leikslok eftir 3-4 sigur KR gegn Fylki í Árbænum nú í kvöld. „Þetta var ruglaður fótboltaleikur. Ég er viss um að þetta hafi verið mikil skemmtun fyrir hinn hlutlausa aðdáanda en auðvitað erum við ánægðir með sigurinn í dag. Þetta er erfiður útivöllur og sérstaklega í fyrsta leik á tímabilinu. Það er mjög erfitt að ná í sigra í þessari deild og þá sérstaklega á útivelli. Við fengum þrjú stig í dag og þurfum að taka það jákvæða úr þessum leik.“ KR byrjaði leikinn betur í dag en Fylkir sótti þó í sig veðrið og tókst að jafna leikinn rétt fyrir hálfleik. Gregg segist vera ánægður hvað þetta bakslag hafi haft lítil áhrif á liðið sem byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og kom sér í góða stöðu þegar lítið var eftir af leiknum. „Auðvitað er maður alltaf hræddur að svona mark fari illa í liðið og vel í andstæðingana. Ég sagði við strákana í hálfleik að við þurfum bara að halda áfram að spila eins og við vorum að spila hvort sem staðan væri 1-0 eða 1-1. Mér fannst við vera frábærir fyrsta hálftímann í seinni hálfleiknum þar sem við komumst í 4-1.“ Spurður út í mörk KR segist Gregg vera ánægðastur með hvað liðinu tókst að skapa sér mörg færi. „Það voru nokkur frábær mörk hér í dag. Það jákvæðasta sem ég tek úr þessu eru auðvitað hvað við sköpuðum okkur mikið. Okkur tókst að skora úr erfiðu færunum okkur en á sama tíma fórum við illa með nokkur dauðafæri en auðvitað er ég sáttur með fjögur mörk hér í dag.“ Aron Sigurðarson fór meiddur af velli eftir aðeins 26. mínútur í dag. Hrafn Tómasson sem kom inn á fyrir hann þurfti sömuleiðis að fara út af í upphafi seinni hálfleiks. Veistu hver staðan er á þeim? „Við tökum Aron aðallega út af bara til að fyrirbyggja frekari meiðsli. Hann fann eitthvað til í upphituninni. Ég vona að meiðsli Hrafns séu ekki alvarleg, hann hefur verið frábær fyrir okkur á undirbúningstímabilinu. Hann er mikilvægur fyrir liðið og við vonum það besta en getum ekki alveg sagt hversu alvarlegt þetta er núna.“ En hversu gott er þá að vera með einn Atla Sigurjónsson á bekknum þegar svona gerist? „Hann er auðvitað ótrúlegur leikmaður í hæsta gæðaflokki. Hann á eftir að spila risastórt hlutverk fyrir okkur á þessu tímabili. Við þurfum að sjá til þess að hann sé 100 prósent klár því hann er það ekki eins og staðan er núna en getur samt gert hluti eins og hann sýndi í dag.“ Besta deild karla KR Fylkir Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
„Þetta var ruglaður fótboltaleikur. Ég er viss um að þetta hafi verið mikil skemmtun fyrir hinn hlutlausa aðdáanda en auðvitað erum við ánægðir með sigurinn í dag. Þetta er erfiður útivöllur og sérstaklega í fyrsta leik á tímabilinu. Það er mjög erfitt að ná í sigra í þessari deild og þá sérstaklega á útivelli. Við fengum þrjú stig í dag og þurfum að taka það jákvæða úr þessum leik.“ KR byrjaði leikinn betur í dag en Fylkir sótti þó í sig veðrið og tókst að jafna leikinn rétt fyrir hálfleik. Gregg segist vera ánægður hvað þetta bakslag hafi haft lítil áhrif á liðið sem byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og kom sér í góða stöðu þegar lítið var eftir af leiknum. „Auðvitað er maður alltaf hræddur að svona mark fari illa í liðið og vel í andstæðingana. Ég sagði við strákana í hálfleik að við þurfum bara að halda áfram að spila eins og við vorum að spila hvort sem staðan væri 1-0 eða 1-1. Mér fannst við vera frábærir fyrsta hálftímann í seinni hálfleiknum þar sem við komumst í 4-1.“ Spurður út í mörk KR segist Gregg vera ánægðastur með hvað liðinu tókst að skapa sér mörg færi. „Það voru nokkur frábær mörk hér í dag. Það jákvæðasta sem ég tek úr þessu eru auðvitað hvað við sköpuðum okkur mikið. Okkur tókst að skora úr erfiðu færunum okkur en á sama tíma fórum við illa með nokkur dauðafæri en auðvitað er ég sáttur með fjögur mörk hér í dag.“ Aron Sigurðarson fór meiddur af velli eftir aðeins 26. mínútur í dag. Hrafn Tómasson sem kom inn á fyrir hann þurfti sömuleiðis að fara út af í upphafi seinni hálfleiks. Veistu hver staðan er á þeim? „Við tökum Aron aðallega út af bara til að fyrirbyggja frekari meiðsli. Hann fann eitthvað til í upphituninni. Ég vona að meiðsli Hrafns séu ekki alvarleg, hann hefur verið frábær fyrir okkur á undirbúningstímabilinu. Hann er mikilvægur fyrir liðið og við vonum það besta en getum ekki alveg sagt hversu alvarlegt þetta er núna.“ En hversu gott er þá að vera með einn Atla Sigurjónsson á bekknum þegar svona gerist? „Hann er auðvitað ótrúlegur leikmaður í hæsta gæðaflokki. Hann á eftir að spila risastórt hlutverk fyrir okkur á þessu tímabili. Við þurfum að sjá til þess að hann sé 100 prósent klár því hann er það ekki eins og staðan er núna en getur samt gert hluti eins og hann sýndi í dag.“
Besta deild karla KR Fylkir Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira