Sjáðu fyrsta mark Gylfa og þegar KR skoraði beint úr hornspyrnu Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2024 11:32 KR og Fylkir röðuðu inn mörkum í Árbænum í gær en það voru KR-ingar sem fóru heim með stigin þrjú. vísir/Anton Gylfi Þór Sigurðsson var í aðalhlutverki í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni í fótbolta í gær. Fyrsta mark hans í deildinni, markasúpuna í leik Fylkis og KR, og önnur mörk gærdagsins má nú sjá á Vísi. Gylfi átti stóran þátt í báðum mörkum Vals í gær, í 2-0 sigrinum á ÍA. Hann átti fyrirgjöf í fyrra markinu á Orra Sigurð Ómarsson sem gerði vel í að skalla á Patrick Pedersen sem skoraði. Gylfi skoraði svo sjálfur seinna markið, með skoti úr miðjum teignum eftir að hafa verið fljótur að athafna sig. Klippa: Mörkin úr leik Vals og ÍA Í Árbænum voru skoruð sjö mörk í 4-3 sigri KR gegn Fylki, í fyrsta deildarleik KR-inga undir stjórn Gregg Ryder. Theodór Elmar Bjarnason okm KR yfir en Benedikt Daríus Garðarsson jafnaði rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik komst KR aftur yfir eftir glæsimark Luke Rae, og Atli Sigurjónsson skoraði úr skyndisókn strax í kjölfarið. Atli skoraði svo fjórða mark KR beint úr hornspyrnu á 80. mínútu. Fylki tókst samt að minnka muninn með mörkum frá Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og KR Vestramenn urðu að sætta sig við 2-0 tap í frumraun sinni í deildinni, gegn Fram í Úlfarsárdal, þar sem bæði mörkin komu á fyrsta hálftímanum. Fred skoraði fyrra markið með góðu skoti og það seinna er á vef KSÍ skráð á Kennie Chopart, en boltinn fór af Eiði Aroni Sigurbjörnssyni á leiðinni í netið. Klippa: Mörkin úr leik Fram og Vestra Í snjókomunni á Akureyri voru einnig tvö mörk skoruð en þar gerðu KA og HK 1-1 jafntefli. Rodrigo Gomes kom KA yfir strax á áttundu mínútu en Atli Þór Jónasson nýtti hæð sína vel til að jafna fyrir HK, en KA-menn voru ósáttir við að ekki skyldi dæmd aukaspyrna á samherja hans fyrir að hefta för markvarðarins Kristijan Jajalo. Klippa: Mörkin úr leik KA og HK Besta deild karla Fram Vestri Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr opnunarleik Bestu deildarinnar Víkingur lagði Stjörnuna í opnunarleik Bestu deildar karla í gærkvöldi. Meistararnir byrja tímabilið því vel enda ætla þeir sér stóra hluti. 7. apríl 2024 13:30 Uppgjörið: Valur - ÍA 2-0 | Gylfi á skotskónum í sigri Vals Valur vann 2-0 sigur gegn ÍA. Yfirburðir Valsmanna voru miklir og sigurinn hefði getað verið stærri. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í sínum fyrsta leik í efstu deild og stóðst allar væntingar. 7. apríl 2024 21:05 Uppgjörið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR fór í heimsókn í Árbæ þar sem liðið mætti Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 3-4 fyrir gestina í hreint út sagt ótrúlegum leik. 7. apríl 2024 18:31 Uppgjörið: KA - HK 1-1 | Sterkt stig HK-inga fyrir norðan KA og HK skildu jöfn á Greifavellinum á Akureyri í dag í fyrstu umferð Bestu deildar karla, lokatölur 1-1. Viðar Örn Kjartansson kom inn á í liði KA í síðari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. 7. apríl 2024 15:22 Uppgjörið: Fram - Vestri 2-0 | Öflug byrjun í Úlfarsárdalnum Nýliðar Vestra heimsóttu Fram í Úlfarsárdalinn í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 2-0 sigur Fram, bæði mörk komu í fyrri hálfleiknum sem var feyki fjörugur, það hægðist svo töluvert á hlutunum í þeim seinni. 7. apríl 2024 15:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Gylfi átti stóran þátt í báðum mörkum Vals í gær, í 2-0 sigrinum á ÍA. Hann átti fyrirgjöf í fyrra markinu á Orra Sigurð Ómarsson sem gerði vel í að skalla á Patrick Pedersen sem skoraði. Gylfi skoraði svo sjálfur seinna markið, með skoti úr miðjum teignum eftir að hafa verið fljótur að athafna sig. Klippa: Mörkin úr leik Vals og ÍA Í Árbænum voru skoruð sjö mörk í 4-3 sigri KR gegn Fylki, í fyrsta deildarleik KR-inga undir stjórn Gregg Ryder. Theodór Elmar Bjarnason okm KR yfir en Benedikt Daríus Garðarsson jafnaði rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik komst KR aftur yfir eftir glæsimark Luke Rae, og Atli Sigurjónsson skoraði úr skyndisókn strax í kjölfarið. Atli skoraði svo fjórða mark KR beint úr hornspyrnu á 80. mínútu. Fylki tókst samt að minnka muninn með mörkum frá Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og KR Vestramenn urðu að sætta sig við 2-0 tap í frumraun sinni í deildinni, gegn Fram í Úlfarsárdal, þar sem bæði mörkin komu á fyrsta hálftímanum. Fred skoraði fyrra markið með góðu skoti og það seinna er á vef KSÍ skráð á Kennie Chopart, en boltinn fór af Eiði Aroni Sigurbjörnssyni á leiðinni í netið. Klippa: Mörkin úr leik Fram og Vestra Í snjókomunni á Akureyri voru einnig tvö mörk skoruð en þar gerðu KA og HK 1-1 jafntefli. Rodrigo Gomes kom KA yfir strax á áttundu mínútu en Atli Þór Jónasson nýtti hæð sína vel til að jafna fyrir HK, en KA-menn voru ósáttir við að ekki skyldi dæmd aukaspyrna á samherja hans fyrir að hefta för markvarðarins Kristijan Jajalo. Klippa: Mörkin úr leik KA og HK
Besta deild karla Fram Vestri Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr opnunarleik Bestu deildarinnar Víkingur lagði Stjörnuna í opnunarleik Bestu deildar karla í gærkvöldi. Meistararnir byrja tímabilið því vel enda ætla þeir sér stóra hluti. 7. apríl 2024 13:30 Uppgjörið: Valur - ÍA 2-0 | Gylfi á skotskónum í sigri Vals Valur vann 2-0 sigur gegn ÍA. Yfirburðir Valsmanna voru miklir og sigurinn hefði getað verið stærri. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í sínum fyrsta leik í efstu deild og stóðst allar væntingar. 7. apríl 2024 21:05 Uppgjörið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR fór í heimsókn í Árbæ þar sem liðið mætti Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 3-4 fyrir gestina í hreint út sagt ótrúlegum leik. 7. apríl 2024 18:31 Uppgjörið: KA - HK 1-1 | Sterkt stig HK-inga fyrir norðan KA og HK skildu jöfn á Greifavellinum á Akureyri í dag í fyrstu umferð Bestu deildar karla, lokatölur 1-1. Viðar Örn Kjartansson kom inn á í liði KA í síðari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. 7. apríl 2024 15:22 Uppgjörið: Fram - Vestri 2-0 | Öflug byrjun í Úlfarsárdalnum Nýliðar Vestra heimsóttu Fram í Úlfarsárdalinn í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 2-0 sigur Fram, bæði mörk komu í fyrri hálfleiknum sem var feyki fjörugur, það hægðist svo töluvert á hlutunum í þeim seinni. 7. apríl 2024 15:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr opnunarleik Bestu deildarinnar Víkingur lagði Stjörnuna í opnunarleik Bestu deildar karla í gærkvöldi. Meistararnir byrja tímabilið því vel enda ætla þeir sér stóra hluti. 7. apríl 2024 13:30
Uppgjörið: Valur - ÍA 2-0 | Gylfi á skotskónum í sigri Vals Valur vann 2-0 sigur gegn ÍA. Yfirburðir Valsmanna voru miklir og sigurinn hefði getað verið stærri. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í sínum fyrsta leik í efstu deild og stóðst allar væntingar. 7. apríl 2024 21:05
Uppgjörið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR fór í heimsókn í Árbæ þar sem liðið mætti Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 3-4 fyrir gestina í hreint út sagt ótrúlegum leik. 7. apríl 2024 18:31
Uppgjörið: KA - HK 1-1 | Sterkt stig HK-inga fyrir norðan KA og HK skildu jöfn á Greifavellinum á Akureyri í dag í fyrstu umferð Bestu deildar karla, lokatölur 1-1. Viðar Örn Kjartansson kom inn á í liði KA í síðari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. 7. apríl 2024 15:22
Uppgjörið: Fram - Vestri 2-0 | Öflug byrjun í Úlfarsárdalnum Nýliðar Vestra heimsóttu Fram í Úlfarsárdalinn í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 2-0 sigur Fram, bæði mörk komu í fyrri hálfleiknum sem var feyki fjörugur, það hægðist svo töluvert á hlutunum í þeim seinni. 7. apríl 2024 15:00
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti