Raddir skólafólks í fyrirrúmi Magnús Þór Jónsson skrifar 9. apríl 2024 09:00 Umræða um skólamál er mikilvæg. Bæði í íslensku samhengi sem og því alþjóðlega enda menntun undirstöðuatriði farsældar í samfélagi. Hvort sem er á vettvangi fjölmiðla, stjórnmálanna, hagsmunasamtaka eða bara í fermingarveislum og öðrum viðburðum á meðal almennings. Oft og tíðum sprettur umræðan upp sem viðbrögð við einstökum þáttum skólastarfs, eða bara jafnvel einstöku atviki sem upp kann að koma á ákveðnu skólastigi eða í einstökum skóla. Mikilvægt er að raddir skólafólks séu í forgrunni umræðunnar. Það býr þekking í þeim mannauði sem valið hefur sér þann vettvang að tryggja gæðamenntun og efla farsæld á vettvangi ólíkra skólastiga og skólagerða. Á undanförnum árum hefur komið upp að í umræðu um málefni menntunar sé frekar talað um skólafólk en við það og þá einmitt út frá þröngu sjónarhorni hvers atviks. Kennarasamband Íslands eru heildarsamtök allra sem vinna við kennslu, ráðgjöf eða stjórnun í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Kennarasambandið stendur í dag fyrir ráðstefnunni Skóli nútíðar – vegvísir til framtíðar: Raddir skólafólks í fyrirrúmi. Grunnur ráðstefnunnar er byggður á viðhorfskönnun, sem gerð var meðal félagsfólks, þar sem horft var til þeirra áherslna sem þau vilja kalla eftir en einnig til að rýna nánar í einstaka þætti í okkar störfum þar sem við teljum okkur geta lagt til betri lausnir og útfærslur til framtíðar. Margt forvitnilegt er að finna í niðurstöðum könnunarinnar. Þar koma fram afgerandi skilaboð um að launakjör og starfsumhverfi ráði mestu fyrir umgjörð starfsins, skiptir þar engu máli eðli starfs eða skólagerð. Þar fara skýr skilaboð til launagreiðenda inn í þá kjarasamningsgerð sem er framundan. Í könnuninni kemur fram ákveðinn samhljómur um álagsþætti kennarastarfsins. Þar vill skólafólk rýna í hópastærðir og samsetningu þeirra á öllum skólastigum, þó með mismunandi áherslum. Umfang starfsins og ný verkefni eru líka stórir álagsþættir. Aðrir álagsþættir eru svo mismunandi eftir skólastigum; álag vegna umhverfisáreitis og hljóðvistar er sterkur þáttur í leik- og tónlistarskólum, skortur á stuðningi vegna einstaklingsmála í grunnskólum og skortur á námsgögnum í framhaldsskólum. Það er skýr vilji allra að starfsþróun sé fundinn staður innan hefðbundins vinnutíma skólanna. Þegar kemur að málefnum kennara leggur leikskólinn áherslu á starfsþróun tengda farsældarvinnu, grunnskólinn kallar eftir fræðslu um aga og samskipti en í tónlistar- og framhaldsskólum telja kennarar mesta þörf á að efla starfsþróun í faggrein sinni. Skólastjórnendur á öllum skólastigum eru afskaplega samstíga og leggja áherslu á að efla faglega forystu og mannauðs- og skipulagsmál. Það að starfa í skóla er álagsstarf. Í könnuninni kemur fram að almennt telur fólk sig ráða vel við álag í starfi en þó liggur nokkur munur þar á eftir skólastigum. Kennarar í leik- og grunnskóla eru líklegri til að telja sig ekki ráða nægilega vel við álagið en kennarar í framhaldsskólum, skólastjórnendur og þeir sem sinna ráðgjöf í öllum skólagerðum. Þá sýnir könnunin að 31% stjórnenda telja ólíklegt að þeir verði enn í sínu starfi eftir 5 ár, 27% kennara í leikskólum og 26% kennara í grunnskólum. Þegar horft er á svörin eftir skólagerðum sést að hlutfall þeirra sem telja sig ekki verða enn við störf eftir 5 ár er hæst í grunnskólanum. Hér er stiklað á stóru í könnun sem kynnt er frekar á ráðstefnunni. Í framhaldinu munu stjórn, aðildarfélög, nefndir og ráð KÍ vinna með þær vísbendingar og niðurstöður sem könnunin gefur. Raddir ráðstefnunnar verða raddir skólafólks. Þegar kemur að því að efla og bæta skólastarf, og auka gæði menntunar, verður hægt að sækja í könnunina; efni hennar er vegvísir til framtíðar. Fyrir liggja skólastefnur, námskrár, lög og reglugerðir um skólastarf. Við skólafólk vitum að vettvangur þeirra verkefna liggur víða um stjórnkerfið og fer um ólík svið samfélagsins. Það er á allra ábyrgð að í þeirri vinnu sem miðar að því að gera öflugt skólastarf enn betra verði raddir skólafólks í fyrirrúmi! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Umræða um skólamál er mikilvæg. Bæði í íslensku samhengi sem og því alþjóðlega enda menntun undirstöðuatriði farsældar í samfélagi. Hvort sem er á vettvangi fjölmiðla, stjórnmálanna, hagsmunasamtaka eða bara í fermingarveislum og öðrum viðburðum á meðal almennings. Oft og tíðum sprettur umræðan upp sem viðbrögð við einstökum þáttum skólastarfs, eða bara jafnvel einstöku atviki sem upp kann að koma á ákveðnu skólastigi eða í einstökum skóla. Mikilvægt er að raddir skólafólks séu í forgrunni umræðunnar. Það býr þekking í þeim mannauði sem valið hefur sér þann vettvang að tryggja gæðamenntun og efla farsæld á vettvangi ólíkra skólastiga og skólagerða. Á undanförnum árum hefur komið upp að í umræðu um málefni menntunar sé frekar talað um skólafólk en við það og þá einmitt út frá þröngu sjónarhorni hvers atviks. Kennarasamband Íslands eru heildarsamtök allra sem vinna við kennslu, ráðgjöf eða stjórnun í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Kennarasambandið stendur í dag fyrir ráðstefnunni Skóli nútíðar – vegvísir til framtíðar: Raddir skólafólks í fyrirrúmi. Grunnur ráðstefnunnar er byggður á viðhorfskönnun, sem gerð var meðal félagsfólks, þar sem horft var til þeirra áherslna sem þau vilja kalla eftir en einnig til að rýna nánar í einstaka þætti í okkar störfum þar sem við teljum okkur geta lagt til betri lausnir og útfærslur til framtíðar. Margt forvitnilegt er að finna í niðurstöðum könnunarinnar. Þar koma fram afgerandi skilaboð um að launakjör og starfsumhverfi ráði mestu fyrir umgjörð starfsins, skiptir þar engu máli eðli starfs eða skólagerð. Þar fara skýr skilaboð til launagreiðenda inn í þá kjarasamningsgerð sem er framundan. Í könnuninni kemur fram ákveðinn samhljómur um álagsþætti kennarastarfsins. Þar vill skólafólk rýna í hópastærðir og samsetningu þeirra á öllum skólastigum, þó með mismunandi áherslum. Umfang starfsins og ný verkefni eru líka stórir álagsþættir. Aðrir álagsþættir eru svo mismunandi eftir skólastigum; álag vegna umhverfisáreitis og hljóðvistar er sterkur þáttur í leik- og tónlistarskólum, skortur á stuðningi vegna einstaklingsmála í grunnskólum og skortur á námsgögnum í framhaldsskólum. Það er skýr vilji allra að starfsþróun sé fundinn staður innan hefðbundins vinnutíma skólanna. Þegar kemur að málefnum kennara leggur leikskólinn áherslu á starfsþróun tengda farsældarvinnu, grunnskólinn kallar eftir fræðslu um aga og samskipti en í tónlistar- og framhaldsskólum telja kennarar mesta þörf á að efla starfsþróun í faggrein sinni. Skólastjórnendur á öllum skólastigum eru afskaplega samstíga og leggja áherslu á að efla faglega forystu og mannauðs- og skipulagsmál. Það að starfa í skóla er álagsstarf. Í könnuninni kemur fram að almennt telur fólk sig ráða vel við álag í starfi en þó liggur nokkur munur þar á eftir skólastigum. Kennarar í leik- og grunnskóla eru líklegri til að telja sig ekki ráða nægilega vel við álagið en kennarar í framhaldsskólum, skólastjórnendur og þeir sem sinna ráðgjöf í öllum skólagerðum. Þá sýnir könnunin að 31% stjórnenda telja ólíklegt að þeir verði enn í sínu starfi eftir 5 ár, 27% kennara í leikskólum og 26% kennara í grunnskólum. Þegar horft er á svörin eftir skólagerðum sést að hlutfall þeirra sem telja sig ekki verða enn við störf eftir 5 ár er hæst í grunnskólanum. Hér er stiklað á stóru í könnun sem kynnt er frekar á ráðstefnunni. Í framhaldinu munu stjórn, aðildarfélög, nefndir og ráð KÍ vinna með þær vísbendingar og niðurstöður sem könnunin gefur. Raddir ráðstefnunnar verða raddir skólafólks. Þegar kemur að því að efla og bæta skólastarf, og auka gæði menntunar, verður hægt að sækja í könnunina; efni hennar er vegvísir til framtíðar. Fyrir liggja skólastefnur, námskrár, lög og reglugerðir um skólastarf. Við skólafólk vitum að vettvangur þeirra verkefna liggur víða um stjórnkerfið og fer um ólík svið samfélagsins. Það er á allra ábyrgð að í þeirri vinnu sem miðar að því að gera öflugt skólastarf enn betra verði raddir skólafólks í fyrirrúmi! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun