Lýsing næturvarðar á árás bjórsala og foreldra hans skipti sköpum Jón Þór Stefánsson skrifar 9. apríl 2024 07:00 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Maður var á dögunum sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan hótel um nótt árið 2021. Dómurinn frestaði ákvörðun um refsingu mannsins vegna ungs aldurs hans og hversu lengi það tók að fá niðurstöðu í það. Honum var gefið að sök að veitast að öðrum manni með því að slá hann ítrekað með flötum lófa í andlit hins mannsins og sparka í andlit hans. Tveimur sögum fór af atvikum málsins fyrir dómi. Maðurinn og brotaþolinn lýstu þeim á gjörólíka vegu. Sögðu brotaþolann fullan farþegi með vesen Árásarmaðurinn sagði fyrir dómi að hann hafi verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur, og hafi hringt í móður sína til að sækja sig og hún komið ásamt stjúpföður hans. Hann hafi síðan hitt ölvaðan mann sem vantaði far og foreldrar hans samþykkt að skutla honum. Þegar þau voru komin á leiðarenda hafi ölvaði maðurinn, brotaþoli málsins, viljað meira áfengi og neitað að fara úr bílnum. Ekkert áfengi hafi verið í bílnum og þau reynt að vísa honum úr bílnum, en hann brugðist við með því að kýla árásarmanninn í andlitið. Þá hafi stjúpfaðirinn farið úr bílnum og reynt að draga ölvaða manninn úr honum, en hann sýnt mótspyrnu. Árásarmaðurinn hafi síðan ætlað að hjálpa stjúpföður sínum en ölvaði maðurinn gert sig líklegan til að ráðast á hann. Honum hafi tekist að grípa um ölvaða manninn sem hafi á móti snúið upp á höndina á honum. Þá viðurkenndi árásarmaðurinn að hafa slegið frá sér til að losna. Hann sagði ölvaða manninn hafa verið stóran og mikinn og því hafi hann óttast hann. Foreldrar árásarmannsins gáfu bæði skýrslu fyrir dómi sem voru í takt við lýsingar hans af atburðunum. Barinn í klessu af bjórsala og foreldrum hans Brotaþolinn lýsti atburðunum á aðra vegu. Hann sagðist hafa haft samband við bjórsala á netinu. Þrír einstaklingar, árásarmaðurinn og foreldrarnir, hafi komið á bíl og hann sest í aftursætið. Í bílnum hafi brotaþolinn farið að rífast um verð þar sem að það vantaði upp á hjá honum. Hann hafi síðan farið úr bílnum, en þau á eftir honum og „barið hann í klessu“. Á meðan hann hafi legið í jörðinni hafi þau traðkað á honum og hann reynt að verja sig, en ekki átt „breik“. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Brotaþolinn var gestur á hóteli, en næturvörður hótelsins gaf einnig skýrslu. Sá sagðist hafa selt manninum bjór um kvöldið, en hann talað um að vilja kaupa ódýrara áfengi. Seinna hafi bíll ekið á bílaplan hótelsins, en í honum voru þrír einstaklingar. Maðurinn fór inn í bílinn. Síðan hafi næturvörðurinn séð brotaþolann koma hlaupandi úr bílnum og fela sig. Á eftir honum hafi einn einstaklinganna komið úr bílnum og verið með „mikinn munnsöfnuð og sagst ætla að drepa þennan gaur“. Þá hafi næturvörðurinn ákveðið að hringja á lögreglu. Síðan hafi hann séð einstaklingana ráðast á manninn á bílaplaninu. Næturvörðurinn sagðist ekki hafa þorað að skerast í leikinn, svo hart gengu þau fram. Eftir árásina hafi maðurinn verið illa leikinn. Líta verði til tengsla við foreldra Dómurinn mat trúverðugleika framburða málsins. Þó að frásögn árásarmannsins fengi stoð í skýrslum foreldra hans yrði að líta til tengsla þeirra, sem drægi úr sönnunargildi þeirra. Þá þótti dómnum framburður brotaþola trúverðugur, sem og frásögn næturvarðarins. Því var framburður brotaþolans lagður til grundvallar. Jafnframt féllst dómurinn ekki á að um neyðarvörn hefði verið að ræða af hálfu árásarmannsins. Líkt og áður segir var árásarmaðurinn sakfelldur, en refsingu hans frestað. Brotaþolinn krafðist 2,5 milljóna króna í miskabætur af hálfu árásarmannsins, sem er gert að greiða honum 112 þúsund krónur í miskabætur. Og síðan 451 þúsund í málskostnað. Einnig er honum gert að greiða sakarkostnað málsins sem er rúm milljón. Dómsmál Áfengi og tóbak Reykjavík Hótel á Íslandi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Honum var gefið að sök að veitast að öðrum manni með því að slá hann ítrekað með flötum lófa í andlit hins mannsins og sparka í andlit hans. Tveimur sögum fór af atvikum málsins fyrir dómi. Maðurinn og brotaþolinn lýstu þeim á gjörólíka vegu. Sögðu brotaþolann fullan farþegi með vesen Árásarmaðurinn sagði fyrir dómi að hann hafi verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur, og hafi hringt í móður sína til að sækja sig og hún komið ásamt stjúpföður hans. Hann hafi síðan hitt ölvaðan mann sem vantaði far og foreldrar hans samþykkt að skutla honum. Þegar þau voru komin á leiðarenda hafi ölvaði maðurinn, brotaþoli málsins, viljað meira áfengi og neitað að fara úr bílnum. Ekkert áfengi hafi verið í bílnum og þau reynt að vísa honum úr bílnum, en hann brugðist við með því að kýla árásarmanninn í andlitið. Þá hafi stjúpfaðirinn farið úr bílnum og reynt að draga ölvaða manninn úr honum, en hann sýnt mótspyrnu. Árásarmaðurinn hafi síðan ætlað að hjálpa stjúpföður sínum en ölvaði maðurinn gert sig líklegan til að ráðast á hann. Honum hafi tekist að grípa um ölvaða manninn sem hafi á móti snúið upp á höndina á honum. Þá viðurkenndi árásarmaðurinn að hafa slegið frá sér til að losna. Hann sagði ölvaða manninn hafa verið stóran og mikinn og því hafi hann óttast hann. Foreldrar árásarmannsins gáfu bæði skýrslu fyrir dómi sem voru í takt við lýsingar hans af atburðunum. Barinn í klessu af bjórsala og foreldrum hans Brotaþolinn lýsti atburðunum á aðra vegu. Hann sagðist hafa haft samband við bjórsala á netinu. Þrír einstaklingar, árásarmaðurinn og foreldrarnir, hafi komið á bíl og hann sest í aftursætið. Í bílnum hafi brotaþolinn farið að rífast um verð þar sem að það vantaði upp á hjá honum. Hann hafi síðan farið úr bílnum, en þau á eftir honum og „barið hann í klessu“. Á meðan hann hafi legið í jörðinni hafi þau traðkað á honum og hann reynt að verja sig, en ekki átt „breik“. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Brotaþolinn var gestur á hóteli, en næturvörður hótelsins gaf einnig skýrslu. Sá sagðist hafa selt manninum bjór um kvöldið, en hann talað um að vilja kaupa ódýrara áfengi. Seinna hafi bíll ekið á bílaplan hótelsins, en í honum voru þrír einstaklingar. Maðurinn fór inn í bílinn. Síðan hafi næturvörðurinn séð brotaþolann koma hlaupandi úr bílnum og fela sig. Á eftir honum hafi einn einstaklinganna komið úr bílnum og verið með „mikinn munnsöfnuð og sagst ætla að drepa þennan gaur“. Þá hafi næturvörðurinn ákveðið að hringja á lögreglu. Síðan hafi hann séð einstaklingana ráðast á manninn á bílaplaninu. Næturvörðurinn sagðist ekki hafa þorað að skerast í leikinn, svo hart gengu þau fram. Eftir árásina hafi maðurinn verið illa leikinn. Líta verði til tengsla við foreldra Dómurinn mat trúverðugleika framburða málsins. Þó að frásögn árásarmannsins fengi stoð í skýrslum foreldra hans yrði að líta til tengsla þeirra, sem drægi úr sönnunargildi þeirra. Þá þótti dómnum framburður brotaþola trúverðugur, sem og frásögn næturvarðarins. Því var framburður brotaþolans lagður til grundvallar. Jafnframt féllst dómurinn ekki á að um neyðarvörn hefði verið að ræða af hálfu árásarmannsins. Líkt og áður segir var árásarmaðurinn sakfelldur, en refsingu hans frestað. Brotaþolinn krafðist 2,5 milljóna króna í miskabætur af hálfu árásarmannsins, sem er gert að greiða honum 112 þúsund krónur í miskabætur. Og síðan 451 þúsund í málskostnað. Einnig er honum gert að greiða sakarkostnað málsins sem er rúm milljón.
Dómsmál Áfengi og tóbak Reykjavík Hótel á Íslandi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira