Þorir ekki heim eftir bikinímyndir en gæti komist á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 10. apríl 2024 07:31 Saman Soltani keppir sennilega á Ólympíuleikunum í sumar, í kajakróðri, en var áður í samhæfðu sundi. Instagram/@samansoltaniii Íranska íþróttakonan Saman Soltani hefur haldið sig frá heimalandi sínu síðustu átján mánuði, eftir að hafa birt myndir af sér í sundfötum á samfélagsmiðlum, enda gæti hún lent í fangelsi við heimkomu. „Ég grét á hverri nóttu. Ég fékk martraðir um að einhver kæmi og færi með mig til baka. Ég fékk hiksta og vaknaði með blauta sæng og kodda,“ segir Soltani í viðtali við norska ríkismiðilinn NRK, um fyrstu næturnar eftir að hún ákvað að fara ekki aftur til Íran. Þar segir hún frá því þegar hún ákvað að snúa ekki heim úr æfingaferð í samhæfðu sundi til Barcelona – ferð sem hún hafði verið vöruð við að fara í. Íran er strangtrúað múslimaríki og konur verða að hylja líkama sinn öllum stundum. Það gerði Soltani erfitt fyrir að sinna sundíþróttinni og hún var raunar hætt og hafði snúið sér að kajakróðri, þegar tækifærið barst til að fara í æfingabúðirnar í Barcelona. Myndirnar sem hún birti á Instagram áttu eftir að hafa afleiðingar. View this post on Instagram A post shared by Saman Soltani (@samansoltaniii) „Ég var þekkt manneskja í Íran og það sem ég gerði var algjörlega óásættanlegt að mati stjórnvalda,“ sagði hin 27 ára gamla Soltani, sem vissi vel að ákvörðun hennar myndi ekki falla vel í kramið. „Ég hef alltaf sagt íþróttakonum að berjast fyrir draumum sínum og vera hugrakkar. Núna var komið að mér að vera fyrirmynd. Þess vegna ákvað ég að fara til Barcelona, bæði fyrir mig og þær,“ sagði Soltani. Kynni af austurrískum feðgum björguðu henni Hún sneri aldrei heim frá Barcelona, eftir að hafa fengið símtal og verið vöruð við. Þá voru góð ráð dýr og Soltani hringdi í eina Evrópubúann sem hún var með í símaskránni, Austurríkismanninn Uwe Schlokat. Schlokat hafði fengið aðstoð Soltani þegar hann var á ferð í Teheran ásamt syni sínum og þurfti hjálp einhvers sem talaði ensku. Og hann tók vel í símtalið frá Soltani. View this post on Instagram A post shared by Saman Soltani (@samansoltaniii) „Ég var grátandi og gat varla talað, en hringdi í hann og spurði hvort ég mætti koma. Ég vissi ekki einu sinni hvar hann átti heima. Og hann sagði já, og sagði mér að kaupa miða til Vínar. Það gerði ég og hann sótti mig, og nokkrum vikum seinna byrjuðu „Konur, líf, frelsi“-mótmælin í Íran,“ sagði Soltani. Þau mótmæli hófust eftir að hin 22 ára gamla Mahsa Amini lést í varðhaldi lögreglu, eftir að hafa verið handtekin fyrir brot á lögum um klæðaburð. Þúsundir Írana tóku þátt í mótmælunum en þeim var svarað með handtökum og byssukúlum, og Soltani missti vini og kunningja. Sat og grét en valdi seinni kostinn Soltani var því langt niðri eftir komuna til Austurríkis en hefur nú komið sér vel fyrir þar, fengið pólitískt hæli og æfir kajakróður af kappi í von um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar. „Ég man að ég sat og grét og grét, og hugsaði með mér að ég ætti tvo kosti. Ég gat annað hvort sökkt mér í þunglyndi og dáið hérna, eða ég gæti keppt. Og mér fannst betra að velja seinni kostinn,“ sagði Soltani. View this post on Instagram A post shared by IOC Refugee Olympic Team (@refugeeolympicteam) Schlokat kom henni á æfingar hjá kajakklúbbi í Austurríki en Soltani hafði æft íþróttina frá 18 ára aldri eftir að ljóst varð að hún gæti ekki sinnt sundíþróttinni sem skyldi. Pabbinn gæti séð hana keppa í fyrsta sinn Núna er Soltani vongóð um að verða valin í landslið flóttafólks sem keppir á Ólympíuleikunum, og segir að þar með gæti draumur pabba hennar um að sjá hana keppa, ræst. Aðeins kvenfólk mátti sjá hana keppa í Íran. „Ef þú spyrð pabba minn þá mun hann segja þér að hans mesta eftirsjá í lífinu sé að hafa aldrei mátt sjá mig synda, að hann hafi aldrei séð mig keppa, og aldrei getað faðmað mig eftir að ég vann. Aldrei. Vonandi gerist það á Ólympíuleikunum.“ Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
„Ég grét á hverri nóttu. Ég fékk martraðir um að einhver kæmi og færi með mig til baka. Ég fékk hiksta og vaknaði með blauta sæng og kodda,“ segir Soltani í viðtali við norska ríkismiðilinn NRK, um fyrstu næturnar eftir að hún ákvað að fara ekki aftur til Íran. Þar segir hún frá því þegar hún ákvað að snúa ekki heim úr æfingaferð í samhæfðu sundi til Barcelona – ferð sem hún hafði verið vöruð við að fara í. Íran er strangtrúað múslimaríki og konur verða að hylja líkama sinn öllum stundum. Það gerði Soltani erfitt fyrir að sinna sundíþróttinni og hún var raunar hætt og hafði snúið sér að kajakróðri, þegar tækifærið barst til að fara í æfingabúðirnar í Barcelona. Myndirnar sem hún birti á Instagram áttu eftir að hafa afleiðingar. View this post on Instagram A post shared by Saman Soltani (@samansoltaniii) „Ég var þekkt manneskja í Íran og það sem ég gerði var algjörlega óásættanlegt að mati stjórnvalda,“ sagði hin 27 ára gamla Soltani, sem vissi vel að ákvörðun hennar myndi ekki falla vel í kramið. „Ég hef alltaf sagt íþróttakonum að berjast fyrir draumum sínum og vera hugrakkar. Núna var komið að mér að vera fyrirmynd. Þess vegna ákvað ég að fara til Barcelona, bæði fyrir mig og þær,“ sagði Soltani. Kynni af austurrískum feðgum björguðu henni Hún sneri aldrei heim frá Barcelona, eftir að hafa fengið símtal og verið vöruð við. Þá voru góð ráð dýr og Soltani hringdi í eina Evrópubúann sem hún var með í símaskránni, Austurríkismanninn Uwe Schlokat. Schlokat hafði fengið aðstoð Soltani þegar hann var á ferð í Teheran ásamt syni sínum og þurfti hjálp einhvers sem talaði ensku. Og hann tók vel í símtalið frá Soltani. View this post on Instagram A post shared by Saman Soltani (@samansoltaniii) „Ég var grátandi og gat varla talað, en hringdi í hann og spurði hvort ég mætti koma. Ég vissi ekki einu sinni hvar hann átti heima. Og hann sagði já, og sagði mér að kaupa miða til Vínar. Það gerði ég og hann sótti mig, og nokkrum vikum seinna byrjuðu „Konur, líf, frelsi“-mótmælin í Íran,“ sagði Soltani. Þau mótmæli hófust eftir að hin 22 ára gamla Mahsa Amini lést í varðhaldi lögreglu, eftir að hafa verið handtekin fyrir brot á lögum um klæðaburð. Þúsundir Írana tóku þátt í mótmælunum en þeim var svarað með handtökum og byssukúlum, og Soltani missti vini og kunningja. Sat og grét en valdi seinni kostinn Soltani var því langt niðri eftir komuna til Austurríkis en hefur nú komið sér vel fyrir þar, fengið pólitískt hæli og æfir kajakróður af kappi í von um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar. „Ég man að ég sat og grét og grét, og hugsaði með mér að ég ætti tvo kosti. Ég gat annað hvort sökkt mér í þunglyndi og dáið hérna, eða ég gæti keppt. Og mér fannst betra að velja seinni kostinn,“ sagði Soltani. View this post on Instagram A post shared by IOC Refugee Olympic Team (@refugeeolympicteam) Schlokat kom henni á æfingar hjá kajakklúbbi í Austurríki en Soltani hafði æft íþróttina frá 18 ára aldri eftir að ljóst varð að hún gæti ekki sinnt sundíþróttinni sem skyldi. Pabbinn gæti séð hana keppa í fyrsta sinn Núna er Soltani vongóð um að verða valin í landslið flóttafólks sem keppir á Ólympíuleikunum, og segir að þar með gæti draumur pabba hennar um að sjá hana keppa, ræst. Aðeins kvenfólk mátti sjá hana keppa í Íran. „Ef þú spyrð pabba minn þá mun hann segja þér að hans mesta eftirsjá í lífinu sé að hafa aldrei mátt sjá mig synda, að hann hafi aldrei séð mig keppa, og aldrei getað faðmað mig eftir að ég vann. Aldrei. Vonandi gerist það á Ólympíuleikunum.“
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira