Af hverju eru ekki allir launþegar 60 ára og eldri að nýta sér séreignarsparnað? Jenný Ýr Jóhannsdóttir skrifar 9. apríl 2024 16:01 Það hljómar kannski eins og falsfrétt en staðreyndin er sú að allt að 38% launþega afþakka 2% launahækkun með því að nýta sér ekki séreignarsparnað. Þetta kemur meðal annars fram í gögnum Gallup og í rannsókn sem Seðlabankinn birti 2023. Af þeim hópi eru allmargir 60 ára og eldri. Það má gera sér í hugarlund að það tengist því að þegar þú mátt byrja að taka út þá hætti fólk að nýta sér sparnaðinn. En í rauninni ætti hver einasti launþegi sem orðinn er 60 ára að vera með séreignarsparnað og fá þannig mótframlag sem hægt er að taka út á nánast sama tíma. Reiknum dæmið Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun getur sparað 32 þúsund á mánuði og eignast 48 þúsund króna sparnað. Það hljóta að teljast góð skipti. Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun sparar á einu ári tæpar 600 þúsund krónur. Þar af lagði hann 384 þúsund til sjálfur en mótframlagið frá launagreiðanda auk ávöxtunar myndar restina. Sparnaðinn má taka út í einu lagi eða dreifa eftir hentugleika. Sá sem sparar í þrjú ár safnar 1.850 þúsund ef við miðum við afar hóflega ávöxtun en leggur sjálfur til aðeins 1.150 þúsund. Aðrir kostir þessa sparnaðarforms eru að sparnaðurinn er sjálfvirkur og launagreiðandi sér um að koma honum til skila. Það eina sem þú þarft að gera er að gera samning um séreignarsparnað og þú getur fylgst með inneigninni vaxa eða tekið út. Allt eftir þínum þörfum. Þá geta þeir sem eru með húsnæðislán nýtt sparnaðinn skattfrjálst og þeim að kostnaðarlausu til að borga inn á höfuðstól lánsins. Já, skattfrjáls innborgun og mótframlag og skattfrjáls útborgun sem lækkar skuldir. Það er einfaldlega ekki hægt að óska sér hagstæðari sparnaðar. Er eitthvað að varast eða hafa í huga? Það er alltaf gott að hafa í huga að dreifa úttektum þannig að þær lendi í sem hagkvæmustu skattþrepi. Allar útgreiðslur eru skattlagðar eins og tekjur enda voru þær lagðar óskattlagðar inn. Skoðaðu reglulega yfirlitin þín eða Mínar síður til að vera viss um að greiðslurnar hafi skilað sér frá launagreiðanda. Mikilvægt er að kanna hvort vörsluaðilinn hefur bindingu á innlögnum eða þóknanir sem skerða innborganir, en mikill munur getur verið á kostnaði á milli vörsluaðila. Staldraðu við og athugaðu hvort þinn sparnaður sé í réttri fjárfestingarleið. Þegar styttist í starfslok þá getur verið skynsamlegt að draga úr áhættu þannig að sveiflur á sparnaðinum verði minni. Hvað þarft þú að gera? Vertu viss um að þú sért að greiða í séreignarsparnað með því að skoða launaseðilinn þinn. Ef ekki kemur fram greiðsla í séreignarsparnað skaltu senda launagreiðanda afrit af samningi sem þú hefur gert eða óskaðu eftir því við vörsluaðila að hann sendi afrit samnings til launagreiðanda. Ef þú þarft að gera nýjan samning þá tekur það varla meira en 2 mínútur þar sem það er gert stafrænt með rafrænum skilríkjum. Ef þú hefur spurningar er þinn vörsluaðili vafalaust fús til að svara þeim. Ekki missa af þessari kjarabót þó þú sért að huga að úttekt samhliða. Reiknaðu dæmið og spáðu í sparnaðinn. Höfundur er deildarstjóri séreignardeildar hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Eldri borgarar Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Það hljómar kannski eins og falsfrétt en staðreyndin er sú að allt að 38% launþega afþakka 2% launahækkun með því að nýta sér ekki séreignarsparnað. Þetta kemur meðal annars fram í gögnum Gallup og í rannsókn sem Seðlabankinn birti 2023. Af þeim hópi eru allmargir 60 ára og eldri. Það má gera sér í hugarlund að það tengist því að þegar þú mátt byrja að taka út þá hætti fólk að nýta sér sparnaðinn. En í rauninni ætti hver einasti launþegi sem orðinn er 60 ára að vera með séreignarsparnað og fá þannig mótframlag sem hægt er að taka út á nánast sama tíma. Reiknum dæmið Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun getur sparað 32 þúsund á mánuði og eignast 48 þúsund króna sparnað. Það hljóta að teljast góð skipti. Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun sparar á einu ári tæpar 600 þúsund krónur. Þar af lagði hann 384 þúsund til sjálfur en mótframlagið frá launagreiðanda auk ávöxtunar myndar restina. Sparnaðinn má taka út í einu lagi eða dreifa eftir hentugleika. Sá sem sparar í þrjú ár safnar 1.850 þúsund ef við miðum við afar hóflega ávöxtun en leggur sjálfur til aðeins 1.150 þúsund. Aðrir kostir þessa sparnaðarforms eru að sparnaðurinn er sjálfvirkur og launagreiðandi sér um að koma honum til skila. Það eina sem þú þarft að gera er að gera samning um séreignarsparnað og þú getur fylgst með inneigninni vaxa eða tekið út. Allt eftir þínum þörfum. Þá geta þeir sem eru með húsnæðislán nýtt sparnaðinn skattfrjálst og þeim að kostnaðarlausu til að borga inn á höfuðstól lánsins. Já, skattfrjáls innborgun og mótframlag og skattfrjáls útborgun sem lækkar skuldir. Það er einfaldlega ekki hægt að óska sér hagstæðari sparnaðar. Er eitthvað að varast eða hafa í huga? Það er alltaf gott að hafa í huga að dreifa úttektum þannig að þær lendi í sem hagkvæmustu skattþrepi. Allar útgreiðslur eru skattlagðar eins og tekjur enda voru þær lagðar óskattlagðar inn. Skoðaðu reglulega yfirlitin þín eða Mínar síður til að vera viss um að greiðslurnar hafi skilað sér frá launagreiðanda. Mikilvægt er að kanna hvort vörsluaðilinn hefur bindingu á innlögnum eða þóknanir sem skerða innborganir, en mikill munur getur verið á kostnaði á milli vörsluaðila. Staldraðu við og athugaðu hvort þinn sparnaður sé í réttri fjárfestingarleið. Þegar styttist í starfslok þá getur verið skynsamlegt að draga úr áhættu þannig að sveiflur á sparnaðinum verði minni. Hvað þarft þú að gera? Vertu viss um að þú sért að greiða í séreignarsparnað með því að skoða launaseðilinn þinn. Ef ekki kemur fram greiðsla í séreignarsparnað skaltu senda launagreiðanda afrit af samningi sem þú hefur gert eða óskaðu eftir því við vörsluaðila að hann sendi afrit samnings til launagreiðanda. Ef þú þarft að gera nýjan samning þá tekur það varla meira en 2 mínútur þar sem það er gert stafrænt með rafrænum skilríkjum. Ef þú hefur spurningar er þinn vörsluaðili vafalaust fús til að svara þeim. Ekki missa af þessari kjarabót þó þú sért að huga að úttekt samhliða. Reiknaðu dæmið og spáðu í sparnaðinn. Höfundur er deildarstjóri séreignardeildar hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun