Lífguðu við meira en 160 ára gamalt þungunarrofsbann Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2024 08:48 Kona í Arizona mótmælir takmörkunum á þungunarrof. Bönn og takmarkanir hafa verið samþykktar í fjölda ríkja þar sem repúblikanar fara með völdin eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt til þungunarrofs árið 2022. AP/Matt York Yfirvöld í Arizona í Bandaríkjunum geta framfylgt lögum sem voru sett þegar konur höfðu ekki kosningarétt sem leggja nær algert bann við þungunarrofi og gera það glæpsamlegt samkvæmt niðurstöðu hæstaréttar ríkisins. Íhaldssöm lögmannsstofa skaut máli þar sem reyndi á hvort að lögin frá 1864 væru enn í gildi til Hæstaréttar Arizona eftir að neðra dómstig taldi að lög frá 2022 sem heimila þungunarrof fram að fimmtándu viku meðgöngu stæðu. Niðurstaða hæstaréttar var sú að hægt væri að framfylgja lögunum frá 19. öld vegna þess að engin alríkis- eða ríkislög tryggðu rétt til þungunarrofs. Samkvæmt lögunum fornu liggur allt að tveggja til fimm ára fangelsi við þungunarrofi nema þegar líf móður er í hættu. Engar undantekningar eru fyrir fórnarlömb nauðgana eða sifjaspells. Andstæðingar þungunarrofs, sem eru enn sigurreifir eftir að íhaldssamur Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt til þungunarrofs árið 2022, fögnuðu niðurstöðunni í Arizona og sögðu hana bjarga lífi fjölda „saklausra, ófæddra barna“. Fjórir af sex hæstaréttardómurum Arizona töldu ekkert því til fyrirstöðu að lögum frá 1864 væri framfylgt.AP/Matt York Ekki liggur þó fyrir hvernig lögunum verður framfylgt í Arizona. Katie Hobbs, ríkistjóri og demókrati, fól dómsmálaráðherra ríkisins, sem er einnig demókrati, að framfylgja þungunarrofslögum ríkisins. Kris Mayes, dómsmálaráðherra, hefur sagt að hún ætli hvorki að sækja konur né lækna til saka. „Ákvörðunin í dag um að setja aftur á lög frá þeim tíma sem Arizona var ekki ríki, borgarastríðið geisaði og konur máttu ekki einu sinni kjósa fer í sögubækurnar sem svartur blettur á ríkinu okkar,“ sagði Mayes. Óvíst er um framtíð heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof í Arizona eftir dóm hæstaréttar. Breska ríkisútvarpið BBC segir dóminn geta haft áhrif á úrslit kosninganna sem fara fram í nóvember. Fyrir liggur tillaga um atkvæðagreiðslu samhliða forseta- og þingkosningunum um hvort réttur til þungunarrofs fram að 24. viku meðgöngu skuli lögfestur í Arizona. Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Íhaldssöm lögmannsstofa skaut máli þar sem reyndi á hvort að lögin frá 1864 væru enn í gildi til Hæstaréttar Arizona eftir að neðra dómstig taldi að lög frá 2022 sem heimila þungunarrof fram að fimmtándu viku meðgöngu stæðu. Niðurstaða hæstaréttar var sú að hægt væri að framfylgja lögunum frá 19. öld vegna þess að engin alríkis- eða ríkislög tryggðu rétt til þungunarrofs. Samkvæmt lögunum fornu liggur allt að tveggja til fimm ára fangelsi við þungunarrofi nema þegar líf móður er í hættu. Engar undantekningar eru fyrir fórnarlömb nauðgana eða sifjaspells. Andstæðingar þungunarrofs, sem eru enn sigurreifir eftir að íhaldssamur Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt til þungunarrofs árið 2022, fögnuðu niðurstöðunni í Arizona og sögðu hana bjarga lífi fjölda „saklausra, ófæddra barna“. Fjórir af sex hæstaréttardómurum Arizona töldu ekkert því til fyrirstöðu að lögum frá 1864 væri framfylgt.AP/Matt York Ekki liggur þó fyrir hvernig lögunum verður framfylgt í Arizona. Katie Hobbs, ríkistjóri og demókrati, fól dómsmálaráðherra ríkisins, sem er einnig demókrati, að framfylgja þungunarrofslögum ríkisins. Kris Mayes, dómsmálaráðherra, hefur sagt að hún ætli hvorki að sækja konur né lækna til saka. „Ákvörðunin í dag um að setja aftur á lög frá þeim tíma sem Arizona var ekki ríki, borgarastríðið geisaði og konur máttu ekki einu sinni kjósa fer í sögubækurnar sem svartur blettur á ríkinu okkar,“ sagði Mayes. Óvíst er um framtíð heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof í Arizona eftir dóm hæstaréttar. Breska ríkisútvarpið BBC segir dóminn geta haft áhrif á úrslit kosninganna sem fara fram í nóvember. Fyrir liggur tillaga um atkvæðagreiðslu samhliða forseta- og þingkosningunum um hvort réttur til þungunarrofs fram að 24. viku meðgöngu skuli lögfestur í Arizona.
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira