„Eru búnir að vera að hóta því síðan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 11:00 Kristófer Acox og félagar í Valsliðinu eru sigurstranglegir á móti Hetti í átta liða úrslitunum. Vísir/Diego Teitur Örlygsson sér þroskamerki á Valsliðinu og Helgi Már Magnússon vill að Hattarmenn njóti þess að vera í úrslitakeppninni í fyrstas skiptið. Einvígi liðanna hefst í kvöld. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu sem fer að stað miðvikudaginn 10. apríl 2024 verður Höttur að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni frá upphafi. Þetta er því mjög sögulegur dagur fyrir körfuboltann á Austurlandi. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Valsmenn urðu deildarmeistarar og mæta liðinu í áttunda sæti sem varð Höttur. Valsmenn unnu báða innbyrðis leiki liðanna í vetur. Höttur er að taka þátt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn en Valsliðið hefur verið í lokaúrslitum undanfarin tvö ár. Búnir að vera langbestir í vetur Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita það hvort að Hattarmenn ættu hreinlega einhverja möguleika í þessu einvígi? Klippa: Upphitun fyrir einvígi Vals og Hattar „Já, já. Þeir eiga alveg séns en mér finnst eins og Teitur kemur inn á. Ég er alveg sammála því að Valur er mun mun líklegri kandidat. Þetta eru meistaraefni og hafa verið það undanfarin þrjú ár. Urðu meistarar fyrir tveimur árum og eru búnir að vera að hóta því síðan,“ sagði Helgi Már. Valsmenn hafa misst bestu bakverði sína í meiðsli, fyrst Kára Jónsson og svo Joshua Jefferson. „Þeir eru búnir að vera langbestir í vetur en hafa vissulega lent í einhverjum skakkaföllum. Ég held að það skipti engu máli í þessari seríu. Valsmenn eru ennþá daginn í dag meistarakandidatar þrátt fyrir að hafa misst þessa menn,“ sagði Helgi. Sér þroskamerki Teitur hrósaði Valsmönnum og hvernig þeir nálguðust leik sinn í lokaumferðinni. „Þessi kjarni Valsmanna er samt sem áður búinn að búa til smá sigurhefð. Hvernig þeir mæta inn í leiki. Ég var hrifinn af því í gær að horfa á Val á móti Njarðvík, í leik sem skipti þá engu máli. Þeir voru bara á fullu, menn stigu upp hver á fætur öðrum og maður sá að þessi leikur skipti þá máli þrátt fyrir að deildartitillinn væri í höfn,“ sagði Teitur. „Það finnst mér vera þroskamerki og sýnir að Valsliðið er á mjög góðum stað,“ sagði Teitur. Í fyrsta skiptið á lokaballinu „Hversu erfitt verður það fyrir Egilsstaðaabúa að mæta í fyrsta skiptið á lokaballið,“ spurði Stefán Árni. „Ég held að það verði bara gaman hjá þeim. Ég neita að trúa öðru en að þeir reyni að njóta. Ég gæti alveg trúað því að leikur tvö verði erfiður leikur fyrir Val. Troðfullt hús og frábær stemmning. Það er erfitt að fara á Egilsstaði til að byrja með. Ég vona að þeir njóti og gefi allt í þetta,“ sagði Helgi. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla Valur Höttur Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu sem fer að stað miðvikudaginn 10. apríl 2024 verður Höttur að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni frá upphafi. Þetta er því mjög sögulegur dagur fyrir körfuboltann á Austurlandi. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Valsmenn urðu deildarmeistarar og mæta liðinu í áttunda sæti sem varð Höttur. Valsmenn unnu báða innbyrðis leiki liðanna í vetur. Höttur er að taka þátt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn en Valsliðið hefur verið í lokaúrslitum undanfarin tvö ár. Búnir að vera langbestir í vetur Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita það hvort að Hattarmenn ættu hreinlega einhverja möguleika í þessu einvígi? Klippa: Upphitun fyrir einvígi Vals og Hattar „Já, já. Þeir eiga alveg séns en mér finnst eins og Teitur kemur inn á. Ég er alveg sammála því að Valur er mun mun líklegri kandidat. Þetta eru meistaraefni og hafa verið það undanfarin þrjú ár. Urðu meistarar fyrir tveimur árum og eru búnir að vera að hóta því síðan,“ sagði Helgi Már. Valsmenn hafa misst bestu bakverði sína í meiðsli, fyrst Kára Jónsson og svo Joshua Jefferson. „Þeir eru búnir að vera langbestir í vetur en hafa vissulega lent í einhverjum skakkaföllum. Ég held að það skipti engu máli í þessari seríu. Valsmenn eru ennþá daginn í dag meistarakandidatar þrátt fyrir að hafa misst þessa menn,“ sagði Helgi. Sér þroskamerki Teitur hrósaði Valsmönnum og hvernig þeir nálguðust leik sinn í lokaumferðinni. „Þessi kjarni Valsmanna er samt sem áður búinn að búa til smá sigurhefð. Hvernig þeir mæta inn í leiki. Ég var hrifinn af því í gær að horfa á Val á móti Njarðvík, í leik sem skipti þá engu máli. Þeir voru bara á fullu, menn stigu upp hver á fætur öðrum og maður sá að þessi leikur skipti þá máli þrátt fyrir að deildartitillinn væri í höfn,“ sagði Teitur. „Það finnst mér vera þroskamerki og sýnir að Valsliðið er á mjög góðum stað,“ sagði Teitur. Í fyrsta skiptið á lokaballinu „Hversu erfitt verður það fyrir Egilsstaðaabúa að mæta í fyrsta skiptið á lokaballið,“ spurði Stefán Árni. „Ég held að það verði bara gaman hjá þeim. Ég neita að trúa öðru en að þeir reyni að njóta. Ég gæti alveg trúað því að leikur tvö verði erfiður leikur fyrir Val. Troðfullt hús og frábær stemmning. Það er erfitt að fara á Egilsstaði til að byrja með. Ég vona að þeir njóti og gefi allt í þetta,“ sagði Helgi. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla Valur Höttur Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Sjá meira