Kjósum Guðrúnu sem biskup fyrir fólkið og framtíðina Herdís Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2024 14:00 Ég hef notið þeirra gæða að hafa fengið að kynnast sóknarprestinum mínum sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur, sem nú býður sig fram til embættis biskups Íslands. Ég styð hana af heilum hug til að gegna því mikilvæga embætti þar sem hún hefur einstaka og sterka framtíðarsýn fyrir kirkjuna og vill eiga erindi og samtal við fólk samtímans. Guðrún er nútímalegur leiðtogi sem mun skapa þjóðkirkjunni nýja ásýnd, enda hefur hún skarpa sýn á hvernig hún vill leiða kirkjuna inn í nýja tíma, verði hún kosin biskup. Í kynningu biskupsefna lýsir hún því hvernig hún vill skapa jarðveg þar sem ríkir starfsánægja og virðing meðal starfsmanna og leikmanna kirkjunnar. Hún vill gefa þjóðkirkjunni þá ásýnd að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem sátt ríkir. Ég hef fylgst með framgöngu hennar í starfi og séð hvernig hún hefur vaxið og blómstrað í starfi hjá Grafarvogskirkju. Samhliða því hefur hún skapað umhverfi þar sem aðrir vaxa og dafana og njóta hæfileika sinna í kirkjustarfinu. Sem stjórnandi er Guðrún fagleg, réttsýn og framsækin. Hún ástundar að hlusta á fólk, greina sjónarmið og er lausnarmiðuð og yfirveguð þegar kemur að erfiðum málum og lægir öldur af sanngirni og virðingu við þá sem eiga hlut að máli. Ég treysti henni því vel til að starfa undir álagi og leysa farsællega úr flóknum málum. Guðrún hefur mikla og góða reynslu af safnaðarstarfi, þekkir vel til innviða og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar, hefur fjölbreytta menntun í guðfræði og predikunarfræðum og er trú fagnaðarerindinu og kenningum kirkjunnar. Hún hefur einstakt lag á því að tala út frá kærleiksboðskap kristinnar trúar inn í samtímann með boðskap sem mætir öllu fólki jafnt. Þessi reynsla hennar og færni, ásamt sérstökum leiðtogahæfileikum, gerir hana einstaklega frambærilega til að sitja á biskupsstól. Hún hefur einnig sýnt að hún sjálf mætir öllu fólki af mannvirðingu og sem biskup myndi hún vilja samtal og samstarf við þjóðina, enda á hefur hún reynslu af því að mæta einstaklingum á jafnréttisgrundvelli. Guðrún vill hafa jákvæð áhrif inn í samfélagið okkar og standa vörð um mannréttindi og taka þátt í samfélagsumræðu með kristinn boðskap að leiðarljósi. Hún vill laða fólk að kirkjunni og fá fleiri til liðs við kirkjunna. Hún er það biskupsefni sem hefur lýst leiðum til að blása til sóknar með kirkjufólki með nútímalegum og lýðræðislegum leiðum. Hún vill sækja fram og mæta öllum með hvatningu, samtali og samráði. Hún hefur sterka framtíðarsýn um hvernig hún vill efla starf kirkjunnar, fjölga meðlimum kirkjunnar og kynna allt það vandaða starf í söfnuðum vítt um landið, sem á svo mikið erindi við allar manneskjur. Guðrún mun, verði hún kosin biskup, hleypa ferskum blæ inn í þjóðkirkjuna sem boðberi nýrra tíma. Sem biskup myndi Guðrún sem æðsti embættismaður þjóðkirkjunnar og talmaður hennar koma fram af trúverðugleika og mildi. Kjölfestan í störfum hennar yrði áfram sanngirni, jafnrétti og samráð þar sem kristið siðferði og kærleiksboðskapur verða ávallt í brennidepli. Því vil ég hvetja þá einstaklinga sem nú geta kosið í embætti biskups að skoða vel kynningarefni biskupsefnanna að styðja sr. Guðrún Karls Helgudóttur alla leið í embættið. Biðjum þess að Guðs blessun, friður og sátt muni fylgja verðandi biskup Íslands. Höfundur er íbúi í Grafarvogssókn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ég hef notið þeirra gæða að hafa fengið að kynnast sóknarprestinum mínum sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur, sem nú býður sig fram til embættis biskups Íslands. Ég styð hana af heilum hug til að gegna því mikilvæga embætti þar sem hún hefur einstaka og sterka framtíðarsýn fyrir kirkjuna og vill eiga erindi og samtal við fólk samtímans. Guðrún er nútímalegur leiðtogi sem mun skapa þjóðkirkjunni nýja ásýnd, enda hefur hún skarpa sýn á hvernig hún vill leiða kirkjuna inn í nýja tíma, verði hún kosin biskup. Í kynningu biskupsefna lýsir hún því hvernig hún vill skapa jarðveg þar sem ríkir starfsánægja og virðing meðal starfsmanna og leikmanna kirkjunnar. Hún vill gefa þjóðkirkjunni þá ásýnd að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem sátt ríkir. Ég hef fylgst með framgöngu hennar í starfi og séð hvernig hún hefur vaxið og blómstrað í starfi hjá Grafarvogskirkju. Samhliða því hefur hún skapað umhverfi þar sem aðrir vaxa og dafana og njóta hæfileika sinna í kirkjustarfinu. Sem stjórnandi er Guðrún fagleg, réttsýn og framsækin. Hún ástundar að hlusta á fólk, greina sjónarmið og er lausnarmiðuð og yfirveguð þegar kemur að erfiðum málum og lægir öldur af sanngirni og virðingu við þá sem eiga hlut að máli. Ég treysti henni því vel til að starfa undir álagi og leysa farsællega úr flóknum málum. Guðrún hefur mikla og góða reynslu af safnaðarstarfi, þekkir vel til innviða og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar, hefur fjölbreytta menntun í guðfræði og predikunarfræðum og er trú fagnaðarerindinu og kenningum kirkjunnar. Hún hefur einstakt lag á því að tala út frá kærleiksboðskap kristinnar trúar inn í samtímann með boðskap sem mætir öllu fólki jafnt. Þessi reynsla hennar og færni, ásamt sérstökum leiðtogahæfileikum, gerir hana einstaklega frambærilega til að sitja á biskupsstól. Hún hefur einnig sýnt að hún sjálf mætir öllu fólki af mannvirðingu og sem biskup myndi hún vilja samtal og samstarf við þjóðina, enda á hefur hún reynslu af því að mæta einstaklingum á jafnréttisgrundvelli. Guðrún vill hafa jákvæð áhrif inn í samfélagið okkar og standa vörð um mannréttindi og taka þátt í samfélagsumræðu með kristinn boðskap að leiðarljósi. Hún vill laða fólk að kirkjunni og fá fleiri til liðs við kirkjunna. Hún er það biskupsefni sem hefur lýst leiðum til að blása til sóknar með kirkjufólki með nútímalegum og lýðræðislegum leiðum. Hún vill sækja fram og mæta öllum með hvatningu, samtali og samráði. Hún hefur sterka framtíðarsýn um hvernig hún vill efla starf kirkjunnar, fjölga meðlimum kirkjunnar og kynna allt það vandaða starf í söfnuðum vítt um landið, sem á svo mikið erindi við allar manneskjur. Guðrún mun, verði hún kosin biskup, hleypa ferskum blæ inn í þjóðkirkjuna sem boðberi nýrra tíma. Sem biskup myndi Guðrún sem æðsti embættismaður þjóðkirkjunnar og talmaður hennar koma fram af trúverðugleika og mildi. Kjölfestan í störfum hennar yrði áfram sanngirni, jafnrétti og samráð þar sem kristið siðferði og kærleiksboðskapur verða ávallt í brennidepli. Því vil ég hvetja þá einstaklinga sem nú geta kosið í embætti biskups að skoða vel kynningarefni biskupsefnanna að styðja sr. Guðrún Karls Helgudóttur alla leið í embættið. Biðjum þess að Guðs blessun, friður og sátt muni fylgja verðandi biskup Íslands. Höfundur er íbúi í Grafarvogssókn.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar