Innlent

Betur fór en á horfðist

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. Vísir/Arnar

Ástand manns sem lenti undir þakplötu í vinnuslysi á Völlunum í Hafnarfirði í dag er gott eftir atvikum, segir Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

„Það fór betur en á horfðist,“ segir Þorsteinn, og bætir við að maðurinn hafi verið með meðvitund.

Þorsteinn tekur fram að vinna á vettvangi hafi gengið ágætlega.

Slökkviliðið var kallað út að byggingasvæði í Hafnarfirði klukkan 13:30 í dag. Maðurinn var síðan fluttur á sjúkrahús um þrjúleytið.

Fréttastofa náði tali af Stefáni Kristinssyni varðstjóra fyrr í dag sem sagði að mikill viðbúnaður hefði verið á staðnum og að allra ráða hefði verið leitað til að ná manninum undan plötunni.


Tengdar fréttir

Fluttur á sjúkrahús eftir alvarlegt vinnuslys

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að byggingasvæði á Völlunum í Hafnarfirði á öðrum tímanum í dag vegna vinnuslyss. Karlmaður festist undir þakplötu sem verið var að steypa og gaf sig. Hann var klukkustund síðar fluttur á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×