Sjokkerandi tap gegn E-deildarliði en Óskar sér ekki eftir neinu Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2024 10:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans menn í úrvalsdeildarliði Haugesund töpuðu gegn liði úr 4. deild, eða E-deild, í bikarkeppninni. Getty Lærisveinar Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Haugesund urðu að sætta sig við afar óvænt tap gegn E-deildarliði Torvastad í 1. umferð norsku bikarkeppninnar í fótbolta í gær. „Það er auðvitað skelfileg tilfinning að tapa þessum leik,“ sagði Óskar við Haugesunds Avis eftir þennan fyrsta bikarleik sinn sem þjálfari í Noregi, eftir komuna frá Breiðabliki í vetur. Staðan var jöfn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma og framlengingu svo að grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Þar reyndist tvítugur forfallakennari hetja Torvastad því markvörðurinn Jørgen Haldheim Grønningen varði allar fjórar spyrnur Haugesund í keppninni, þar á meðal eina frá Hlyni Frey Karlssyni, en sjá má vörslurnar hér að neðan. Watch as goalkeeper Jørgen Kaldheim Grønningen manages to save all 4 Haugesund penalties, and goes into the Torvastad history books! The magic of the cup @tv2sport https://t.co/MNw1UKCHfb pic.twitter.com/GvOxEtiRlC— Football Norway (@NorwayFooty) April 10, 2024 „Ekki þannig að við teldum Torvastad lélegt lið“ Óskar Hrafn var ekki með sitt sterkasta lið í leiknum og til að mynda tók Anton Logi Lúðvíksson ekki þátt, en þjálfarinn var spurður hvort hann hefði viljað gera eitthvað öðruvísi: „Það er erfitt að segja. Mér fannst við vera með nógu gott lið og gera nóg til að vinna þennan leik. Við fengum færi í venjulegum leiktíma, og færi í framlengingunni, en þegar menn klúðra fjórum vítum þá eiga þeir ekki skilið að fara áfram. Fullt hrós og hamingjuóskir til Torvastad,“ sagði Óskar við HA. En hefði hann ekki átt að stilla upp sterkara liði? „Það er auðvelt að vera vitur eftir á en mér fannst liðið sem ég stillti upp sýna að það var nógu gott til að vinna leikinn. Það var ekki þannig að við teldum Torvastad eitthvað lélegt lið. Við stilltum upp góðum leikmönnum sem berjast um sæti í byrjunarliði Haugesund, svo ég hafði fulla trú á að við myndum klára dæmið,“ sagði Óskar. Síminn að springa hjá hetjunni Grønningen, hetja Torvastad, segist aldrei hafa upplifað annað eins og að síminn hafi verið stútfullur af skilaboðum þegar hann opnaði hann eftir leik. TORVASTAD: Ingen tvil om hvem som var den store helten på Torvastad i kveld: Jørgen Kaldheim Grønningen (20), @Jorgen_KG #FKH https://t.co/j0sAFoOm1G pic.twitter.com/KiLhvEyWIK— Joakim Ellingsen (@JoakimEllingsen) April 10, 2024 „Þetta er súrrealískt. Algjörlega ótrúlegt. Ég veit ekki hvernig þetta er hægt. Ég komst í góðan takt eftir að ég varði fyrsta vítið, og svo hélt ég bara áfram eftir það,“ sagði Grønningen við Nettavisen og upplýsti að hann væri þegar búinn að fá símtal frá sjö fjölmiðlum til viðbótar. „Þetta er alveg sjúkt. Ég kom út úr búningsklefanum og opnaði símann… Ég hef aldrei séð svona margar tilkynningar í símanum! En það er alveg þess virði að fá símtöl frá fjölmiðlum fyrir svona upplifun,“ sagði markvörðurinn. Óskar og hans menn í Haugesund höfðu fengið draumabyrjun í norsku úrvalsdeildinni, þegar þeir unnu 2-1 útisigur gegn Odd fyrir tveimur vikum. Þeir töpuðu hins vegar fyrsta heimaleiknum, 2-0 gegn Lilleström, á sunnudaginn og eiga næst leik við Tromsö á útivelli um helgina. Haugesund bjargaði sér naumlega frá falli undir lok síðasta árs, áður en Óskar tók við stjórn liðsins. Norski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
„Það er auðvitað skelfileg tilfinning að tapa þessum leik,“ sagði Óskar við Haugesunds Avis eftir þennan fyrsta bikarleik sinn sem þjálfari í Noregi, eftir komuna frá Breiðabliki í vetur. Staðan var jöfn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma og framlengingu svo að grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Þar reyndist tvítugur forfallakennari hetja Torvastad því markvörðurinn Jørgen Haldheim Grønningen varði allar fjórar spyrnur Haugesund í keppninni, þar á meðal eina frá Hlyni Frey Karlssyni, en sjá má vörslurnar hér að neðan. Watch as goalkeeper Jørgen Kaldheim Grønningen manages to save all 4 Haugesund penalties, and goes into the Torvastad history books! The magic of the cup @tv2sport https://t.co/MNw1UKCHfb pic.twitter.com/GvOxEtiRlC— Football Norway (@NorwayFooty) April 10, 2024 „Ekki þannig að við teldum Torvastad lélegt lið“ Óskar Hrafn var ekki með sitt sterkasta lið í leiknum og til að mynda tók Anton Logi Lúðvíksson ekki þátt, en þjálfarinn var spurður hvort hann hefði viljað gera eitthvað öðruvísi: „Það er erfitt að segja. Mér fannst við vera með nógu gott lið og gera nóg til að vinna þennan leik. Við fengum færi í venjulegum leiktíma, og færi í framlengingunni, en þegar menn klúðra fjórum vítum þá eiga þeir ekki skilið að fara áfram. Fullt hrós og hamingjuóskir til Torvastad,“ sagði Óskar við HA. En hefði hann ekki átt að stilla upp sterkara liði? „Það er auðvelt að vera vitur eftir á en mér fannst liðið sem ég stillti upp sýna að það var nógu gott til að vinna leikinn. Það var ekki þannig að við teldum Torvastad eitthvað lélegt lið. Við stilltum upp góðum leikmönnum sem berjast um sæti í byrjunarliði Haugesund, svo ég hafði fulla trú á að við myndum klára dæmið,“ sagði Óskar. Síminn að springa hjá hetjunni Grønningen, hetja Torvastad, segist aldrei hafa upplifað annað eins og að síminn hafi verið stútfullur af skilaboðum þegar hann opnaði hann eftir leik. TORVASTAD: Ingen tvil om hvem som var den store helten på Torvastad i kveld: Jørgen Kaldheim Grønningen (20), @Jorgen_KG #FKH https://t.co/j0sAFoOm1G pic.twitter.com/KiLhvEyWIK— Joakim Ellingsen (@JoakimEllingsen) April 10, 2024 „Þetta er súrrealískt. Algjörlega ótrúlegt. Ég veit ekki hvernig þetta er hægt. Ég komst í góðan takt eftir að ég varði fyrsta vítið, og svo hélt ég bara áfram eftir það,“ sagði Grønningen við Nettavisen og upplýsti að hann væri þegar búinn að fá símtal frá sjö fjölmiðlum til viðbótar. „Þetta er alveg sjúkt. Ég kom út úr búningsklefanum og opnaði símann… Ég hef aldrei séð svona margar tilkynningar í símanum! En það er alveg þess virði að fá símtöl frá fjölmiðlum fyrir svona upplifun,“ sagði markvörðurinn. Óskar og hans menn í Haugesund höfðu fengið draumabyrjun í norsku úrvalsdeildinni, þegar þeir unnu 2-1 útisigur gegn Odd fyrir tveimur vikum. Þeir töpuðu hins vegar fyrsta heimaleiknum, 2-0 gegn Lilleström, á sunnudaginn og eiga næst leik við Tromsö á útivelli um helgina. Haugesund bjargaði sér naumlega frá falli undir lok síðasta árs, áður en Óskar tók við stjórn liðsins.
Norski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira