Allt breytt vegna Caitlin Clark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 17:01 Caitlin Clark, númer 22, er stórskostlegur leikmaður sem næstum því allt körfuboltaáhugafólk elskar að horfa á spila. Sarah Stier/Getty Images Það er ekkert WNBA lið búið að velja körfuboltakonuna Caitlin Clark enda nýliðvalið ekki fyrr en á mánudagskvöldið. Önnur félög í deildinni og sjónvarpsrétthafar eru þó farin að hegða sér eins og hún sé orðin leikmaður í deildinni. Vinsældir Clark eru slíkar að það seldist upp á alla leiki Iowa háskólans í vetur, miðaverðið á þá rauk upp og næstum því nítján milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í kvennaháskólakörfuboltanum sem er meira en á öllum NBA leikjum frá 2019. Clark tilkynnti á dögunum að þetta yrði hennar síðasta tímabil í háskólaboltanum því hún ætlaði að bjóða sig fram í nýliðavalið. Hún varð þá aldrei háskólameistari, tapaði í úrslitaleiknum undanfarin tvö ár, en sló öll stigametin og metin yfir þriggja stiga körfur hvort sem þú horfir á karla eða konur. on the national stage 36 times this season learn more: https://t.co/Ody0WZxz9Q pic.twitter.com/UvaNdbuwcj— Indiana Fever (@IndianaFever) April 10, 2024 Clark er frábær leikmaður og sannkölluð tilþrifa drottning. Hún skorar með þristum af löngu færi, getur búið til sitt eigið skot, farið framhjá varnarmönnum og hún spilar uppi liðsfélagana með frábærum sendingum. Indiana Fever datt í lukkupottinn því félagið á fyrsta valrétt í nýliðavalinu í ár og mun örugglega nota hann í að velja Clark. Þetta gerir það verkum að mótherjar Indiana Fever eru farnir að færa leiki sína í stærri íþróttahús vitandi að áhugi á miðum á leikinn á móti Fever muni rjúka upp þegar Clark kemur inn í deildina. Sjónvarpsmálin segja líka sína sögu. Þar munu útsendingar frá leikjum Fever margfaldast. Indiana Fever átti líka fyrsta valréttinn í fyrra og valdi þá miðherjann Aliyah Boston. Boston hafði líka átt flottan háskólaferil en vinsældir hennar voru ekki líkingu við vinsældir Clark. Fever liðið var aðeins einu sinni í beinni útsendingu hjá stóru stöðvunum á síðasta tímabili en slíkum útsendingum fjölgar nú upp í 36. The WNBA just announced that 36 of the Indiana Fever's 40 regular season games will be on national television.That includes 10 games on ABC, ESPN, ESPN2, and CBS, as well as additional games on Amazon Prime Video and NBA TV.The Caitlin Clark effect is real.— Joe Pompliano (@JoePompliano) April 10, 2024 Jú 36 af 40 leikjum Fever á fyrsta tímabili Clark verða sýndir í beinni á stóru stöðvunum sem nást út um öll Bandaríkin. Það má líka búast við því að aðdáendur Clark verði mættir fyrir framan sjónvarpstækin til að horfa á þessa leiki og WNBA-deildin mun eflaust fá meira áhorf en hún hefur nokkurn tímann fengið. Caitlin Clark áhrifin eru engu öðru lík. Menn hafa reyndar talað um að koma hennar inn í WNBA-deildin geti orðið samskonar tímamót fyrir WNBA og þegar Larry Bird og Magic Johnson komu inn í NBA-deildina 1979. Iowa city mayor Bruce Teague says the women's basketball team added $82.5M to the local economy (h/t @EliotClough) pic.twitter.com/9eTc2DXFiD— Bleacher Report (@BleacherReport) April 11, 2024 WNBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira
Vinsældir Clark eru slíkar að það seldist upp á alla leiki Iowa háskólans í vetur, miðaverðið á þá rauk upp og næstum því nítján milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í kvennaháskólakörfuboltanum sem er meira en á öllum NBA leikjum frá 2019. Clark tilkynnti á dögunum að þetta yrði hennar síðasta tímabil í háskólaboltanum því hún ætlaði að bjóða sig fram í nýliðavalið. Hún varð þá aldrei háskólameistari, tapaði í úrslitaleiknum undanfarin tvö ár, en sló öll stigametin og metin yfir þriggja stiga körfur hvort sem þú horfir á karla eða konur. on the national stage 36 times this season learn more: https://t.co/Ody0WZxz9Q pic.twitter.com/UvaNdbuwcj— Indiana Fever (@IndianaFever) April 10, 2024 Clark er frábær leikmaður og sannkölluð tilþrifa drottning. Hún skorar með þristum af löngu færi, getur búið til sitt eigið skot, farið framhjá varnarmönnum og hún spilar uppi liðsfélagana með frábærum sendingum. Indiana Fever datt í lukkupottinn því félagið á fyrsta valrétt í nýliðavalinu í ár og mun örugglega nota hann í að velja Clark. Þetta gerir það verkum að mótherjar Indiana Fever eru farnir að færa leiki sína í stærri íþróttahús vitandi að áhugi á miðum á leikinn á móti Fever muni rjúka upp þegar Clark kemur inn í deildina. Sjónvarpsmálin segja líka sína sögu. Þar munu útsendingar frá leikjum Fever margfaldast. Indiana Fever átti líka fyrsta valréttinn í fyrra og valdi þá miðherjann Aliyah Boston. Boston hafði líka átt flottan háskólaferil en vinsældir hennar voru ekki líkingu við vinsældir Clark. Fever liðið var aðeins einu sinni í beinni útsendingu hjá stóru stöðvunum á síðasta tímabili en slíkum útsendingum fjölgar nú upp í 36. The WNBA just announced that 36 of the Indiana Fever's 40 regular season games will be on national television.That includes 10 games on ABC, ESPN, ESPN2, and CBS, as well as additional games on Amazon Prime Video and NBA TV.The Caitlin Clark effect is real.— Joe Pompliano (@JoePompliano) April 10, 2024 Jú 36 af 40 leikjum Fever á fyrsta tímabili Clark verða sýndir í beinni á stóru stöðvunum sem nást út um öll Bandaríkin. Það má líka búast við því að aðdáendur Clark verði mættir fyrir framan sjónvarpstækin til að horfa á þessa leiki og WNBA-deildin mun eflaust fá meira áhorf en hún hefur nokkurn tímann fengið. Caitlin Clark áhrifin eru engu öðru lík. Menn hafa reyndar talað um að koma hennar inn í WNBA-deildin geti orðið samskonar tímamót fyrir WNBA og þegar Larry Bird og Magic Johnson komu inn í NBA-deildina 1979. Iowa city mayor Bruce Teague says the women's basketball team added $82.5M to the local economy (h/t @EliotClough) pic.twitter.com/9eTc2DXFiD— Bleacher Report (@BleacherReport) April 11, 2024
WNBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira