„Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2024 12:11 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að nálgast þurfi umræðu um breytingu á búvörulögum af sanngirni og með hliðsjón af mikilli samkeppni að utan. Vísir/Vilhelm Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. Matvælaráðuneytið sendi atvinnuveganefnd þingsins erindi á dögunum þar sem kvartað er yfir því að sérfræðingar ráðuneytisins hafi ekki verið hafðir með í ráðum við breytingar á búvörulögum sem samþykktar voru fyrir páskana. Lögin veita afurðarstöðvum undanþágu frá samkeppnislögum. Ráðuneytið taki þá undir áhyggjur Samkeppniseftirlitsins um að lögin standist ekki evrópskt regluverk, fyrirspurn frá ESA sé væntanleg, svo fátt eitt sé nefnt. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á alþingi í morgun að ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fengi þetta umdeilda mál í fangið. „Hvað ætlar nýr verkstjóri ríkisstjórnarinnar að gera til að bregðast við þessari hörðu gagnrýni á vinnubrögð þingmeirihlutans af sjálfu matvælaráðuneytinu? Voru vinnubrögðin í lagi og þurfum við ekki að fella úr gildi þessi ólög, bændum og almenningi í landinu til heilla.“ Bjarni svaraði því til að þrátt fyrir að hann væri sammála því að gæta þyrfti að hagsmunum neytenda og bænda þá þyrfti að skoða málið af sanngirni; líta á markaðinn í heild með hliðsjón af samkeppni að utan. Hann hafi efasemdir um að fjárfestingar í afurðarstöðvunum hafi borið sig nægilega vel. „Við þurfum að aðlaga okkur að þeirri staðreynd og horfast í augu við það að framþróun í þessari grein hefur orðið afskaplega takmörkuð og lítil. Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir,“ sagði Bjarni. „Hefur fyrirkomulagið eins og það hefur byggst upp undanfarin ár tryggt til dæmis að eðlilegar framfarir séu að eiga sér stað hjá afurðarstöðvum í landinu? Nú er það svo að verulegur hluti þess nautakjöts sem neytt er á Íslandi er innflutt kjöt. Það er líka töluvert mikið magn af alifuglakjöti flutt inn til landsins.“ Það sé ekki hægt að bera saman verksmiðjur erlendis og þær íslensku. „Þetta eru risafyrirtæki sem eru með vélarnar gangandi allan sólarhringinn þegar þörf er á þeim afköstum. Þetta eru fyrirtæki sem framleiða sínar vörur með hátæknilausnum og hámarka virði fjárfestingarinnar þannig að hægt sé að bjóða vöruna neytendum á sem lægstu verði,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Sigmar tók til máls að nýju. „Þá vitum við það, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem stundum talar um samkeppni, frjálsa og eðlilega, finnst bara ofur einfaldlega að frjáls og eðlileg samkeppni eigi bara stundum ekki við. Nýr verkstjóri ríkisstjórnarinnar gefur ekkert fyrir þá gagnrýni sem komið hefur fram á vinnubrögð Alþingis í þessu máli af sjálfu matvælaráðuneytinu, af fráfarandi gagnrýni Bændasamtakanna.“ Sigmari þótti ekki mikið til röksemdarfærslu Bjarna koma. „Rökin eru þau að samkeppnin kemur að utan gagnvart bændum. En þau fyrirtæki sem nú eru undanþegin samkeppnislögunum eru sjálf í að flytja inn þessar landbúnaðarafurðir, það er því verið að verja þessi fyrirtæki gegn samkeppni frá þeim sjálfum, svo einfalt er það.“ Landbúnaður Alþingi Samkeppnismál Stjórnsýsla Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. 25. mars 2024 13:01 Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Matvælaráðuneytið sendi atvinnuveganefnd þingsins erindi á dögunum þar sem kvartað er yfir því að sérfræðingar ráðuneytisins hafi ekki verið hafðir með í ráðum við breytingar á búvörulögum sem samþykktar voru fyrir páskana. Lögin veita afurðarstöðvum undanþágu frá samkeppnislögum. Ráðuneytið taki þá undir áhyggjur Samkeppniseftirlitsins um að lögin standist ekki evrópskt regluverk, fyrirspurn frá ESA sé væntanleg, svo fátt eitt sé nefnt. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á alþingi í morgun að ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fengi þetta umdeilda mál í fangið. „Hvað ætlar nýr verkstjóri ríkisstjórnarinnar að gera til að bregðast við þessari hörðu gagnrýni á vinnubrögð þingmeirihlutans af sjálfu matvælaráðuneytinu? Voru vinnubrögðin í lagi og þurfum við ekki að fella úr gildi þessi ólög, bændum og almenningi í landinu til heilla.“ Bjarni svaraði því til að þrátt fyrir að hann væri sammála því að gæta þyrfti að hagsmunum neytenda og bænda þá þyrfti að skoða málið af sanngirni; líta á markaðinn í heild með hliðsjón af samkeppni að utan. Hann hafi efasemdir um að fjárfestingar í afurðarstöðvunum hafi borið sig nægilega vel. „Við þurfum að aðlaga okkur að þeirri staðreynd og horfast í augu við það að framþróun í þessari grein hefur orðið afskaplega takmörkuð og lítil. Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir,“ sagði Bjarni. „Hefur fyrirkomulagið eins og það hefur byggst upp undanfarin ár tryggt til dæmis að eðlilegar framfarir séu að eiga sér stað hjá afurðarstöðvum í landinu? Nú er það svo að verulegur hluti þess nautakjöts sem neytt er á Íslandi er innflutt kjöt. Það er líka töluvert mikið magn af alifuglakjöti flutt inn til landsins.“ Það sé ekki hægt að bera saman verksmiðjur erlendis og þær íslensku. „Þetta eru risafyrirtæki sem eru með vélarnar gangandi allan sólarhringinn þegar þörf er á þeim afköstum. Þetta eru fyrirtæki sem framleiða sínar vörur með hátæknilausnum og hámarka virði fjárfestingarinnar þannig að hægt sé að bjóða vöruna neytendum á sem lægstu verði,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Sigmar tók til máls að nýju. „Þá vitum við það, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem stundum talar um samkeppni, frjálsa og eðlilega, finnst bara ofur einfaldlega að frjáls og eðlileg samkeppni eigi bara stundum ekki við. Nýr verkstjóri ríkisstjórnarinnar gefur ekkert fyrir þá gagnrýni sem komið hefur fram á vinnubrögð Alþingis í þessu máli af sjálfu matvælaráðuneytinu, af fráfarandi gagnrýni Bændasamtakanna.“ Sigmari þótti ekki mikið til röksemdarfærslu Bjarna koma. „Rökin eru þau að samkeppnin kemur að utan gagnvart bændum. En þau fyrirtæki sem nú eru undanþegin samkeppnislögunum eru sjálf í að flytja inn þessar landbúnaðarafurðir, það er því verið að verja þessi fyrirtæki gegn samkeppni frá þeim sjálfum, svo einfalt er það.“
Landbúnaður Alþingi Samkeppnismál Stjórnsýsla Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. 25. mars 2024 13:01 Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52
Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44
Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. 25. mars 2024 13:01