Veðjaði nítján þúsund sinnum með peninga stórstjörnunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2024 16:01 Shohei Ohtani, til hægri, sést hér við hlið Ippei Mizuhara sem var túlkur hans í mörg ár. Getty/Keith Birmingham Túlkur hafnaboltastjörnunnar Shohei Ohtani hefur verið ákærður fyrir að stela meira en tveimur milljörðum króna af honum. Saksóknari í Bandaríkjunum hefur ákært túlkinn Ippei Mizuhara fyrir að stela sextán milljónum dollurum af Ohtani en það eru rúmir 2,2 milljarðar í íslenskum krónum. Túlkurinn tók peningana út af reikningi Ohtani og notaði þá til að fjármagna veðmál sín frá árinu 2021 þar til að allt komst upp á dögunum. Geezus. 19,000 bets with Ohtani s money.Won $142 million. Lost $183 million. https://t.co/BOYIEaTRV3— Andrew Brandt (@AndrewBrandt) April 11, 2024 Saksóknari telur að Ohtani sjálfur hafi ekki vitað af þessu. Túlkurinn þóttist vera skjólstæðingur sinn til að taka peninga af reikningunum. Hinn 29 ára gamli Ohtani er eins stærsta stjarnan í bandaríska hafnaboltanum og hefur tvisvar á síðustu árum verið kosinn besti leikmaðurinn. Hann spilar fyrir Los Angeles Dodgers. Mizuhara veðjaði nítján þúsund sinnum á þessu tímabili. Hann vann 142 milljónir dollara í veðmálum sínum en tapaði á móti 183 milljónum dollara. Það þýðir að hann er 41 milljón dollara í mínus. Hann bjó sér til 5,8 milljarða veðmálaskuld. Túlkurinn sótti því í peninga Ohtani til að eiga fyrir veðmálaskuldum sínum. Ohtani treysti mikið á túlkinn enda talaði hann ekki ensku þegar hann kom til Bandaríkjanna. Einn veðmangarinn lak smáskilaboðum frá Mizuhara í fjölmiðla en þar skrifaði Mizuhara: Ég er svolítið lélegur í þessum íþróttaveðmálum, er það ekki? Það er alveg hægt að taka undir það. Hann missti af sjálfsögðu starfið sitt sem túlkur Ohtani og er væntanlega á leiðinni í fangelsi. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Hafnabolti Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira
Saksóknari í Bandaríkjunum hefur ákært túlkinn Ippei Mizuhara fyrir að stela sextán milljónum dollurum af Ohtani en það eru rúmir 2,2 milljarðar í íslenskum krónum. Túlkurinn tók peningana út af reikningi Ohtani og notaði þá til að fjármagna veðmál sín frá árinu 2021 þar til að allt komst upp á dögunum. Geezus. 19,000 bets with Ohtani s money.Won $142 million. Lost $183 million. https://t.co/BOYIEaTRV3— Andrew Brandt (@AndrewBrandt) April 11, 2024 Saksóknari telur að Ohtani sjálfur hafi ekki vitað af þessu. Túlkurinn þóttist vera skjólstæðingur sinn til að taka peninga af reikningunum. Hinn 29 ára gamli Ohtani er eins stærsta stjarnan í bandaríska hafnaboltanum og hefur tvisvar á síðustu árum verið kosinn besti leikmaðurinn. Hann spilar fyrir Los Angeles Dodgers. Mizuhara veðjaði nítján þúsund sinnum á þessu tímabili. Hann vann 142 milljónir dollara í veðmálum sínum en tapaði á móti 183 milljónum dollara. Það þýðir að hann er 41 milljón dollara í mínus. Hann bjó sér til 5,8 milljarða veðmálaskuld. Túlkurinn sótti því í peninga Ohtani til að eiga fyrir veðmálaskuldum sínum. Ohtani treysti mikið á túlkinn enda talaði hann ekki ensku þegar hann kom til Bandaríkjanna. Einn veðmangarinn lak smáskilaboðum frá Mizuhara í fjölmiðla en þar skrifaði Mizuhara: Ég er svolítið lélegur í þessum íþróttaveðmálum, er það ekki? Það er alveg hægt að taka undir það. Hann missti af sjálfsögðu starfið sitt sem túlkur Ohtani og er væntanlega á leiðinni í fangelsi. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore)
Hafnabolti Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira