Börn Kane sluppu vel Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 09:31 Harry Kane með dætrum sínum Ivy og Vivienne sem lentu í árekstrinum á mánudaginn. Getty/Eddie Keogh Harry Kane, framherji Bayern München, var nýlentur í London á mánudag, vegna leiksins við Arsenal, þegar hann fékk þær fréttir að þrjú elstu börn hans hefðu lent í árekstri í Þýskalandi. Börnin þrjú, sem eru á aldrinum 3-7 ára, voru flutt á sjúkrahús með minni háttar meiðsli en um var að ræða þriggja bíla árekstur. Slökkviliðsstjóri á svæðinu sagði BBC að það væri „mikil heppni“ að enginn skyldi slasast alvarlega. Börnin voru farþegar í Mercedes-bifreið sem 24 ára kona ók, sem lenti í árekstri við Renault-bifreið á gatnamótum, í Schäftlarn í nágrenni München-borgar. Renaultinn klessti einnig á Land Rover-bifreið. Talsmaður Kane staðfesti við BBC að börnin hefðu sloppið vel: „Það er í lagi með þau öll og þau fóru bara á sjúkrahús í hefðbundna skoðun.“ „Stórsá á bílunum“ en fólkið slapp vel Kane hélt því kyrru fyrir í London og spilaði á þriðjudaginn gegn Arsenal þar sem hann skoraði í 2-2 jafntefli. Bayern tekur svo á móti Arsenal í seinni leik liðanna í München á þriðjudaginn. Slökkviliðsstjóri segir ljóst að betur hafi farið en á horfðist í árekstrinum. Three of Harry Kane's children were rushed to hospital after a horror car crash in Germany pic.twitter.com/UQhsY5MEnE— Mail Sport (@MailSport) April 12, 2024 „Það stórsá á öllum bílunum. Það fyrsta sem við sáum var fjöldi fólks úr bílunum sem hafði slasast. Góðu fréttirnar eru þær að enginn meiddist alvarlega, þetta voru minni háttar meiðsli eins og til að mynda verkur í hálsi og upp úr, eins og oft gerist í árekstrum,“ sagði slökkviliðsstjórinn Daniel Buck við BBC. Kane á fjögur börn með eiginkonu sinni Kate. Ivy er sjö ára, Vivienne fimm ára, Louis þriggja ára og loks Henry sem fæddist í ágúst síðastliðnum. Sá yngsti var ekki með í bílnum. Kane var seldur til Bayern frá Tottenham í fyrrasumar fyrir 86,4 milljónir punda. Fjölskylda hans varð eftir í Lundúnum en mun hafa flutt til Þýskalands fyrr á þessu ári, í hverfi sem kallað er „Beverly Hills Bæjaralands“. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Börnin þrjú, sem eru á aldrinum 3-7 ára, voru flutt á sjúkrahús með minni háttar meiðsli en um var að ræða þriggja bíla árekstur. Slökkviliðsstjóri á svæðinu sagði BBC að það væri „mikil heppni“ að enginn skyldi slasast alvarlega. Börnin voru farþegar í Mercedes-bifreið sem 24 ára kona ók, sem lenti í árekstri við Renault-bifreið á gatnamótum, í Schäftlarn í nágrenni München-borgar. Renaultinn klessti einnig á Land Rover-bifreið. Talsmaður Kane staðfesti við BBC að börnin hefðu sloppið vel: „Það er í lagi með þau öll og þau fóru bara á sjúkrahús í hefðbundna skoðun.“ „Stórsá á bílunum“ en fólkið slapp vel Kane hélt því kyrru fyrir í London og spilaði á þriðjudaginn gegn Arsenal þar sem hann skoraði í 2-2 jafntefli. Bayern tekur svo á móti Arsenal í seinni leik liðanna í München á þriðjudaginn. Slökkviliðsstjóri segir ljóst að betur hafi farið en á horfðist í árekstrinum. Three of Harry Kane's children were rushed to hospital after a horror car crash in Germany pic.twitter.com/UQhsY5MEnE— Mail Sport (@MailSport) April 12, 2024 „Það stórsá á öllum bílunum. Það fyrsta sem við sáum var fjöldi fólks úr bílunum sem hafði slasast. Góðu fréttirnar eru þær að enginn meiddist alvarlega, þetta voru minni háttar meiðsli eins og til að mynda verkur í hálsi og upp úr, eins og oft gerist í árekstrum,“ sagði slökkviliðsstjórinn Daniel Buck við BBC. Kane á fjögur börn með eiginkonu sinni Kate. Ivy er sjö ára, Vivienne fimm ára, Louis þriggja ára og loks Henry sem fæddist í ágúst síðastliðnum. Sá yngsti var ekki með í bílnum. Kane var seldur til Bayern frá Tottenham í fyrrasumar fyrir 86,4 milljónir punda. Fjölskylda hans varð eftir í Lundúnum en mun hafa flutt til Þýskalands fyrr á þessu ári, í hverfi sem kallað er „Beverly Hills Bæjaralands“.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira