KSÍ ræður fyrrum landsliðskonu til starfa á skrifstofunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2024 15:11 Katrín Ómarsdóttir fagnar hér einu marka sinna fyrir Liverpool en hún varð tvisvar sinnum enskur meistari með félaginu. Getty/Andrew Powell/ Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Katrínu Ómarsdóttur tímabundið til starfa á skrifstofu sambandsins. Katrín hefur tekið að sér starf verkefnastjóra og mun hún hefja formlega störf 1. júní. KSÍ segir frá nýja starfsmanni sínum á heimasíðu sinni og þar er líka farið yfir þau verkefni sem bíða Katrínar. Hún mun hafa umsjón með innleiðingu nýs móta- og upplýsingakerfis (Comet - Competition Management Expert System) fyrir KSÍ og aðildarfélög ásamt samhliða innleiðingu á nýrri vefsíðu KSÍ. Katrín mun hafa samskipti við þjónustuaðila (Comet) og notendur (fulltrúa KSÍ og fulltrúa aðildarfélaga). Hún mun sjá um fræðslu til notenda og þjálfun í notkun Comet sem og veita notendum stuðning að innleiðingu lokinni. Katrín lék á sínum tíma 69 A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim tíu mörk. Hún lék alls níutíu sinnum fyrir öll landslið Íslands. Katrín var í tveimur fyrstu EM-hópum Íslands á EM 2009 og EM 2013. Katrín er líka eina íslenska knattspyrnukonan sem hefur orðið Englandsmeistari með Liverpool en hún vann enska titilinn með félaginu bæði 2013 og 2015. Katrín varð einnig Íslandsmeistari með KR á sínum tíma. Katrín hefur lokið BSc í viðskiptafræði frá háskólanum í Berkeley, Kaliforníu, og lýkur námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í vor, auk þess að vera með KSÍ C gráðu í knattspyrnuþjálfun. KSÍ Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Katrín hefur tekið að sér starf verkefnastjóra og mun hún hefja formlega störf 1. júní. KSÍ segir frá nýja starfsmanni sínum á heimasíðu sinni og þar er líka farið yfir þau verkefni sem bíða Katrínar. Hún mun hafa umsjón með innleiðingu nýs móta- og upplýsingakerfis (Comet - Competition Management Expert System) fyrir KSÍ og aðildarfélög ásamt samhliða innleiðingu á nýrri vefsíðu KSÍ. Katrín mun hafa samskipti við þjónustuaðila (Comet) og notendur (fulltrúa KSÍ og fulltrúa aðildarfélaga). Hún mun sjá um fræðslu til notenda og þjálfun í notkun Comet sem og veita notendum stuðning að innleiðingu lokinni. Katrín lék á sínum tíma 69 A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim tíu mörk. Hún lék alls níutíu sinnum fyrir öll landslið Íslands. Katrín var í tveimur fyrstu EM-hópum Íslands á EM 2009 og EM 2013. Katrín er líka eina íslenska knattspyrnukonan sem hefur orðið Englandsmeistari með Liverpool en hún vann enska titilinn með félaginu bæði 2013 og 2015. Katrín varð einnig Íslandsmeistari með KR á sínum tíma. Katrín hefur lokið BSc í viðskiptafræði frá háskólanum í Berkeley, Kaliforníu, og lýkur námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í vor, auk þess að vera með KSÍ C gráðu í knattspyrnuþjálfun.
KSÍ Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira