KSÍ ræður fyrrum landsliðskonu til starfa á skrifstofunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2024 15:11 Katrín Ómarsdóttir fagnar hér einu marka sinna fyrir Liverpool en hún varð tvisvar sinnum enskur meistari með félaginu. Getty/Andrew Powell/ Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Katrínu Ómarsdóttur tímabundið til starfa á skrifstofu sambandsins. Katrín hefur tekið að sér starf verkefnastjóra og mun hún hefja formlega störf 1. júní. KSÍ segir frá nýja starfsmanni sínum á heimasíðu sinni og þar er líka farið yfir þau verkefni sem bíða Katrínar. Hún mun hafa umsjón með innleiðingu nýs móta- og upplýsingakerfis (Comet - Competition Management Expert System) fyrir KSÍ og aðildarfélög ásamt samhliða innleiðingu á nýrri vefsíðu KSÍ. Katrín mun hafa samskipti við þjónustuaðila (Comet) og notendur (fulltrúa KSÍ og fulltrúa aðildarfélaga). Hún mun sjá um fræðslu til notenda og þjálfun í notkun Comet sem og veita notendum stuðning að innleiðingu lokinni. Katrín lék á sínum tíma 69 A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim tíu mörk. Hún lék alls níutíu sinnum fyrir öll landslið Íslands. Katrín var í tveimur fyrstu EM-hópum Íslands á EM 2009 og EM 2013. Katrín er líka eina íslenska knattspyrnukonan sem hefur orðið Englandsmeistari með Liverpool en hún vann enska titilinn með félaginu bæði 2013 og 2015. Katrín varð einnig Íslandsmeistari með KR á sínum tíma. Katrín hefur lokið BSc í viðskiptafræði frá háskólanum í Berkeley, Kaliforníu, og lýkur námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í vor, auk þess að vera með KSÍ C gráðu í knattspyrnuþjálfun. KSÍ Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Katrín hefur tekið að sér starf verkefnastjóra og mun hún hefja formlega störf 1. júní. KSÍ segir frá nýja starfsmanni sínum á heimasíðu sinni og þar er líka farið yfir þau verkefni sem bíða Katrínar. Hún mun hafa umsjón með innleiðingu nýs móta- og upplýsingakerfis (Comet - Competition Management Expert System) fyrir KSÍ og aðildarfélög ásamt samhliða innleiðingu á nýrri vefsíðu KSÍ. Katrín mun hafa samskipti við þjónustuaðila (Comet) og notendur (fulltrúa KSÍ og fulltrúa aðildarfélaga). Hún mun sjá um fræðslu til notenda og þjálfun í notkun Comet sem og veita notendum stuðning að innleiðingu lokinni. Katrín lék á sínum tíma 69 A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim tíu mörk. Hún lék alls níutíu sinnum fyrir öll landslið Íslands. Katrín var í tveimur fyrstu EM-hópum Íslands á EM 2009 og EM 2013. Katrín er líka eina íslenska knattspyrnukonan sem hefur orðið Englandsmeistari með Liverpool en hún vann enska titilinn með félaginu bæði 2013 og 2015. Katrín varð einnig Íslandsmeistari með KR á sínum tíma. Katrín hefur lokið BSc í viðskiptafræði frá háskólanum í Berkeley, Kaliforníu, og lýkur námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í vor, auk þess að vera með KSÍ C gráðu í knattspyrnuþjálfun.
KSÍ Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira