Sjóræningjar fengu sjö hundruð milljónir í lausnargjald Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2024 13:47 Tilraunum til sjórána hefur farið fjölgandi undan ströndum Sómalíu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Camille Delbos Sómalskir sjórængingjar hafa sleppt 23 manna áhöfn skipsins MV Abdullah úr haldi og leyft þeim að sigla á brott á skipinu eftir að þeir fengu fimm milljón dala greiðslu í lausnargjald. Umsvif sjóræningjanna eru að aukast á ný eftir að lítið hefur á þeim borið í nokkur ár. Fimm milljónir dala samsvara um 710 milljónum króna. Í samtali við blaðamann Reuters segja tveir sjóræningjar að þeir hafi fengið peningana á laugardaginn. Fyrst hafi þeir gengið úr skugga um að peningarnir væru raunverulegir og upphæðin rétt, því næst hafi fengnum verið skipt niður milli þeirra sem komu að sjóráninu og áhöfninni sleppt. Sjóræningjarnir réðust um borð í skipið út á rúmsjó í síðasta mánuði en þá var verið að sigla því frá Mósambík til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Árásin átti sér stað um sex hundruð sjómílur austur af Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, sem samsvarar rúmlega ellefu hundruð kílómetrum. Sjóræningjar ollu miklum usla undan ströndum Sómalíu frá 2008 til 2018 en ekki hefur borið mikið á þeim á undanförnum árum, samhliða því að Vesturlönd fóru að senda herskip á svæðið. Það breyttist þó í fyrra þegar sjóræningjar frá Sómalíu fóru aftur á kreik. Sérfræðingar segja í samtali við Reuters að sjóræningjarnir séu að nýta sér óreiðuna á svæðinu vegna stríðsins á Gasaströndinni og árása Húta í Jemen á flutningaskip á Rauðahafi og Adenflóa. Hér má sjá kort frá International Maritime Bureau af tilraunum til sjórána á fyrstu þremur mánuðum þessa árs.IMB Deild Alþjóðaverslunarráðsins sem fjallar um fragtflutninga á heimsvísu birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um áhyggjur af auknum umsvifum sjóræningja frá Sómalíu. Þar kemur fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi sjóræningjar 33 sinnum reynt að taka skip í heiminum. Það heppnaðist þó eingöngu einu sinni og næstum því tvisvar. Annað þeirra tilfella var þegar MV Abdullah var rænt. Í hinu tilfellinu komu indverskir sjóliðar áhöfn flutningaskips sem hafði verið rænt til bjargar. Í áhlaupi á skipið handsömuðu þeir 35 sjóræningja og björguðu 21 úr áhöfn skipsins. Sómalía Skipaflutningar Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Fimm milljónir dala samsvara um 710 milljónum króna. Í samtali við blaðamann Reuters segja tveir sjóræningjar að þeir hafi fengið peningana á laugardaginn. Fyrst hafi þeir gengið úr skugga um að peningarnir væru raunverulegir og upphæðin rétt, því næst hafi fengnum verið skipt niður milli þeirra sem komu að sjóráninu og áhöfninni sleppt. Sjóræningjarnir réðust um borð í skipið út á rúmsjó í síðasta mánuði en þá var verið að sigla því frá Mósambík til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Árásin átti sér stað um sex hundruð sjómílur austur af Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, sem samsvarar rúmlega ellefu hundruð kílómetrum. Sjóræningjar ollu miklum usla undan ströndum Sómalíu frá 2008 til 2018 en ekki hefur borið mikið á þeim á undanförnum árum, samhliða því að Vesturlönd fóru að senda herskip á svæðið. Það breyttist þó í fyrra þegar sjóræningjar frá Sómalíu fóru aftur á kreik. Sérfræðingar segja í samtali við Reuters að sjóræningjarnir séu að nýta sér óreiðuna á svæðinu vegna stríðsins á Gasaströndinni og árása Húta í Jemen á flutningaskip á Rauðahafi og Adenflóa. Hér má sjá kort frá International Maritime Bureau af tilraunum til sjórána á fyrstu þremur mánuðum þessa árs.IMB Deild Alþjóðaverslunarráðsins sem fjallar um fragtflutninga á heimsvísu birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um áhyggjur af auknum umsvifum sjóræningja frá Sómalíu. Þar kemur fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi sjóræningjar 33 sinnum reynt að taka skip í heiminum. Það heppnaðist þó eingöngu einu sinni og næstum því tvisvar. Annað þeirra tilfella var þegar MV Abdullah var rænt. Í hinu tilfellinu komu indverskir sjóliðar áhöfn flutningaskips sem hafði verið rænt til bjargar. Í áhlaupi á skipið handsömuðu þeir 35 sjóræningja og björguðu 21 úr áhöfn skipsins.
Sómalía Skipaflutningar Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira