Aldrei fleirum vísað frá Íslandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. apríl 2024 22:01 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir frávísanir á landamærum aldrei hafa verið fleiri. Vísir/Einar Aldrei hefur fleirum verið vísað frá Íslandi sem komið hafa á Keflavíkurflugvöll en það sem af er þessu ári eða rúmlega tvö hundruð manns. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir dæmi um að sama fólkinu sé vísað frá landinu oftar en einu sinni. Lögreglan á Suðurnesjum sinnir landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli í góðu samstarfi við Tollgæsluna en milljónir farþega fara um flugvöllinn á ári hverju. Lögregla hefur heimild til að vísa fólki frá landinu meðal annars ef það er talið ógna almannaöryggi. Slíkt hefur verið gert í meira mæli á síðustu árum. „Ég held að við séum komin í rúmlega tvö hundruð einstaklinga það sem af er ári. Síðustu tvö ár eru stærstu ár hvað varðar frávísanir á Keflavíkurflugvelli og ég á von á því að árið 2024 verði stærra heldur en síðasta ár. Frávísanir á landamærunum hafa aldrei verið fleiri og þær eru flestar á innri landamærum.“ Misjafnt er hvort farþegar þurfi að sýna vegabréf eða ekki eftir því hvaðan þeir koma en talað er um innri og ytri landamæri eftir því hvort er. Innri landamærin eru þar sem vegabréfaeftirlit fer ekki fram en þar erum er að ræða farþega frá löndum innan Schengen. „Þetta snýst oft um að vísa mönnum frá sem að eiga sér brotaferil og þeir eiga sér brotaferil þá í mjög mörgum tilfellum á Íslandi. Þetta eru einstaklingar sem að geta ekki gert grein fyrir dvöl sinni og af hverju þeir eru komnir til Íslands. Regluverkið er auðvitað alveg skírt. Við höfum þarna ákveðnar heimildir og það er auðvitað fyrir okkur að nýta þær með sanngjörnum og eðlilegum hætti og gæta meðalhófs.“ Þá segir hann dæmi um að sama fólkinu sé vísað oft frá. „Það er alveg þekkt að við þurfum að frávísa einstaklingi af landamærunum oftar en einu sinni.“ Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Reykjanesbær Hælisleitendur Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum sinnir landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli í góðu samstarfi við Tollgæsluna en milljónir farþega fara um flugvöllinn á ári hverju. Lögregla hefur heimild til að vísa fólki frá landinu meðal annars ef það er talið ógna almannaöryggi. Slíkt hefur verið gert í meira mæli á síðustu árum. „Ég held að við séum komin í rúmlega tvö hundruð einstaklinga það sem af er ári. Síðustu tvö ár eru stærstu ár hvað varðar frávísanir á Keflavíkurflugvelli og ég á von á því að árið 2024 verði stærra heldur en síðasta ár. Frávísanir á landamærunum hafa aldrei verið fleiri og þær eru flestar á innri landamærum.“ Misjafnt er hvort farþegar þurfi að sýna vegabréf eða ekki eftir því hvaðan þeir koma en talað er um innri og ytri landamæri eftir því hvort er. Innri landamærin eru þar sem vegabréfaeftirlit fer ekki fram en þar erum er að ræða farþega frá löndum innan Schengen. „Þetta snýst oft um að vísa mönnum frá sem að eiga sér brotaferil og þeir eiga sér brotaferil þá í mjög mörgum tilfellum á Íslandi. Þetta eru einstaklingar sem að geta ekki gert grein fyrir dvöl sinni og af hverju þeir eru komnir til Íslands. Regluverkið er auðvitað alveg skírt. Við höfum þarna ákveðnar heimildir og það er auðvitað fyrir okkur að nýta þær með sanngjörnum og eðlilegum hætti og gæta meðalhófs.“ Þá segir hann dæmi um að sama fólkinu sé vísað oft frá. „Það er alveg þekkt að við þurfum að frávísa einstaklingi af landamærunum oftar en einu sinni.“
Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Reykjanesbær Hælisleitendur Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira