Fjögurra stjörnu hótel opni við Skógarböðin Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2024 09:43 Stefnt er á að hótelið opnu árið 2026. Íslandshótel Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um hönnun, uppbyggingu og rekstur fjögurra stjörnu hótels við hlið Skógarbaðanna í Eyjafirði. Hótelið verður með 120 herbergi, fjögurra hæða, auk þakhæðar með útsýni yfir Eyjafjörðinn. Í tilkynningu kemur fram að gert sé ráð fyrir að á hótelinu verði glæsilegur veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt veglegri heilsulind. Þá sé horft til þess að stækka baðhluta Skógarbaðanna þannig að hann muni tengjast hótelinu. Reiknað sé með að fjárfestingin í hótelinu verði um fimm milljarðar króna og áætlað að það opni á vormánuðum 2026. Haft er eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóra Íslandshótela, að þetta sé virkilega spennandi verkefni sem starfsmenn Íslandshótela hlakki mikið til að takast á við og bjóða upp á úrvalsgistingu í því fagra umhverfi sem umlyki Skógarböðin. „Íslandshótel halda uppbyggingu sinni áfram og tryggja með þessu enn eina perluna í röð hótela um land allt,“ segir Davíð Torfi. Hann segir að erlendum ferðamönnum á svæðinu fjölgi jafnt og þétt allt árið um kring. „Yfir vetrarmánuðina koma einnig þúsundir Íslendinga norður til skammtímadvalar, taka þátt í íþróttamótum eða skella sér á skíði, svo eitthvað sé nefnt. Að bæta gæðahóteli við Skógarböðin fyrir þá sem heimsækja Eyjafjörð er því ekki aðeins tímabær, heldur einnig kærkomin viðbót og það verður ánægjulegt að fylgjast með áframhaldi uppbyggingu á Norðurlandi.“ Íslandshótel Þá segjast Sigríður María Hammer og Finnur Aðalbjörnsson, aðaleigendur Skógarbaðanna, afar spennt fyrir þessu verkefni. Stórhuga draumar þeirra um hótel tengt við Skógarböðin séu nú að rætast. „Við viljum gera okkar til að byggja áfram upp ferðaþjónustu á Norðurlandi, enda getur hótel hér einnig stuðlað að bættum forsendum fyrir millilandaflugi til Akureyrar. Hótelið verður staðsett í jaðri skógarins í Vaðlareit og mun hafa einstakt útsýni yfir á Akureyri og inn og út Eyjafjörðinn, lengsta fjörð Íslands. Hönnunin er glæsileg, fellur vel að umhverfinu og algjörlega í samræmi við hugmyndir okkar,“ er haft eftir þeim Sigríði og Finni. Basalt arkitektar, ein reynslumesta stofan hvað varðar hönnun hótela og baðstaða, er hönnunaraðili hótelsins. Íslandshótel rekur átján hótel með um tvö þúsund herbergi um land allt undir merkjum Fosshótel og Hótel Reykjavík. Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Akureyri Íslandshótel Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að gert sé ráð fyrir að á hótelinu verði glæsilegur veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt veglegri heilsulind. Þá sé horft til þess að stækka baðhluta Skógarbaðanna þannig að hann muni tengjast hótelinu. Reiknað sé með að fjárfestingin í hótelinu verði um fimm milljarðar króna og áætlað að það opni á vormánuðum 2026. Haft er eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóra Íslandshótela, að þetta sé virkilega spennandi verkefni sem starfsmenn Íslandshótela hlakki mikið til að takast á við og bjóða upp á úrvalsgistingu í því fagra umhverfi sem umlyki Skógarböðin. „Íslandshótel halda uppbyggingu sinni áfram og tryggja með þessu enn eina perluna í röð hótela um land allt,“ segir Davíð Torfi. Hann segir að erlendum ferðamönnum á svæðinu fjölgi jafnt og þétt allt árið um kring. „Yfir vetrarmánuðina koma einnig þúsundir Íslendinga norður til skammtímadvalar, taka þátt í íþróttamótum eða skella sér á skíði, svo eitthvað sé nefnt. Að bæta gæðahóteli við Skógarböðin fyrir þá sem heimsækja Eyjafjörð er því ekki aðeins tímabær, heldur einnig kærkomin viðbót og það verður ánægjulegt að fylgjast með áframhaldi uppbyggingu á Norðurlandi.“ Íslandshótel Þá segjast Sigríður María Hammer og Finnur Aðalbjörnsson, aðaleigendur Skógarbaðanna, afar spennt fyrir þessu verkefni. Stórhuga draumar þeirra um hótel tengt við Skógarböðin séu nú að rætast. „Við viljum gera okkar til að byggja áfram upp ferðaþjónustu á Norðurlandi, enda getur hótel hér einnig stuðlað að bættum forsendum fyrir millilandaflugi til Akureyrar. Hótelið verður staðsett í jaðri skógarins í Vaðlareit og mun hafa einstakt útsýni yfir á Akureyri og inn og út Eyjafjörðinn, lengsta fjörð Íslands. Hönnunin er glæsileg, fellur vel að umhverfinu og algjörlega í samræmi við hugmyndir okkar,“ er haft eftir þeim Sigríði og Finni. Basalt arkitektar, ein reynslumesta stofan hvað varðar hönnun hótela og baðstaða, er hönnunaraðili hótelsins. Íslandshótel rekur átján hótel með um tvö þúsund herbergi um land allt undir merkjum Fosshótel og Hótel Reykjavík.
Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Akureyri Íslandshótel Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira