Óskar bætti um leið við leikjamet sitt í efstu deild en þetta var hans 374. leikur í efstu deild á Íslandi. Óskar eignaðist hins vegar annað met með því að spila leikinn í gær.
Þetta var hans 439. deildarleikur á Íslandi og hann jafnaði með því met markvarðarins Gunnleifs Gunnleifssonar. Víðir Sigurðsson heldur utan um listann í bók sinni Íslensk knattspyrna.
Gunnleifur var búinn að eiga metið einn síðan hann tók það af Gunnari Inga Valgeirssyni í júní 2019. Mark Duffield átti metið mjög lengi en hann spilaði 400 deildarleiki á Íslandi. Gunnar Ingi bætti metið upp í 424 leiki og Gunnleifur er með 439 leiki. Hjörtur Júlíus Hjartarson er einnig í fjögur hundruð leikja klúbbnum með 408 leiki.
Óskar spilaði sextán leiki með Grindavík í Lengjudeildinni í fyrra en meiðsli komu í veg fyrir að hann spilaði alla leikina og bætti met Gunnleifs.
Óskar réði sig sem styrktarþjálfari hjá Víkingi fyrir þetta tímabil en skipti síðan yfir í Víking og spilaði með liðinu á undirbúningstímabilinu.
Óskar Örn er með 374 leiki í efstu deild (88 mörk), 31 leik í B-deildinni (14 mörk), 17 leiki í C-deild (2 mörk) og 17 leiki (7 mörk) í D-deild.
Hann hefur því skorað 111 mörk í þessum 439 leikjum.