HSÍ keyri sig ekki aftur í þrot vegna HM Valur Páll Eiríksson skrifar 17. apríl 2024 07:01 Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ Alþjóðahandknattleikssambandið tilkynnti í dag að Ísland muni halda HM karla í handbolta árið 2031 ásamt Danmörku og Noregi. Framkvæmdastjóri sambandsins segir það mikil gleðitíðindi og spennan mikil fyrir verkefninu. „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning fyrir okkur sem íþróttaþjóð og sérlega handboltaþjóð. Ég er gríðarlega stoltur af þessu. Þetta er mikil viðurkenning fyrir HSÍ og félögin og bara virkilegt ánægjuefni í raun og veru,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Ný höll skilyrði fyrir mótinu Ný þjóðarhöll á að rísa í Laugardal og er stefnt að því að fyrsta skóflustunga verði á næsta ári. Höllin verði svo tekin í gagnið árið 2028. Mikið hefur verið rætt og ritað um höllina í gegnum tíðina, margar nefndir og hópar verið myndaðar í kringum slíkar hugmyndir en ekki enn tekist að reisa hana. Vinna við nýja höll hefur þó aldrei komist eins langt og nú. Róbert Geir hefur því trú á því að höllin verði risin fyrir mót. „Ég hef fulla trú á því. Þetta er farið í hönnunarferli og útboð núna. Okkur er sagt að þetta verði komið upp 2028 eða 2029. Við höfum trú á því og það er breið fylking í stjórnmálum á bakvið það. Þannig að ég hef enga trú á öðru.“ Nýja höllin þarf sem sagt að vera risin til að þetta nái fram að ganga? „Það er frumskilyrði fyrir öllu. Bæði fyrir fjárhagsáætluninni og því að við getum haldið mótið. Það er engin höll á Íslandi sem uppfyllir lágmarkskröfur þannig að það er algjört skilyrði fyrir því að við verðum með HM 2031,“ segir Róbert Geir. Sambandið varð gjaldþrota síðast Ísland hefur áður haldið heimsmeistaramót í handbolta, árið 1995. Þá varð HSÍ gott sem gjaldþrota vegna mótsins og því vert að spyrja hvernig kostnaðarliðurinn lítur út í þetta skiptið. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði okkur til góða. Líkt og ég nefndi er höllin grunnskilyrði þannig að við náum fullri höll með 8.500 manns og síðan eru skilyrðin allt öðruvísi í dag heldur en voru þá,“ „Bæði er sambandið sterkara og stjórnvöld koma vonandi meira að þessu. Svo munum við líklega reka þetta í sérfélagi fyrir utan HSÍ þannig að þetta muni ekki hafa beinar afleiðingar á HSÍ sem slíkt,“ segir Róbert. Spennan er fyrst og fremst mikil fyrir árinu 2031. „Já, hún er mikil hér á skrifstofunni,“ segir Róbert Geir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Ný þjóðarhöll HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2031 Tengdar fréttir Spenntur fyrir að halda HM með Íslendingum Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, segir það tilhlökkunarefni að halda heimsmeistaramót karla með Íslendingum og Dönum árið 2031. 16. apríl 2024 16:01 Ásmundur Einar: „Formleg yfirlýsing um pólitískan stuðning“ Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 20:01 Stjórnvöld leggja HSÍ til þrjár milljónir vegna HM-umsóknar Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 15:01 „Komin býsna mikil alvara í málið“ Ráðherra íþróttamála segir tímamótaskref hafa verið tekið í átt að byggingu nýrrar þjóðarhallar í vikunni. Stefnt er að því að höllin rísi árið 2027. 14. janúar 2024 07:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst viðurkenning fyrir okkur sem íþróttaþjóð og sérlega handboltaþjóð. Ég er gríðarlega stoltur af þessu. Þetta er mikil viðurkenning fyrir HSÍ og félögin og bara virkilegt ánægjuefni í raun og veru,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Ný höll skilyrði fyrir mótinu Ný þjóðarhöll á að rísa í Laugardal og er stefnt að því að fyrsta skóflustunga verði á næsta ári. Höllin verði svo tekin í gagnið árið 2028. Mikið hefur verið rætt og ritað um höllina í gegnum tíðina, margar nefndir og hópar verið myndaðar í kringum slíkar hugmyndir en ekki enn tekist að reisa hana. Vinna við nýja höll hefur þó aldrei komist eins langt og nú. Róbert Geir hefur því trú á því að höllin verði risin fyrir mót. „Ég hef fulla trú á því. Þetta er farið í hönnunarferli og útboð núna. Okkur er sagt að þetta verði komið upp 2028 eða 2029. Við höfum trú á því og það er breið fylking í stjórnmálum á bakvið það. Þannig að ég hef enga trú á öðru.“ Nýja höllin þarf sem sagt að vera risin til að þetta nái fram að ganga? „Það er frumskilyrði fyrir öllu. Bæði fyrir fjárhagsáætluninni og því að við getum haldið mótið. Það er engin höll á Íslandi sem uppfyllir lágmarkskröfur þannig að það er algjört skilyrði fyrir því að við verðum með HM 2031,“ segir Róbert Geir. Sambandið varð gjaldþrota síðast Ísland hefur áður haldið heimsmeistaramót í handbolta, árið 1995. Þá varð HSÍ gott sem gjaldþrota vegna mótsins og því vert að spyrja hvernig kostnaðarliðurinn lítur út í þetta skiptið. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði okkur til góða. Líkt og ég nefndi er höllin grunnskilyrði þannig að við náum fullri höll með 8.500 manns og síðan eru skilyrðin allt öðruvísi í dag heldur en voru þá,“ „Bæði er sambandið sterkara og stjórnvöld koma vonandi meira að þessu. Svo munum við líklega reka þetta í sérfélagi fyrir utan HSÍ þannig að þetta muni ekki hafa beinar afleiðingar á HSÍ sem slíkt,“ segir Róbert. Spennan er fyrst og fremst mikil fyrir árinu 2031. „Já, hún er mikil hér á skrifstofunni,“ segir Róbert Geir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Ný þjóðarhöll HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2031 Tengdar fréttir Spenntur fyrir að halda HM með Íslendingum Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, segir það tilhlökkunarefni að halda heimsmeistaramót karla með Íslendingum og Dönum árið 2031. 16. apríl 2024 16:01 Ásmundur Einar: „Formleg yfirlýsing um pólitískan stuðning“ Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 20:01 Stjórnvöld leggja HSÍ til þrjár milljónir vegna HM-umsóknar Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 15:01 „Komin býsna mikil alvara í málið“ Ráðherra íþróttamála segir tímamótaskref hafa verið tekið í átt að byggingu nýrrar þjóðarhallar í vikunni. Stefnt er að því að höllin rísi árið 2027. 14. janúar 2024 07:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Spenntur fyrir að halda HM með Íslendingum Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, segir það tilhlökkunarefni að halda heimsmeistaramót karla með Íslendingum og Dönum árið 2031. 16. apríl 2024 16:01
Ásmundur Einar: „Formleg yfirlýsing um pólitískan stuðning“ Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 20:01
Stjórnvöld leggja HSÍ til þrjár milljónir vegna HM-umsóknar Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 15:01
„Komin býsna mikil alvara í málið“ Ráðherra íþróttamála segir tímamótaskref hafa verið tekið í átt að byggingu nýrrar þjóðarhallar í vikunni. Stefnt er að því að höllin rísi árið 2027. 14. janúar 2024 07:00