HSÍ keyri sig ekki aftur í þrot vegna HM Valur Páll Eiríksson skrifar 17. apríl 2024 07:01 Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ Alþjóðahandknattleikssambandið tilkynnti í dag að Ísland muni halda HM karla í handbolta árið 2031 ásamt Danmörku og Noregi. Framkvæmdastjóri sambandsins segir það mikil gleðitíðindi og spennan mikil fyrir verkefninu. „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning fyrir okkur sem íþróttaþjóð og sérlega handboltaþjóð. Ég er gríðarlega stoltur af þessu. Þetta er mikil viðurkenning fyrir HSÍ og félögin og bara virkilegt ánægjuefni í raun og veru,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Ný höll skilyrði fyrir mótinu Ný þjóðarhöll á að rísa í Laugardal og er stefnt að því að fyrsta skóflustunga verði á næsta ári. Höllin verði svo tekin í gagnið árið 2028. Mikið hefur verið rætt og ritað um höllina í gegnum tíðina, margar nefndir og hópar verið myndaðar í kringum slíkar hugmyndir en ekki enn tekist að reisa hana. Vinna við nýja höll hefur þó aldrei komist eins langt og nú. Róbert Geir hefur því trú á því að höllin verði risin fyrir mót. „Ég hef fulla trú á því. Þetta er farið í hönnunarferli og útboð núna. Okkur er sagt að þetta verði komið upp 2028 eða 2029. Við höfum trú á því og það er breið fylking í stjórnmálum á bakvið það. Þannig að ég hef enga trú á öðru.“ Nýja höllin þarf sem sagt að vera risin til að þetta nái fram að ganga? „Það er frumskilyrði fyrir öllu. Bæði fyrir fjárhagsáætluninni og því að við getum haldið mótið. Það er engin höll á Íslandi sem uppfyllir lágmarkskröfur þannig að það er algjört skilyrði fyrir því að við verðum með HM 2031,“ segir Róbert Geir. Sambandið varð gjaldþrota síðast Ísland hefur áður haldið heimsmeistaramót í handbolta, árið 1995. Þá varð HSÍ gott sem gjaldþrota vegna mótsins og því vert að spyrja hvernig kostnaðarliðurinn lítur út í þetta skiptið. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði okkur til góða. Líkt og ég nefndi er höllin grunnskilyrði þannig að við náum fullri höll með 8.500 manns og síðan eru skilyrðin allt öðruvísi í dag heldur en voru þá,“ „Bæði er sambandið sterkara og stjórnvöld koma vonandi meira að þessu. Svo munum við líklega reka þetta í sérfélagi fyrir utan HSÍ þannig að þetta muni ekki hafa beinar afleiðingar á HSÍ sem slíkt,“ segir Róbert. Spennan er fyrst og fremst mikil fyrir árinu 2031. „Já, hún er mikil hér á skrifstofunni,“ segir Róbert Geir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Ný þjóðarhöll HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2031 Tengdar fréttir Spenntur fyrir að halda HM með Íslendingum Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, segir það tilhlökkunarefni að halda heimsmeistaramót karla með Íslendingum og Dönum árið 2031. 16. apríl 2024 16:01 Ásmundur Einar: „Formleg yfirlýsing um pólitískan stuðning“ Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 20:01 Stjórnvöld leggja HSÍ til þrjár milljónir vegna HM-umsóknar Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 15:01 „Komin býsna mikil alvara í málið“ Ráðherra íþróttamála segir tímamótaskref hafa verið tekið í átt að byggingu nýrrar þjóðarhallar í vikunni. Stefnt er að því að höllin rísi árið 2027. 14. janúar 2024 07:00 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - FH | Stórleikur í Mosó Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst viðurkenning fyrir okkur sem íþróttaþjóð og sérlega handboltaþjóð. Ég er gríðarlega stoltur af þessu. Þetta er mikil viðurkenning fyrir HSÍ og félögin og bara virkilegt ánægjuefni í raun og veru,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Ný höll skilyrði fyrir mótinu Ný þjóðarhöll á að rísa í Laugardal og er stefnt að því að fyrsta skóflustunga verði á næsta ári. Höllin verði svo tekin í gagnið árið 2028. Mikið hefur verið rætt og ritað um höllina í gegnum tíðina, margar nefndir og hópar verið myndaðar í kringum slíkar hugmyndir en ekki enn tekist að reisa hana. Vinna við nýja höll hefur þó aldrei komist eins langt og nú. Róbert Geir hefur því trú á því að höllin verði risin fyrir mót. „Ég hef fulla trú á því. Þetta er farið í hönnunarferli og útboð núna. Okkur er sagt að þetta verði komið upp 2028 eða 2029. Við höfum trú á því og það er breið fylking í stjórnmálum á bakvið það. Þannig að ég hef enga trú á öðru.“ Nýja höllin þarf sem sagt að vera risin til að þetta nái fram að ganga? „Það er frumskilyrði fyrir öllu. Bæði fyrir fjárhagsáætluninni og því að við getum haldið mótið. Það er engin höll á Íslandi sem uppfyllir lágmarkskröfur þannig að það er algjört skilyrði fyrir því að við verðum með HM 2031,“ segir Róbert Geir. Sambandið varð gjaldþrota síðast Ísland hefur áður haldið heimsmeistaramót í handbolta, árið 1995. Þá varð HSÍ gott sem gjaldþrota vegna mótsins og því vert að spyrja hvernig kostnaðarliðurinn lítur út í þetta skiptið. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði okkur til góða. Líkt og ég nefndi er höllin grunnskilyrði þannig að við náum fullri höll með 8.500 manns og síðan eru skilyrðin allt öðruvísi í dag heldur en voru þá,“ „Bæði er sambandið sterkara og stjórnvöld koma vonandi meira að þessu. Svo munum við líklega reka þetta í sérfélagi fyrir utan HSÍ þannig að þetta muni ekki hafa beinar afleiðingar á HSÍ sem slíkt,“ segir Róbert. Spennan er fyrst og fremst mikil fyrir árinu 2031. „Já, hún er mikil hér á skrifstofunni,“ segir Róbert Geir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Ný þjóðarhöll HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2031 Tengdar fréttir Spenntur fyrir að halda HM með Íslendingum Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, segir það tilhlökkunarefni að halda heimsmeistaramót karla með Íslendingum og Dönum árið 2031. 16. apríl 2024 16:01 Ásmundur Einar: „Formleg yfirlýsing um pólitískan stuðning“ Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 20:01 Stjórnvöld leggja HSÍ til þrjár milljónir vegna HM-umsóknar Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 15:01 „Komin býsna mikil alvara í málið“ Ráðherra íþróttamála segir tímamótaskref hafa verið tekið í átt að byggingu nýrrar þjóðarhallar í vikunni. Stefnt er að því að höllin rísi árið 2027. 14. janúar 2024 07:00 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - FH | Stórleikur í Mosó Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Sjá meira
Spenntur fyrir að halda HM með Íslendingum Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, segir það tilhlökkunarefni að halda heimsmeistaramót karla með Íslendingum og Dönum árið 2031. 16. apríl 2024 16:01
Ásmundur Einar: „Formleg yfirlýsing um pólitískan stuðning“ Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 20:01
Stjórnvöld leggja HSÍ til þrjár milljónir vegna HM-umsóknar Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 15:01
„Komin býsna mikil alvara í málið“ Ráðherra íþróttamála segir tímamótaskref hafa verið tekið í átt að byggingu nýrrar þjóðarhallar í vikunni. Stefnt er að því að höllin rísi árið 2027. 14. janúar 2024 07:00