Lyngby gengur frá kaupunum á Andra: Mætir brosandi á æfingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 10:28 Andri Lucas Guðjohnsen er íslenskur landsliðsmaður og hefur blómstrað í dönsku deildinni. Lyngby Boldklub Danska félagið Lyngby hefur gengið frá kaupunum á íslenska landsliðsframherjanum Andra Lucas Guðjohnsen. Andri hefur verið í láni hjá Lyngby frá Norrköping í Sviþjóð en hann kom þangað eftir að hafa lítið spilað með sænska félaginu. Andri hefur í framhaldinu skrifað undir þriggja ára samning við danska félagið. Hinn 22 ára gamli Andri hefur staðið sig mjög vel í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og skorað ellefu mörk í 25 leikjum í öllum keppnum. „Það er enginn vafi á því að við erum mjög ánægðir með þetta samkomulag. Andri kom til okkar á láni eftir að við höfum verið að skoða hann í langan tíma. Hann hefur skilað til liðsins frá fyrsta degi. Hann er þegar búinn að skapa sér nafn í dönsku úrvalsdeildinni en er enn bara 22 ára gamall og á því langan feril fyrir höndum,“ sagði Nicas Kjeldsen, stjóri Lyngby Boldklub, við heimasíðu félagsins. „Andri er leikmaður sem kemur úr hillu sem við þurfum að hafa mikið fyrir því að fá leikmenn úr. Vonandi segir það heilmikið um okkar getu til að byggja upp leikmenn að við höfum fengið hann til okkar,“ sagði Nicas. Andri Lucas er líka sjálfur mjög sáttur með samninginn. „Ég hef verið ótrúlega ánægður þessa fyrstu átta mánuði mína hjá Lyngby Boldklub og ég mjög sáttur að við höfðum gengið frá því að þetta verði til frambúðar,“ sagði Andri. „Það var tekið vel á móti mér á fyrsta degi og Lyngby varð fljótt að minni annarri fjölskyldu og í raun nýtt heimili fyrir mig. Ég brosi á hverjum degi, bæði þegar ég mæti á æfingu en líka þegar ég fer heim af æfingu. Það er mikilvægt fyrir mig,“ sagði Andri. Danski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Andri hefur verið í láni hjá Lyngby frá Norrköping í Sviþjóð en hann kom þangað eftir að hafa lítið spilað með sænska félaginu. Andri hefur í framhaldinu skrifað undir þriggja ára samning við danska félagið. Hinn 22 ára gamli Andri hefur staðið sig mjög vel í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og skorað ellefu mörk í 25 leikjum í öllum keppnum. „Það er enginn vafi á því að við erum mjög ánægðir með þetta samkomulag. Andri kom til okkar á láni eftir að við höfum verið að skoða hann í langan tíma. Hann hefur skilað til liðsins frá fyrsta degi. Hann er þegar búinn að skapa sér nafn í dönsku úrvalsdeildinni en er enn bara 22 ára gamall og á því langan feril fyrir höndum,“ sagði Nicas Kjeldsen, stjóri Lyngby Boldklub, við heimasíðu félagsins. „Andri er leikmaður sem kemur úr hillu sem við þurfum að hafa mikið fyrir því að fá leikmenn úr. Vonandi segir það heilmikið um okkar getu til að byggja upp leikmenn að við höfum fengið hann til okkar,“ sagði Nicas. Andri Lucas er líka sjálfur mjög sáttur með samninginn. „Ég hef verið ótrúlega ánægður þessa fyrstu átta mánuði mína hjá Lyngby Boldklub og ég mjög sáttur að við höfðum gengið frá því að þetta verði til frambúðar,“ sagði Andri. „Það var tekið vel á móti mér á fyrsta degi og Lyngby varð fljótt að minni annarri fjölskyldu og í raun nýtt heimili fyrir mig. Ég brosi á hverjum degi, bæði þegar ég mæti á æfingu en líka þegar ég fer heim af æfingu. Það er mikilvægt fyrir mig,“ sagði Andri.
Danski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira