Hlutabréfafjárfesting er langtímafjárfesting Davíð Björnsson skrifar 17. apríl 2024 12:31 Í bréfi sem Warren Buffet skrifaði til hluthafa í fjárfestingarfélaginu Berkshire Hathaway sagði hann „America has been a terrific country for investors. All they needed to do is sit quietly, listening to no one“. Sama má segja um íslenskan hlutabréfamarkað sem hefur skilað góðri ávöxtun umfram verðbólgu ef við skoðum hlutabréfafjárfestingu sem langtímafjárfestingu líkt og eðlilegt er. Undanfarin tvö ár hafa verið þung á hlutabréfamörkuðum þar sem All-Share vísitalan (vísitala yfir öll hlutabréf á Aðalmarkaði Íslands) hefur lækkað bæði árin á meðan verðbólga og stýrivextir hafa verið á uppleið. Hefði einhver, til dæmis, í ársbyrjun 2022 fjárfest í hlutabréfasjóði sem hefur þróast í takt við All-Share vísitöluna þá væri ávöxtun í lok árs 2023 neikvæð um sem nemur 12,6% og verðbólga verið 18,0% yfir þetta tveggja ára tímabil. Rauntap fjárfestingarinnar hefði verið 25,9% og árlegt tap því 13,9% miðað við tvö ár. Þessi neikvæða þróun hefur fælt margan fjárfesti frá hlutabréfamarkaðnum Á hlutabréfamarkaði geta verið miklar sveiflur og því er nauðsynlegt að skoða ávöxtun yfir lengra tímabil. Ef við skoðum hver ávöxtun var yfir fimm ára tímabil þá hefur All-Share vísitalan hækkað um 99,8% á meðan verðbólga var 31,1% sem gerir 52,4% ávöxtun yfir verðbólgu eða að meðaltali 8,8% á ári. Svipað er uppi á teningnum ef skoðað er 10 ára tímabil þar sem meðal árs ávöxtun umfram verðbólgu hefur verið 8,0%. Til samanburðar ef við skoðum S&P 500 vísitöluna í Bandaríkjunum á tíu ára tímabilinu 2014 til 2023 þá hefur hún hækkað um 95,8% umfram verðbólgu. Þegar innlendur hlutabréfamarkaður er skoðaður í sögulegu samhengi þá er erfitt að líta framhjá atburðunum árið 2008 þegar markaðurinn hrundi og þetta gerir sögulegan samanburð við fjárfestingar erlendis erfiðan. Fjárfestar þurfa auðvitað að vega og meta áhættu af sínum fjárfestingum. Um leið er ljóst að það umhverfi sem við búum við núna er allt annað. Fjármálaregluverk hefur verið stórbætt frá því sem var og fyrirtækin sem eru skráð á markaði hér í dag af allt öðru tagi en árið 2008. Að fjárfesta í hlutabréfum fyrir sparifé sitt getur því verið góð ávöxtun umfram verðbólgu þó alltaf sé áhætta tengd fjárfestingum í hlutabréfum. Gott er að muna „að setja ekki öll eggin í sömu körfu“ og dreifa áhættu með því að velja, sem dæmi, vísitölusjóði sem reyna að fylgja úrvalsvísitölu Nasdaq Iceland. Muna svo orð Buffets, gefa fjárfestingunni tíma og þolinmæði þar sem óvissu léttir til lengri tíma og birtir til á mörkuðum. Umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fjárfestingu í verðbréfum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar. Höfundur er greiningaraðili í verðbréfamiðlun Íslandsbanka og tekur fram að: Umfjöllun þessi er aðeins skrifuð í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fjárfestingu í verðbréfum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kauphöllin Fjármálamarkaðir Íslandsbanki Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Í bréfi sem Warren Buffet skrifaði til hluthafa í fjárfestingarfélaginu Berkshire Hathaway sagði hann „America has been a terrific country for investors. All they needed to do is sit quietly, listening to no one“. Sama má segja um íslenskan hlutabréfamarkað sem hefur skilað góðri ávöxtun umfram verðbólgu ef við skoðum hlutabréfafjárfestingu sem langtímafjárfestingu líkt og eðlilegt er. Undanfarin tvö ár hafa verið þung á hlutabréfamörkuðum þar sem All-Share vísitalan (vísitala yfir öll hlutabréf á Aðalmarkaði Íslands) hefur lækkað bæði árin á meðan verðbólga og stýrivextir hafa verið á uppleið. Hefði einhver, til dæmis, í ársbyrjun 2022 fjárfest í hlutabréfasjóði sem hefur þróast í takt við All-Share vísitöluna þá væri ávöxtun í lok árs 2023 neikvæð um sem nemur 12,6% og verðbólga verið 18,0% yfir þetta tveggja ára tímabil. Rauntap fjárfestingarinnar hefði verið 25,9% og árlegt tap því 13,9% miðað við tvö ár. Þessi neikvæða þróun hefur fælt margan fjárfesti frá hlutabréfamarkaðnum Á hlutabréfamarkaði geta verið miklar sveiflur og því er nauðsynlegt að skoða ávöxtun yfir lengra tímabil. Ef við skoðum hver ávöxtun var yfir fimm ára tímabil þá hefur All-Share vísitalan hækkað um 99,8% á meðan verðbólga var 31,1% sem gerir 52,4% ávöxtun yfir verðbólgu eða að meðaltali 8,8% á ári. Svipað er uppi á teningnum ef skoðað er 10 ára tímabil þar sem meðal árs ávöxtun umfram verðbólgu hefur verið 8,0%. Til samanburðar ef við skoðum S&P 500 vísitöluna í Bandaríkjunum á tíu ára tímabilinu 2014 til 2023 þá hefur hún hækkað um 95,8% umfram verðbólgu. Þegar innlendur hlutabréfamarkaður er skoðaður í sögulegu samhengi þá er erfitt að líta framhjá atburðunum árið 2008 þegar markaðurinn hrundi og þetta gerir sögulegan samanburð við fjárfestingar erlendis erfiðan. Fjárfestar þurfa auðvitað að vega og meta áhættu af sínum fjárfestingum. Um leið er ljóst að það umhverfi sem við búum við núna er allt annað. Fjármálaregluverk hefur verið stórbætt frá því sem var og fyrirtækin sem eru skráð á markaði hér í dag af allt öðru tagi en árið 2008. Að fjárfesta í hlutabréfum fyrir sparifé sitt getur því verið góð ávöxtun umfram verðbólgu þó alltaf sé áhætta tengd fjárfestingum í hlutabréfum. Gott er að muna „að setja ekki öll eggin í sömu körfu“ og dreifa áhættu með því að velja, sem dæmi, vísitölusjóði sem reyna að fylgja úrvalsvísitölu Nasdaq Iceland. Muna svo orð Buffets, gefa fjárfestingunni tíma og þolinmæði þar sem óvissu léttir til lengri tíma og birtir til á mörkuðum. Umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fjárfestingu í verðbréfum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar. Höfundur er greiningaraðili í verðbréfamiðlun Íslandsbanka og tekur fram að: Umfjöllun þessi er aðeins skrifuð í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fjárfestingu í verðbréfum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar