Skólabrú með garði á þakinu „djörf og fersk“ tillaga Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. apríl 2024 18:10 Gert er ráð fyrir skólaplássi fyrir 720 nemendur. ONNO ehf. Verðlaun í samkeppni um nýjan samþættan leik- og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöð auk nýrrar göngu- og hjólabrúar í Fleyvangi voru veitt í dag. Úti og inni arkitektar í samstarfi við Landform landslagsarkitekta og ONNO hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillöguna Skólabrú. Niðurstaða samkeppninnar verður grunnur að breyttu deiliskipulagi. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að mannvirkjunum sé ætlað að þjóna nýrri Vogabyggð en gert sé ráð fyrir allt að fimmtán hundruð íbúðum á svæðinu. Svona liti aðalinngangur skólans út samkvæmt tillögunni.ONNO ehf. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti úrslitin fyrr í dag. „Með þessu verður til miðja í Vogabyggð sem glæðir hverfið lífi enda eru skólarnir hjörtun í hverfum borgarinnar. Tillagan er afar spennandi og býr til heildstæða umgjörð fyrir skóla- og frístundastarf í mikilli nálægð við einstaka náttúru á svæðinu,“ sagði Einar á afhendingunni. Í dómnefndarálitinu segir að Í Skólabrú sé djörf og fersk tillaga sem byggi á sterkri skipulagslegri sýn. Tillagan sé frumleg og sterk og gefi „fyrirheit um framúrskarandi og framsýna byggingu sem skapar spennandi umhverfi um skóla- og frístundastarf á svæðinu og leikur lykilhlutverk í virkni hverfisins.“ Skóli og brú renna hér saman í eitt.ONNO ehf. Fram kemur að á Fleyvangi verði að auki nýtt útivistarsvæði og almenningsrými borgarbúa og útfærsla svæðisins hafi verið hluti samkeppninnar. Brúin sem tengja á skólabygginguna við Vogabyggð verði aðal samgönguæð til og frá skóla og mikilvægt kennileiti í borgarlandinu. Þá segir að gera megi ráð fyrir byggingu fyrir allt að 720 nemendur að uppbyggingu lokinni. Niðurstaða samkeppninnar verði grunnur að breyttu deiliskipulagi. Á þakinu yrði garður og útivistarsvæði fyrir almenning. ONNO ehf. Í vinningstillögunni er skólinn byggður sem brú, alveg upp að Vörputorgi og er garður á þaki hans útivistarsvæði hverfisins, í framhaldi af torginu. Þannig verði skólinn hluti af og í beinum tengslum við það borgarhverfi sem hann á að þjóna. Með þessu móti verði fótspor bygginga á Fleyvangi lágmarkað og sömuleiðis umfang útivistarsvæða hámarkað auk þess sem þak skólans nýtist sem slíkt. Utan á skólabyggingunni liggi svo göngu- og hjólabrú, frá Vörputorgi að Fleyvangi. Loks segir að dómnefnd mæli eindregið með vinningstillögunni Skólabrú til nánari útfærslu og segir að miðað við frumathugun rúmist tillagan innan kostnaðarramma Reykjavíkurborgar. ONNO ehf. Skipulag Arkitektúr Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að mannvirkjunum sé ætlað að þjóna nýrri Vogabyggð en gert sé ráð fyrir allt að fimmtán hundruð íbúðum á svæðinu. Svona liti aðalinngangur skólans út samkvæmt tillögunni.ONNO ehf. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti úrslitin fyrr í dag. „Með þessu verður til miðja í Vogabyggð sem glæðir hverfið lífi enda eru skólarnir hjörtun í hverfum borgarinnar. Tillagan er afar spennandi og býr til heildstæða umgjörð fyrir skóla- og frístundastarf í mikilli nálægð við einstaka náttúru á svæðinu,“ sagði Einar á afhendingunni. Í dómnefndarálitinu segir að Í Skólabrú sé djörf og fersk tillaga sem byggi á sterkri skipulagslegri sýn. Tillagan sé frumleg og sterk og gefi „fyrirheit um framúrskarandi og framsýna byggingu sem skapar spennandi umhverfi um skóla- og frístundastarf á svæðinu og leikur lykilhlutverk í virkni hverfisins.“ Skóli og brú renna hér saman í eitt.ONNO ehf. Fram kemur að á Fleyvangi verði að auki nýtt útivistarsvæði og almenningsrými borgarbúa og útfærsla svæðisins hafi verið hluti samkeppninnar. Brúin sem tengja á skólabygginguna við Vogabyggð verði aðal samgönguæð til og frá skóla og mikilvægt kennileiti í borgarlandinu. Þá segir að gera megi ráð fyrir byggingu fyrir allt að 720 nemendur að uppbyggingu lokinni. Niðurstaða samkeppninnar verði grunnur að breyttu deiliskipulagi. Á þakinu yrði garður og útivistarsvæði fyrir almenning. ONNO ehf. Í vinningstillögunni er skólinn byggður sem brú, alveg upp að Vörputorgi og er garður á þaki hans útivistarsvæði hverfisins, í framhaldi af torginu. Þannig verði skólinn hluti af og í beinum tengslum við það borgarhverfi sem hann á að þjóna. Með þessu móti verði fótspor bygginga á Fleyvangi lágmarkað og sömuleiðis umfang útivistarsvæða hámarkað auk þess sem þak skólans nýtist sem slíkt. Utan á skólabyggingunni liggi svo göngu- og hjólabrú, frá Vörputorgi að Fleyvangi. Loks segir að dómnefnd mæli eindregið með vinningstillögunni Skólabrú til nánari útfærslu og segir að miðað við frumathugun rúmist tillagan innan kostnaðarramma Reykjavíkurborgar. ONNO ehf.
Skipulag Arkitektúr Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira