Frumskógur bílastæðagjalda og þau hæstu þúsund krónur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. apríl 2024 21:00 Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu segir málið viðamikið og því muni taka tíma að fá niðurstöðu úr því. Vísir/Sara Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir villta vestrið ríkja í gjaldtöku á bílastæðum. Neytendur standi frammi fyrir sífellt fleiri greiðslulausnum en engin gildi þó á öllum bílastæðum. Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka málið. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir græðgisvæðingu í gangi á bílastæðamarkaði þar sem sífellt fleiri fyrirtæki reyni að fá bita af kökunni. Oft sé erfitt að fyrir neytendur að glöggva sig á gjaldtökunni, hvað þá ef þeir séu sektaðir. Félagið hafi óskað eftir liðsinni Neytendastofu í málinu. Við lauslega rannsókn fréttastofu í dag kom í ljós að mörg fyrirtæki sjá um að rukka inn fyrir bílastæði hér á landi og afar misjafnt er hvað, hvenær og hvernig á að greiða fyrir stæðin. Hvernig upplýsingum er komið á framfæri og hver sektin er ef fólk greiðir ekki fyrir stæði. Klukkustund á þúsund krónur Við Barónstíg 4 í Reykjavík eru til að mynda tvö gjaldstæði. Annað er við verslunina 10-11 og kostar eitt þúsund krónur á tímann að leggja þar þar. Á sama svæði er annað bílastæði sem er samkvæmt upplýsingum fréttastofu í eigu Íslandshótela. Ólafur Torfason eigandi hótelsins sagði í samtali við fréttastofu vegna málsins að fyrirtækið Green Parking sjái um allan rekstur þess stæðis. Green parking hafi sett upp búnað og sjái um tæknimál. Afnotagjald af stæðinu fari til Green parking og Íslandshótela. Klukkustundin kostar sex hundruð krónur fyrstu þrjá tímanna en eftir það kostar tvö hundruð og fimmtíu krónur að leggja þar. Ólafur segir að þessi nýja lausn hafi skilað hótelinu ánægðari viðskiptavinum. Domus Medica hefur tekið upp gjaldskyldu á Egilsgötu 3 allan sólarhringinn. Það þarf að skanna QR kóða til að fá upplýsingar um hver kostnaðurinn er.Vísir/Arnar Fréttastofa komst líka af því í dag að nokkur gjaldsvæði eru í bílakjallaranum undir og við Hörpu og mismunandi hvaða gjald er tekið ef fólk lendir í vanskilum. Viðamikil rannsókn fram undan Neytendastofa hefur fallist á kröfu FIB um að rannsaka málið. Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu segir málið viðamikið og því muni taka tíma að fá niðurstöðu úr því. „Það sem við getum helst gert er að koma með athugasemdir við upplýsingagjöf. Hvort merkingar séu nógu skýrar, hvort nægar upplýsingar séu um það gjaldtöku og hver sé að rukka. Þetta er frekar viðamikið. Það eru margir aðilar sem sjá um svona rekstur. Í framhaldinu getum við tekið ákvörðun um að banna háttsemina eða að gera kröfu um skýrari merkingar,“ segir Þórunn að lokum. Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan. Bílar Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Sjá meira
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir græðgisvæðingu í gangi á bílastæðamarkaði þar sem sífellt fleiri fyrirtæki reyni að fá bita af kökunni. Oft sé erfitt að fyrir neytendur að glöggva sig á gjaldtökunni, hvað þá ef þeir séu sektaðir. Félagið hafi óskað eftir liðsinni Neytendastofu í málinu. Við lauslega rannsókn fréttastofu í dag kom í ljós að mörg fyrirtæki sjá um að rukka inn fyrir bílastæði hér á landi og afar misjafnt er hvað, hvenær og hvernig á að greiða fyrir stæðin. Hvernig upplýsingum er komið á framfæri og hver sektin er ef fólk greiðir ekki fyrir stæði. Klukkustund á þúsund krónur Við Barónstíg 4 í Reykjavík eru til að mynda tvö gjaldstæði. Annað er við verslunina 10-11 og kostar eitt þúsund krónur á tímann að leggja þar þar. Á sama svæði er annað bílastæði sem er samkvæmt upplýsingum fréttastofu í eigu Íslandshótela. Ólafur Torfason eigandi hótelsins sagði í samtali við fréttastofu vegna málsins að fyrirtækið Green Parking sjái um allan rekstur þess stæðis. Green parking hafi sett upp búnað og sjái um tæknimál. Afnotagjald af stæðinu fari til Green parking og Íslandshótela. Klukkustundin kostar sex hundruð krónur fyrstu þrjá tímanna en eftir það kostar tvö hundruð og fimmtíu krónur að leggja þar. Ólafur segir að þessi nýja lausn hafi skilað hótelinu ánægðari viðskiptavinum. Domus Medica hefur tekið upp gjaldskyldu á Egilsgötu 3 allan sólarhringinn. Það þarf að skanna QR kóða til að fá upplýsingar um hver kostnaðurinn er.Vísir/Arnar Fréttastofa komst líka af því í dag að nokkur gjaldsvæði eru í bílakjallaranum undir og við Hörpu og mismunandi hvaða gjald er tekið ef fólk lendir í vanskilum. Viðamikil rannsókn fram undan Neytendastofa hefur fallist á kröfu FIB um að rannsaka málið. Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu segir málið viðamikið og því muni taka tíma að fá niðurstöðu úr því. „Það sem við getum helst gert er að koma með athugasemdir við upplýsingagjöf. Hvort merkingar séu nógu skýrar, hvort nægar upplýsingar séu um það gjaldtöku og hver sé að rukka. Þetta er frekar viðamikið. Það eru margir aðilar sem sjá um svona rekstur. Í framhaldinu getum við tekið ákvörðun um að banna háttsemina eða að gera kröfu um skýrari merkingar,“ segir Þórunn að lokum. Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan.
Bílar Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Sjá meira