Frumskógur bílastæðagjalda og þau hæstu þúsund krónur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. apríl 2024 21:00 Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu segir málið viðamikið og því muni taka tíma að fá niðurstöðu úr því. Vísir/Sara Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir villta vestrið ríkja í gjaldtöku á bílastæðum. Neytendur standi frammi fyrir sífellt fleiri greiðslulausnum en engin gildi þó á öllum bílastæðum. Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka málið. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir græðgisvæðingu í gangi á bílastæðamarkaði þar sem sífellt fleiri fyrirtæki reyni að fá bita af kökunni. Oft sé erfitt að fyrir neytendur að glöggva sig á gjaldtökunni, hvað þá ef þeir séu sektaðir. Félagið hafi óskað eftir liðsinni Neytendastofu í málinu. Við lauslega rannsókn fréttastofu í dag kom í ljós að mörg fyrirtæki sjá um að rukka inn fyrir bílastæði hér á landi og afar misjafnt er hvað, hvenær og hvernig á að greiða fyrir stæðin. Hvernig upplýsingum er komið á framfæri og hver sektin er ef fólk greiðir ekki fyrir stæði. Klukkustund á þúsund krónur Við Barónstíg 4 í Reykjavík eru til að mynda tvö gjaldstæði. Annað er við verslunina 10-11 og kostar eitt þúsund krónur á tímann að leggja þar þar. Á sama svæði er annað bílastæði sem er samkvæmt upplýsingum fréttastofu í eigu Íslandshótela. Ólafur Torfason eigandi hótelsins sagði í samtali við fréttastofu vegna málsins að fyrirtækið Green Parking sjái um allan rekstur þess stæðis. Green parking hafi sett upp búnað og sjái um tæknimál. Afnotagjald af stæðinu fari til Green parking og Íslandshótela. Klukkustundin kostar sex hundruð krónur fyrstu þrjá tímanna en eftir það kostar tvö hundruð og fimmtíu krónur að leggja þar. Ólafur segir að þessi nýja lausn hafi skilað hótelinu ánægðari viðskiptavinum. Domus Medica hefur tekið upp gjaldskyldu á Egilsgötu 3 allan sólarhringinn. Það þarf að skanna QR kóða til að fá upplýsingar um hver kostnaðurinn er.Vísir/Arnar Fréttastofa komst líka af því í dag að nokkur gjaldsvæði eru í bílakjallaranum undir og við Hörpu og mismunandi hvaða gjald er tekið ef fólk lendir í vanskilum. Viðamikil rannsókn fram undan Neytendastofa hefur fallist á kröfu FIB um að rannsaka málið. Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu segir málið viðamikið og því muni taka tíma að fá niðurstöðu úr því. „Það sem við getum helst gert er að koma með athugasemdir við upplýsingagjöf. Hvort merkingar séu nógu skýrar, hvort nægar upplýsingar séu um það gjaldtöku og hver sé að rukka. Þetta er frekar viðamikið. Það eru margir aðilar sem sjá um svona rekstur. Í framhaldinu getum við tekið ákvörðun um að banna háttsemina eða að gera kröfu um skýrari merkingar,“ segir Þórunn að lokum. Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan. Bílar Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir græðgisvæðingu í gangi á bílastæðamarkaði þar sem sífellt fleiri fyrirtæki reyni að fá bita af kökunni. Oft sé erfitt að fyrir neytendur að glöggva sig á gjaldtökunni, hvað þá ef þeir séu sektaðir. Félagið hafi óskað eftir liðsinni Neytendastofu í málinu. Við lauslega rannsókn fréttastofu í dag kom í ljós að mörg fyrirtæki sjá um að rukka inn fyrir bílastæði hér á landi og afar misjafnt er hvað, hvenær og hvernig á að greiða fyrir stæðin. Hvernig upplýsingum er komið á framfæri og hver sektin er ef fólk greiðir ekki fyrir stæði. Klukkustund á þúsund krónur Við Barónstíg 4 í Reykjavík eru til að mynda tvö gjaldstæði. Annað er við verslunina 10-11 og kostar eitt þúsund krónur á tímann að leggja þar þar. Á sama svæði er annað bílastæði sem er samkvæmt upplýsingum fréttastofu í eigu Íslandshótela. Ólafur Torfason eigandi hótelsins sagði í samtali við fréttastofu vegna málsins að fyrirtækið Green Parking sjái um allan rekstur þess stæðis. Green parking hafi sett upp búnað og sjái um tæknimál. Afnotagjald af stæðinu fari til Green parking og Íslandshótela. Klukkustundin kostar sex hundruð krónur fyrstu þrjá tímanna en eftir það kostar tvö hundruð og fimmtíu krónur að leggja þar. Ólafur segir að þessi nýja lausn hafi skilað hótelinu ánægðari viðskiptavinum. Domus Medica hefur tekið upp gjaldskyldu á Egilsgötu 3 allan sólarhringinn. Það þarf að skanna QR kóða til að fá upplýsingar um hver kostnaðurinn er.Vísir/Arnar Fréttastofa komst líka af því í dag að nokkur gjaldsvæði eru í bílakjallaranum undir og við Hörpu og mismunandi hvaða gjald er tekið ef fólk lendir í vanskilum. Viðamikil rannsókn fram undan Neytendastofa hefur fallist á kröfu FIB um að rannsaka málið. Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu segir málið viðamikið og því muni taka tíma að fá niðurstöðu úr því. „Það sem við getum helst gert er að koma með athugasemdir við upplýsingagjöf. Hvort merkingar séu nógu skýrar, hvort nægar upplýsingar séu um það gjaldtöku og hver sé að rukka. Þetta er frekar viðamikið. Það eru margir aðilar sem sjá um svona rekstur. Í framhaldinu getum við tekið ákvörðun um að banna háttsemina eða að gera kröfu um skýrari merkingar,“ segir Þórunn að lokum. Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan.
Bílar Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira