Fimleikastelpurnar fá fjórtán milljarða vegna sinnuleysis FBI Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 06:41 Simone Biles var meðal þeirra fimleikakvenna sem sögðu frá samskiptum sínum við lækninn. Getty/Graeme Jennings-Pool Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að greiða hundrað fórnarlömbum fimleikalæknisins Larry Nassar samanlagt hundrað milljónir dollara í skaðabætur. Bandarískir miðlar segja að þetta sé nánast frágengið. Hundrað milljónir dollara eru meira en fjórtán milljarðar íslenskra króna. Ástæðan fyrir skaðabótunum eru mistök Alríkislögreglunnar, FBI, við rannsókn málsins. FBI fékk sterkar vísbendingar um brot Nassar en tók ekki mark á þeim og hann komst upp með brot sín áfram. Nú þykir það sannað að FBI lögreglumennirnir rannsökuðu ekki kvartanir fórnarlamba Nassar almennilega. Christopher Wray, yfirmaður FBI, bað fórnarlömbin afsökunar á sinnuleysi FBI á sínum tíma. Hann sagði það óafsakanlegt að rannsóknarlögreglumenn hafi ekki nýtt tækifærið til að stöðva skrímslið. The Justice Dept. is in settlement talks with victims of Larry Nassar, and the final settlement is likely to be close to $100 million, sources say. https://t.co/hcwKchrd1X— NBC News (@NBCNews) April 17, 2024 Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins og starfaði einnig hjá Michigan State háskólanum. Hann var dæmdur sekur fyrir kynferðisáreiti og barnaklám. Hann var kærður fyrir að áreita að minnsta kosti 265 stelpur eða ungar konur en hann vann í átján ár fyrir bandaríska landsliðið. Meðal fórnarlamba hans voru margir Ólympíufarar og verðlaunahafar á leikunum. Ein af þeim er stórstjarnan Simone Biles. Nassar verður í fangelsi til lífsloka. Hann fékk sextíu ára dóm fyrir barnaklám og svo 40 til 124 ár að auki fyrir kynferðisbrot. Þessar skaðabætur bætast við aðrar sem hafa verið greiddar til fórnarlamba hans. Talið er að þær fari yfir einn milljarða dollara gangi þessar greiðslur í gegn. Það gerir meira en 142 milljarða í íslenskum krónum. Survivors of Larry Nassar, the former team doctor for the women's national gymnastics team, are nearing a settlement with the Justice Department over the FBI's mishandling of the case, CBS News has learned. The potential settlement could reportedly amount to $100 million. pic.twitter.com/1UXyevGnl5— CBS Evening News (@CBSEveningNews) April 17, 2024 Fimleikar Mál Larry Nassar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Hundrað milljónir dollara eru meira en fjórtán milljarðar íslenskra króna. Ástæðan fyrir skaðabótunum eru mistök Alríkislögreglunnar, FBI, við rannsókn málsins. FBI fékk sterkar vísbendingar um brot Nassar en tók ekki mark á þeim og hann komst upp með brot sín áfram. Nú þykir það sannað að FBI lögreglumennirnir rannsökuðu ekki kvartanir fórnarlamba Nassar almennilega. Christopher Wray, yfirmaður FBI, bað fórnarlömbin afsökunar á sinnuleysi FBI á sínum tíma. Hann sagði það óafsakanlegt að rannsóknarlögreglumenn hafi ekki nýtt tækifærið til að stöðva skrímslið. The Justice Dept. is in settlement talks with victims of Larry Nassar, and the final settlement is likely to be close to $100 million, sources say. https://t.co/hcwKchrd1X— NBC News (@NBCNews) April 17, 2024 Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins og starfaði einnig hjá Michigan State háskólanum. Hann var dæmdur sekur fyrir kynferðisáreiti og barnaklám. Hann var kærður fyrir að áreita að minnsta kosti 265 stelpur eða ungar konur en hann vann í átján ár fyrir bandaríska landsliðið. Meðal fórnarlamba hans voru margir Ólympíufarar og verðlaunahafar á leikunum. Ein af þeim er stórstjarnan Simone Biles. Nassar verður í fangelsi til lífsloka. Hann fékk sextíu ára dóm fyrir barnaklám og svo 40 til 124 ár að auki fyrir kynferðisbrot. Þessar skaðabætur bætast við aðrar sem hafa verið greiddar til fórnarlamba hans. Talið er að þær fari yfir einn milljarða dollara gangi þessar greiðslur í gegn. Það gerir meira en 142 milljarða í íslenskum krónum. Survivors of Larry Nassar, the former team doctor for the women's national gymnastics team, are nearing a settlement with the Justice Department over the FBI's mishandling of the case, CBS News has learned. The potential settlement could reportedly amount to $100 million. pic.twitter.com/1UXyevGnl5— CBS Evening News (@CBSEveningNews) April 17, 2024
Fimleikar Mál Larry Nassar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira