Lífið

Samantha Davis er látin

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Davies fjölskyldan, þau Samantha og Warwick Davis ásamt börnunum sínum þeim Annabelle og Harrison.
Davies fjölskyldan, þau Samantha og Warwick Davis ásamt börnunum sínum þeim Annabelle og Harrison. Tommaso Boddi/Variety/Getty Images

Samantha Davis, góðgerðarfrömuður og leikkona er látin. Hún var 53 ára gömul og var eiginkona leikarans Warwick Davis.

Í tilkynningu frá eiginmanni hennar kemur fram að Samantha hafi látist þann 24. mars. Leikarinn segir fráfall hennar hafa skilið eftir sig stórt skarð í lífi fjölskyldunnar. Saman eiga þau tvö börn, Harrison og Annabelle sem bæði eru upp komin. Hjónin skelltu sér meðal annars í frí til Íslands í fyrra.

Hjónin kynntust á setti kvikmyndarinnar Willow árið 1988 en Samantha var leikari líkt og eiginmaður hennar. Hún kom meðal annars fram í síðustu Harry Potter myndinni og lék þar svartálf. Þremur árum eftir að þau kynntust á setti Willow giftu þau sig. Warwick segir Samönthu hafa verið klettinn í lífi hennar og hans mesta stuðningur.

Samantha stofnaði góðgerðarsamtökin Little People UK ásamt eiginmanni sínum árið 2012. Samtökin hafa það að markmiði að aðstoða fólk sem fæðist í dvergvexti að fóta sig í lífinu.

Warwick segir að það hafi verið líkt og að vera með ofurkraft að hafa haft Samönthu sér við hlið. Hann segir að án hennar hefði aldrei orðið af neinni Willow sjónvarpsþáttaseríu og þá segir hann að hún hafi verið sú sem sannfærði hann um að taka þátt í þriðju seríu af ferðaseríunni Idiot Abroad með Karl Pilkington.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.