„Sumir eru í golfi en ég er bara í þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2024 11:00 Ólafur Pétursson og fjölskylda eftir að Breiðablik varð Íslandsmeistari karla haustið 2022. Aðsend Ólafur Pétursson er einn af þessum mönnum á bakvið tjöldin sem tranar sér ekki fram við hvert tilefni. Hann hefur hins vegar átt sinn þinn þátt í velgengni Breiðabliks. Ólafur hefur starfað fyrir Breiðablik frá árinu 2005 og lyft fjölda titla á þeim árum. Alls hefur hann unnið 19 stóra titla á ferli sínum sem markmannsþjálfari, þar af eru tíu Íslandsmeistaratitlar. Í dag er hann yfirþjálfari markmannsþjálfunar hjá Breiðabliki. Ofan á allt þetta hefur hann starfað fyrir A-landslið kvenna síðan árið 2013, er í fullu starfi sem kennari og giftur fjölskyldufaðir. Það kemur því ekki á óvart að samkvæmt honum sjálfum sé hann „best gifti maður í heimi.“ Frá 2015 til 2022 var hann með báða meistaraflokka Blika sem og kvennalandsliðið. Hann sér ekki eftir að minnka við sig en í dag er hann með kvennalið Blika ásamt því að vera yfirþjálfari, kennari og fjölskyldufaðir. „Ég hafði bara ekki tíma í það,“ sagði Ólafur í viðtali við Vísi um ferilinn. Umræðan snerist svo fljótt að fjölskyldunni. Ólafur og fjölskylda á EM kvenna sumarið 2022.Aðsend „Konan mín (Lára Sif Jónsdóttir) er mín stoð og stytta í þessu. Ég er búinn að vera ótrúlega lítið heima, alltaf í vinnunni. Bæði að kenna, svo að þjálfa og með alla þessa leiki. Ég var búin að taka ákvörðun um það að vera ekki með báða meistaraflokkana eftir sumarið 2022,“ sagði Ólafur og bætti við: „Ég er loksins meira heima og ef einhver á þakkir skilið þá er það konan mín, ég er ótrúlega vel giftur maður. Er heppinn að eiga eiginkonu sem hefur stutt mig í gegnum þetta.“ Það var nóg að gera hjá karlaliði Breiðabliks síðasta sumar þegar liðið fór alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ólafur er eðlilega gríðarlega ánægður með þann árangur sem Blikar náðu en hann var þó feginn að vera ekki með báða meistaraflokkana. „Af því að ég var með stelpurnar fékk ég frí hér og þar. Hefði ég líka verið með strákana hefði ég ekki fengið neitt sumarfrí til að vera með fjölskyldunni.“ „Maður finnur það, eins og síðasta sumar þegar ég var ekki með tvo meistaraflokka, hvað það er ótrúlega þægilegt. Það er bara vika í næsta leik, það er mesti munurinn.“ Ólafur og Aron Már Björnsson (þáverandi styrktarþjálfari Breiðabliks á góðri stund í París eftir Evrópuleik gegn París Saint-Germain.Aðsend Löglega afsakaður í Vejle Ólafur hefur starfað fyrir landsliðið síðan 2013 og er kominn með 117 A-landsleiki. „Sem er nú ansi magnað af landsliðsþjálfara að vera,“ segir Ólafur sem hefur aðeins misst af einum leik með A-landsliði kvenna á þessum tíma. Það má segj hann hafi haft löglega afsökun. „Það var í Vejle í júní 2014. Ég var að gifta mig á laugardegi og leikur á sunnudeginum. Það er eini leikurinn sem ég hef misst af.“ „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, sumir eru í golfi en ég er bara í þessu,“ sagði Ólafur að lokum aðspurður hvort hann væri ekkert farinn að fá leið á þjálfun. Ólafur verður á sínum stað á hliðarlínunni þegar Blikar hefja leik í Bestu deild kvenna á morgun, mánudag. Tekur Breiðablik á móti Keflavík klukkan 18.00. Leikurinn verður sýndur beint á aukarás Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Ólafur hefur starfað fyrir Breiðablik frá árinu 2005 og lyft fjölda titla á þeim árum. Alls hefur hann unnið 19 stóra titla á ferli sínum sem markmannsþjálfari, þar af eru tíu Íslandsmeistaratitlar. Í dag er hann yfirþjálfari markmannsþjálfunar hjá Breiðabliki. Ofan á allt þetta hefur hann starfað fyrir A-landslið kvenna síðan árið 2013, er í fullu starfi sem kennari og giftur fjölskyldufaðir. Það kemur því ekki á óvart að samkvæmt honum sjálfum sé hann „best gifti maður í heimi.“ Frá 2015 til 2022 var hann með báða meistaraflokka Blika sem og kvennalandsliðið. Hann sér ekki eftir að minnka við sig en í dag er hann með kvennalið Blika ásamt því að vera yfirþjálfari, kennari og fjölskyldufaðir. „Ég hafði bara ekki tíma í það,“ sagði Ólafur í viðtali við Vísi um ferilinn. Umræðan snerist svo fljótt að fjölskyldunni. Ólafur og fjölskylda á EM kvenna sumarið 2022.Aðsend „Konan mín (Lára Sif Jónsdóttir) er mín stoð og stytta í þessu. Ég er búinn að vera ótrúlega lítið heima, alltaf í vinnunni. Bæði að kenna, svo að þjálfa og með alla þessa leiki. Ég var búin að taka ákvörðun um það að vera ekki með báða meistaraflokkana eftir sumarið 2022,“ sagði Ólafur og bætti við: „Ég er loksins meira heima og ef einhver á þakkir skilið þá er það konan mín, ég er ótrúlega vel giftur maður. Er heppinn að eiga eiginkonu sem hefur stutt mig í gegnum þetta.“ Það var nóg að gera hjá karlaliði Breiðabliks síðasta sumar þegar liðið fór alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ólafur er eðlilega gríðarlega ánægður með þann árangur sem Blikar náðu en hann var þó feginn að vera ekki með báða meistaraflokkana. „Af því að ég var með stelpurnar fékk ég frí hér og þar. Hefði ég líka verið með strákana hefði ég ekki fengið neitt sumarfrí til að vera með fjölskyldunni.“ „Maður finnur það, eins og síðasta sumar þegar ég var ekki með tvo meistaraflokka, hvað það er ótrúlega þægilegt. Það er bara vika í næsta leik, það er mesti munurinn.“ Ólafur og Aron Már Björnsson (þáverandi styrktarþjálfari Breiðabliks á góðri stund í París eftir Evrópuleik gegn París Saint-Germain.Aðsend Löglega afsakaður í Vejle Ólafur hefur starfað fyrir landsliðið síðan 2013 og er kominn með 117 A-landsleiki. „Sem er nú ansi magnað af landsliðsþjálfara að vera,“ segir Ólafur sem hefur aðeins misst af einum leik með A-landsliði kvenna á þessum tíma. Það má segj hann hafi haft löglega afsökun. „Það var í Vejle í júní 2014. Ég var að gifta mig á laugardegi og leikur á sunnudeginum. Það er eini leikurinn sem ég hef misst af.“ „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, sumir eru í golfi en ég er bara í þessu,“ sagði Ólafur að lokum aðspurður hvort hann væri ekkert farinn að fá leið á þjálfun. Ólafur verður á sínum stað á hliðarlínunni þegar Blikar hefja leik í Bestu deild kvenna á morgun, mánudag. Tekur Breiðablik á móti Keflavík klukkan 18.00. Leikurinn verður sýndur beint á aukarás Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira