Fredericia tapaði í dag með einu marki á móti Skjern á útivelli í hörkuleik, 30-31, en með þessum sigri náði Skjern liðið toppsætinu í riðlinum.
Fredericia var aftur á móti einu marki yfir í hálfleik, 14-13, og með tveggja forskot í seinni hálfleik, 25-23. Skjern var hins vegar sterkari í lokin og tryggði sér sigur.
Fredericia byrjaði úrslitakeppnina á tveimur tapleikjum þar af var annar þeirra á móti Skjern. Liðið vann aftur á móti GOG í síðasta leik en náði ekki að fylgja því eftir.
Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Fredericia í leiknum en markahæstur var Sebastian Henneberg með sex mörk. Lasse Mikkelsen skoraði tíu mörk fyrir Skjern.