„Heimir er á bakinu á mér með það“ Sverrir Mar Smárason skrifar 20. apríl 2024 16:54 Björn Daníel var frábær í liði FH í dag. Vísir / Diego FH vann góðan 0-2 útisigur á HK í Kórnum í Bestu deild karla í dag. Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, skoraði síðara mark FH og átti góðan leik þar sem FH stýrði gangi mála. „Það er alltaf erfitt að koma hérna í Kórinn og sækja stig. Við fengum sénsa í fyrri hálfleik og vorum að halda þeim í skefjum. Við þurftum aðeins að keyra þetta upp um nokkra gíra. Náðum að gera þetta betur í seinni hálfleik, náðum inn tveimur mörkum og hefðum getað skorað kannski eitt í viðbót. Mjög ánægður með að halda hreinu, það er eitthvað sem við getum byggt mikið á,“ sagði Björn Daníel. FH liðið stýrði leiknum nánast allan tímann en í fyrri hálfleik gekk illa að skapa eiginleg marktækifæri. Þeir komu öflugari út í síðari hálfleik og skoruðu tvö. „Í hálfleik töluðum við bara um að við yrðum að vera þolinmóðir. Á meðan það er 0-0 þá er alltaf meiri séns á að vinna leikinn. Það var númer 1, 2 og 3 í þessum leik að halda hreinu. Ef þú nærð því þá þarftu ekki að nýta mörg færi til að vinna leikinn. Það datt fyrir okkur tvisvar í seinni hálfleik, við tókum það og förum glaðir heim,“ sagði Björn. Fyrirliðinn hefur í undanförnum leikjum fengið frjálsara hlutverk en við höfum séð hann í síðastliðin ár. Þegar hann hefur áður spilað sem miðjumaður er hann orðinn meiri sóknartengiliður og fær meira frjálsræði. Þar líður honum vel. „Þetta er aðeins öðruvísi hlutverk en að spila sem sexa eða átta. Þegar ég gerði þetta fyrir tíu árum þá var þetta aðeins meiri lúxus staða en maður þarf að hlaupa aðeins meira varnarlega. Heimir er á bakinu á mér með það. Mér finnst ég bara henta liðinu betur þarna í þessum nútíma fótbolta. Það er mikið af háákefðarhlaupum. Mér finnst ég henta liðinu í því að reyna að finna svæði til að komast í og ég er ágætur í að koma inn í teiginn. Vonandi næ ég bara að setja nokkur mörk í sumar og hjálpa liðinu,“ sagði Björn um nýju stöðuna. Og talandi um að koma inn í teiginn og skora mörk. Björn gerði, eins og fyrr segir, síðara mark FH í eiknum og var það einkar glæsilegt. Löng sending fram frá Ísaki Óla, Björn bæði tók við boltanum og skaut á lofti framhjá Arnari Frey í marki HK. „Boltinn kemur bara frá Ísaki og ég er meðvitaður um að ég sé á milli tveggja varnarmanna. Tek á móti boltanum og sé að Arnar er kominn frekar framarlega. Þá ákvað ég bara að skjóta á markið og boltinn fór inn. Fínt að komast á blað snemma í mótinu og hjálpa liðinu að vinna leiki. Það er fínt í laugardagsleikjum klukkan tvö,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
„Það er alltaf erfitt að koma hérna í Kórinn og sækja stig. Við fengum sénsa í fyrri hálfleik og vorum að halda þeim í skefjum. Við þurftum aðeins að keyra þetta upp um nokkra gíra. Náðum að gera þetta betur í seinni hálfleik, náðum inn tveimur mörkum og hefðum getað skorað kannski eitt í viðbót. Mjög ánægður með að halda hreinu, það er eitthvað sem við getum byggt mikið á,“ sagði Björn Daníel. FH liðið stýrði leiknum nánast allan tímann en í fyrri hálfleik gekk illa að skapa eiginleg marktækifæri. Þeir komu öflugari út í síðari hálfleik og skoruðu tvö. „Í hálfleik töluðum við bara um að við yrðum að vera þolinmóðir. Á meðan það er 0-0 þá er alltaf meiri séns á að vinna leikinn. Það var númer 1, 2 og 3 í þessum leik að halda hreinu. Ef þú nærð því þá þarftu ekki að nýta mörg færi til að vinna leikinn. Það datt fyrir okkur tvisvar í seinni hálfleik, við tókum það og förum glaðir heim,“ sagði Björn. Fyrirliðinn hefur í undanförnum leikjum fengið frjálsara hlutverk en við höfum séð hann í síðastliðin ár. Þegar hann hefur áður spilað sem miðjumaður er hann orðinn meiri sóknartengiliður og fær meira frjálsræði. Þar líður honum vel. „Þetta er aðeins öðruvísi hlutverk en að spila sem sexa eða átta. Þegar ég gerði þetta fyrir tíu árum þá var þetta aðeins meiri lúxus staða en maður þarf að hlaupa aðeins meira varnarlega. Heimir er á bakinu á mér með það. Mér finnst ég bara henta liðinu betur þarna í þessum nútíma fótbolta. Það er mikið af háákefðarhlaupum. Mér finnst ég henta liðinu í því að reyna að finna svæði til að komast í og ég er ágætur í að koma inn í teiginn. Vonandi næ ég bara að setja nokkur mörk í sumar og hjálpa liðinu,“ sagði Björn um nýju stöðuna. Og talandi um að koma inn í teiginn og skora mörk. Björn gerði, eins og fyrr segir, síðara mark FH í eiknum og var það einkar glæsilegt. Löng sending fram frá Ísaki Óla, Björn bæði tók við boltanum og skaut á lofti framhjá Arnari Frey í marki HK. „Boltinn kemur bara frá Ísaki og ég er meðvitaður um að ég sé á milli tveggja varnarmanna. Tek á móti boltanum og sé að Arnar er kominn frekar framarlega. Þá ákvað ég bara að skjóta á markið og boltinn fór inn. Fínt að komast á blað snemma í mótinu og hjálpa liðinu að vinna leiki. Það er fínt í laugardagsleikjum klukkan tvö,“ sagði fyrirliðinn að lokum.
Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55