„Heimir er á bakinu á mér með það“ Sverrir Mar Smárason skrifar 20. apríl 2024 16:54 Björn Daníel var frábær í liði FH í dag. Vísir / Diego FH vann góðan 0-2 útisigur á HK í Kórnum í Bestu deild karla í dag. Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, skoraði síðara mark FH og átti góðan leik þar sem FH stýrði gangi mála. „Það er alltaf erfitt að koma hérna í Kórinn og sækja stig. Við fengum sénsa í fyrri hálfleik og vorum að halda þeim í skefjum. Við þurftum aðeins að keyra þetta upp um nokkra gíra. Náðum að gera þetta betur í seinni hálfleik, náðum inn tveimur mörkum og hefðum getað skorað kannski eitt í viðbót. Mjög ánægður með að halda hreinu, það er eitthvað sem við getum byggt mikið á,“ sagði Björn Daníel. FH liðið stýrði leiknum nánast allan tímann en í fyrri hálfleik gekk illa að skapa eiginleg marktækifæri. Þeir komu öflugari út í síðari hálfleik og skoruðu tvö. „Í hálfleik töluðum við bara um að við yrðum að vera þolinmóðir. Á meðan það er 0-0 þá er alltaf meiri séns á að vinna leikinn. Það var númer 1, 2 og 3 í þessum leik að halda hreinu. Ef þú nærð því þá þarftu ekki að nýta mörg færi til að vinna leikinn. Það datt fyrir okkur tvisvar í seinni hálfleik, við tókum það og förum glaðir heim,“ sagði Björn. Fyrirliðinn hefur í undanförnum leikjum fengið frjálsara hlutverk en við höfum séð hann í síðastliðin ár. Þegar hann hefur áður spilað sem miðjumaður er hann orðinn meiri sóknartengiliður og fær meira frjálsræði. Þar líður honum vel. „Þetta er aðeins öðruvísi hlutverk en að spila sem sexa eða átta. Þegar ég gerði þetta fyrir tíu árum þá var þetta aðeins meiri lúxus staða en maður þarf að hlaupa aðeins meira varnarlega. Heimir er á bakinu á mér með það. Mér finnst ég bara henta liðinu betur þarna í þessum nútíma fótbolta. Það er mikið af háákefðarhlaupum. Mér finnst ég henta liðinu í því að reyna að finna svæði til að komast í og ég er ágætur í að koma inn í teiginn. Vonandi næ ég bara að setja nokkur mörk í sumar og hjálpa liðinu,“ sagði Björn um nýju stöðuna. Og talandi um að koma inn í teiginn og skora mörk. Björn gerði, eins og fyrr segir, síðara mark FH í eiknum og var það einkar glæsilegt. Löng sending fram frá Ísaki Óla, Björn bæði tók við boltanum og skaut á lofti framhjá Arnari Frey í marki HK. „Boltinn kemur bara frá Ísaki og ég er meðvitaður um að ég sé á milli tveggja varnarmanna. Tek á móti boltanum og sé að Arnar er kominn frekar framarlega. Þá ákvað ég bara að skjóta á markið og boltinn fór inn. Fínt að komast á blað snemma í mótinu og hjálpa liðinu að vinna leiki. Það er fínt í laugardagsleikjum klukkan tvö,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Það er alltaf erfitt að koma hérna í Kórinn og sækja stig. Við fengum sénsa í fyrri hálfleik og vorum að halda þeim í skefjum. Við þurftum aðeins að keyra þetta upp um nokkra gíra. Náðum að gera þetta betur í seinni hálfleik, náðum inn tveimur mörkum og hefðum getað skorað kannski eitt í viðbót. Mjög ánægður með að halda hreinu, það er eitthvað sem við getum byggt mikið á,“ sagði Björn Daníel. FH liðið stýrði leiknum nánast allan tímann en í fyrri hálfleik gekk illa að skapa eiginleg marktækifæri. Þeir komu öflugari út í síðari hálfleik og skoruðu tvö. „Í hálfleik töluðum við bara um að við yrðum að vera þolinmóðir. Á meðan það er 0-0 þá er alltaf meiri séns á að vinna leikinn. Það var númer 1, 2 og 3 í þessum leik að halda hreinu. Ef þú nærð því þá þarftu ekki að nýta mörg færi til að vinna leikinn. Það datt fyrir okkur tvisvar í seinni hálfleik, við tókum það og förum glaðir heim,“ sagði Björn. Fyrirliðinn hefur í undanförnum leikjum fengið frjálsara hlutverk en við höfum séð hann í síðastliðin ár. Þegar hann hefur áður spilað sem miðjumaður er hann orðinn meiri sóknartengiliður og fær meira frjálsræði. Þar líður honum vel. „Þetta er aðeins öðruvísi hlutverk en að spila sem sexa eða átta. Þegar ég gerði þetta fyrir tíu árum þá var þetta aðeins meiri lúxus staða en maður þarf að hlaupa aðeins meira varnarlega. Heimir er á bakinu á mér með það. Mér finnst ég bara henta liðinu betur þarna í þessum nútíma fótbolta. Það er mikið af háákefðarhlaupum. Mér finnst ég henta liðinu í því að reyna að finna svæði til að komast í og ég er ágætur í að koma inn í teiginn. Vonandi næ ég bara að setja nokkur mörk í sumar og hjálpa liðinu,“ sagði Björn um nýju stöðuna. Og talandi um að koma inn í teiginn og skora mörk. Björn gerði, eins og fyrr segir, síðara mark FH í eiknum og var það einkar glæsilegt. Löng sending fram frá Ísaki Óla, Björn bæði tók við boltanum og skaut á lofti framhjá Arnari Frey í marki HK. „Boltinn kemur bara frá Ísaki og ég er meðvitaður um að ég sé á milli tveggja varnarmanna. Tek á móti boltanum og sé að Arnar er kominn frekar framarlega. Þá ákvað ég bara að skjóta á markið og boltinn fór inn. Fínt að komast á blað snemma í mótinu og hjálpa liðinu að vinna leiki. Það er fínt í laugardagsleikjum klukkan tvö,“ sagði fyrirliðinn að lokum.
Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55