Þeir tylltu sér og byrjuðu að ræða við Snorra á alvarlegum nótum. Snorri hlustaði á þingmenn Miðflokksins í nokkra stund, væntanlega hálfringlaður yfir óvæntri heimsókninni, þegar vinir hans birtust skyndilega.
Heimsóknin reyndist hluti af steggjun Snorra sem gengur í það heilaga með Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóra Play, í sumar. Þau stefna á sumarbrúðkaup á Siglufirði.
Meðal þess sem vinir Snorra brölluðu með honum var að fara með hann í Neskirkju þar sem Skúli Sigurður Ólafsson prestur tók á móti honum, klæddi hann í hvítan kufl og fermdi Snorra.