Útflutningur á lundum frá Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. apríl 2024 13:03 Þóra Gísladóttir, rekstrarstjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum með einn af lundunum, sem var fluttur út nú í byrjun apríl. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tíu lundar frá Vestmannaeyjum hafa verið fluttir úr landi en þeir fengu far á fyrsta farrými með flugvél Icelandair til Englands þar sem þeir búa núna í dýragarði með selum. Þetta er í fyrsta sinn, sem lundar eru fluttir sérstaklega úr landi. Lundamálið í Vestmannaeyjum snýst um sædýrasafnið Sea Life Trust í Vestmannaeyjum, sem er meðal annars athvarf fyrir slasaða lunda en nú er svo komið að það er ekki pláss fyrir fleiri slíka lunda því nú styttist í að pysjutímabilið hefjist og þá er von á eitthvað af slösuðum lundum á safnið og því var ákveðið að flytja 10 lunda á sams konar safn í Cornwall í Englandi. Þóra Gísladóttir er rekstrarstjóri safnsins í Vestmannaeyjum og veit allt um málið. „Já, það voru heldur betur stórtíðindi því að í fyrsta sinni þá voru fluttir lundar héðan frá Íslandi, frá Vestmannaeyjum alla leið til Englands í lítinn smábæ syðst í Englandi. Við vorum komin með 15 lunda en allir lundarnir, sem við erum með eru lundar, sem eiga aldrei aftur eftir að geta spjarað sig úti. Þeir eru allir með einhvers konar veikindi og margir eru með augnmeiðsli,” segir Þóra og bætir við. „Og þar sem við vorum komin með of mikið, eða við vorum sem sagt búin að fylla kvótann í safninu og höfðum ekki pláss fyrir fleiri og lundapysjutímabilið er fram undan.” Þóra segir að fuglarnir hafi verið fluttir í búrum með flugvél frá Icelandair til Englands og allt hafi gengið vel og að fuglarnir njóti sín vel í nýjum heimkynnum. „Selaathvarfið í Englandi, sem við vinnum svo mikið með var tilbúið að taka þá að sér,” segir Þóra hæstánægð. Fuglarnir voru fluttir út í sérstökum búrum í flugvél frá Icelandair.Aðsend Þannig að það er hafin útflutningur á lundum frá Vestmannaeyjum? „Já, já, það má kannski segja það. Það er alveg áberandi hvað þeim líður vel þarna úti, sem er alveg frábært.” Mjög vel fer um lundana í selaathvarfinu á Englandi.Aðsend Vestmannaeyjar Fuglar England Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Lundamálið í Vestmannaeyjum snýst um sædýrasafnið Sea Life Trust í Vestmannaeyjum, sem er meðal annars athvarf fyrir slasaða lunda en nú er svo komið að það er ekki pláss fyrir fleiri slíka lunda því nú styttist í að pysjutímabilið hefjist og þá er von á eitthvað af slösuðum lundum á safnið og því var ákveðið að flytja 10 lunda á sams konar safn í Cornwall í Englandi. Þóra Gísladóttir er rekstrarstjóri safnsins í Vestmannaeyjum og veit allt um málið. „Já, það voru heldur betur stórtíðindi því að í fyrsta sinni þá voru fluttir lundar héðan frá Íslandi, frá Vestmannaeyjum alla leið til Englands í lítinn smábæ syðst í Englandi. Við vorum komin með 15 lunda en allir lundarnir, sem við erum með eru lundar, sem eiga aldrei aftur eftir að geta spjarað sig úti. Þeir eru allir með einhvers konar veikindi og margir eru með augnmeiðsli,” segir Þóra og bætir við. „Og þar sem við vorum komin með of mikið, eða við vorum sem sagt búin að fylla kvótann í safninu og höfðum ekki pláss fyrir fleiri og lundapysjutímabilið er fram undan.” Þóra segir að fuglarnir hafi verið fluttir í búrum með flugvél frá Icelandair til Englands og allt hafi gengið vel og að fuglarnir njóti sín vel í nýjum heimkynnum. „Selaathvarfið í Englandi, sem við vinnum svo mikið með var tilbúið að taka þá að sér,” segir Þóra hæstánægð. Fuglarnir voru fluttir út í sérstökum búrum í flugvél frá Icelandair.Aðsend Þannig að það er hafin útflutningur á lundum frá Vestmannaeyjum? „Já, já, það má kannski segja það. Það er alveg áberandi hvað þeim líður vel þarna úti, sem er alveg frábært.” Mjög vel fer um lundana í selaathvarfinu á Englandi.Aðsend
Vestmannaeyjar Fuglar England Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira