Þess vegna mun ég kjósa Katrínu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 21. apríl 2024 22:00 Vegna þess að hún yrði góður forseti og þar sem Kata er þar er skemmtilegt. Hún er eldklár, hrikalega dugleg, með góða nærveru og ákveðnar skoðanir en samt ávallt tilbúin til þess að hlusta. Hún hefur alltaf málefni kvenna og minnihlutahópa í huga i öllu sem hún fæst við og kemur því ákveðið að í ræðu eins oft og mögulegt er. Hún talar fyrir friði og er snillingur í að miðla málum, enda einkenni hennar að hún rífst ekki heldur horfir á hvert einstaka mál út frá mörgum hliðum, með víðsýni og án fljótfærni. Hún er alltaf með augun á boltanum en samt með öll verkefnin sem hún þarf að sinna samhliða í huga, ákveðin og röggsöm hvar sem hún kemur enda fá sem er betur treystandi fyrir vandasömum ákvörðunum. Hún er þó líka venjuleg húsmóðir í fjölbýlishúsi í Vesturbænum sem mætir í foreldrasamtöl og fer með vinkonum sínum í bröns. Bakar pizzur á föstudögum, mögulega með pepperoni og bönunum enda er það eina vitið, og sest til borðs með strákunum sínum eins oft og hún getur. Ber umhyggju fyrir sínum nánustu og spyr fólk sem hún hittir í sameiginlega þvottahúsinu eða í Melabúðinni eftir fréttum því hún er áhugasöm um fólk og málefni. Hún ræktar matjurtir á svölunum og gengur í hverri einustu lopapeysu sem henni er gefin enda smellpassa þær við gallabuxur og adidas skó. Hún hleypur líka og er ein þeirra sem hefur látið gott af sér leiða með því að safna fyrir Píeta og Alzheimer samtökin. Þekking hennar á glæpasögum finnst mér aðdáunarverð enda deili ég þeim áhuga, já og auðvitað eigum við aðdáun okkar á Liverpool sameiginlega en það er í raun alveg sama upp á hvaða samræðum er fitjað, alltaf getur hún tekið þátt og virðist þekkja til og hafa gaman af ótrúlega mörgu, snillingurinn sem hún er. Það þarf varla að nefna gríðarlega mikla þekkingu hennar á alþjóðlegum málefnum og hve mikill sómi er af henni hvar og hvenær sem er. Þess utan er manneskja sem fer í jólaskap við að horfa á Jól Prúðuleikaranna og finnst bókin um Jón Odd og Jón Bjarna skemmtilegasta barnabókin, manneskja sem ég gef óhikað mitt atkvæði. Höfundur er menntunarfræðingur og leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Vegna þess að hún yrði góður forseti og þar sem Kata er þar er skemmtilegt. Hún er eldklár, hrikalega dugleg, með góða nærveru og ákveðnar skoðanir en samt ávallt tilbúin til þess að hlusta. Hún hefur alltaf málefni kvenna og minnihlutahópa í huga i öllu sem hún fæst við og kemur því ákveðið að í ræðu eins oft og mögulegt er. Hún talar fyrir friði og er snillingur í að miðla málum, enda einkenni hennar að hún rífst ekki heldur horfir á hvert einstaka mál út frá mörgum hliðum, með víðsýni og án fljótfærni. Hún er alltaf með augun á boltanum en samt með öll verkefnin sem hún þarf að sinna samhliða í huga, ákveðin og röggsöm hvar sem hún kemur enda fá sem er betur treystandi fyrir vandasömum ákvörðunum. Hún er þó líka venjuleg húsmóðir í fjölbýlishúsi í Vesturbænum sem mætir í foreldrasamtöl og fer með vinkonum sínum í bröns. Bakar pizzur á föstudögum, mögulega með pepperoni og bönunum enda er það eina vitið, og sest til borðs með strákunum sínum eins oft og hún getur. Ber umhyggju fyrir sínum nánustu og spyr fólk sem hún hittir í sameiginlega þvottahúsinu eða í Melabúðinni eftir fréttum því hún er áhugasöm um fólk og málefni. Hún ræktar matjurtir á svölunum og gengur í hverri einustu lopapeysu sem henni er gefin enda smellpassa þær við gallabuxur og adidas skó. Hún hleypur líka og er ein þeirra sem hefur látið gott af sér leiða með því að safna fyrir Píeta og Alzheimer samtökin. Þekking hennar á glæpasögum finnst mér aðdáunarverð enda deili ég þeim áhuga, já og auðvitað eigum við aðdáun okkar á Liverpool sameiginlega en það er í raun alveg sama upp á hvaða samræðum er fitjað, alltaf getur hún tekið þátt og virðist þekkja til og hafa gaman af ótrúlega mörgu, snillingurinn sem hún er. Það þarf varla að nefna gríðarlega mikla þekkingu hennar á alþjóðlegum málefnum og hve mikill sómi er af henni hvar og hvenær sem er. Þess utan er manneskja sem fer í jólaskap við að horfa á Jól Prúðuleikaranna og finnst bókin um Jón Odd og Jón Bjarna skemmtilegasta barnabókin, manneskja sem ég gef óhikað mitt atkvæði. Höfundur er menntunarfræðingur og leikskólastjóri.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar