„Margt búið að ganga á bakvið tjöldin“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. apríl 2024 21:48 Arnar á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/diego Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga sagði frammistöðu hans liðs hafa verið heilsteypta gegn Blikum í dag. Hann sagði að ýmislegt væri búið að ganga á bakvið tjöldin í Víkinni sem fólk vissi ekki af. „Sanngjarn sigur, getur vel verið að 4-1 hafi verið aðeins of stórt,“ sagði Arnar í viðtali við Gunnlaug Jónsson strax eftir leik. „Frábær fyrri hálfleikur að undanskildum fyrstu fimm mínútunum, annars var fyrri hálfleikur gjörsamlega frábær. Svo skora þeir mark og þá fá þeir auka adrenalín og sjálfstraust sem þeir áttu ekki beint skilið á þessum tímapunkti í leiknum.“ „Í seinni hálfleik eru þeir komnir í smá „chaos“ fótbolta sem við díluðum illa við. Langir boltar innfyrir og þess háttar en við erum beittir í skyndisóknum,“ bætti Arnar við en bæði mörk Víkinga í seinni hálfleik komu eftir skyndisóknir. Ari Sigurpálsson átti frábæran leik fyrir Víkinga í dag og Arnar var sérstaklega ánægður með hans þátt. „Hrikalega gaman að sjá Ara koma til baka. Hann er búinn að þola mikið í fyrra og í vetur og var frábær fyrir okkur árið 2022. Vonandi er þessi meiðslasaga að baki því þetta er frábær leikmaður og drengur.“ Arnar sagði frammistöðu Víkinga hafa verið heilsteypta og sagði liðið hafa gert flesta hluti vel. „Við vorum öflugir í báðum teigum og gerðum flesta hluti vel. Við gátum pressað vel og gátum haldið boltanum vel þegar við fengum tíma og pláss. Svo gátum við nýtt skyndisóknir vel. Þetta var heilsteyptur leikur sem gladdi mig mikið.“ „Mikilvægt að gefa hinum liðunum ekki smjörþefinn“ Gunnlaugur spurði síðan Arnar að því hvort sigur Víkinga væri yfirlýsing en þeir eru nú eina liðið í Bestu deildinni sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. „Ég talaði um það fyrir leikinn að eftir þrjár umferðir er erfitt að lesa í mótið. Það er bara mikilvægt að gefa liðunum ekki einhvern smjörþef að við séum ekki orðnir saddir sem er eðlilegt að tala um. Það er mikilvægt að hin liðin finni það ekki.“ Hann sagði margt búið að ganga á bakvið tjöldin hjá Víkingum og ræddi meðal annars stöðu Danijel Djuric sem var nálægt því að vera seldur til félags í Búlgaríu. „Að því leyti má segja að þetta hafi verið smá „statement“ því það er búið að vera smá bras á okkur, það verður bara að viðurkennast. Bras af mismunandi ástæðum. Margir leikmenn búnir að vera í rugli, Danni (Danijel Djuric) kannski ósáttur að hafa ekki verið seldur á sínum tíma. Eðlilegar tilfinningar sem hann var að díla við.“ „Það er margt búið að ganga á bakvið tjöldin og þess vegna er svo mikilvægt á meðan það gengur að ná að vinna. Svo á Jón Guðni eftir að koma inn og Matti, Aron fékk mínútur í dag þannig að þetta lítur vel út.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
„Sanngjarn sigur, getur vel verið að 4-1 hafi verið aðeins of stórt,“ sagði Arnar í viðtali við Gunnlaug Jónsson strax eftir leik. „Frábær fyrri hálfleikur að undanskildum fyrstu fimm mínútunum, annars var fyrri hálfleikur gjörsamlega frábær. Svo skora þeir mark og þá fá þeir auka adrenalín og sjálfstraust sem þeir áttu ekki beint skilið á þessum tímapunkti í leiknum.“ „Í seinni hálfleik eru þeir komnir í smá „chaos“ fótbolta sem við díluðum illa við. Langir boltar innfyrir og þess háttar en við erum beittir í skyndisóknum,“ bætti Arnar við en bæði mörk Víkinga í seinni hálfleik komu eftir skyndisóknir. Ari Sigurpálsson átti frábæran leik fyrir Víkinga í dag og Arnar var sérstaklega ánægður með hans þátt. „Hrikalega gaman að sjá Ara koma til baka. Hann er búinn að þola mikið í fyrra og í vetur og var frábær fyrir okkur árið 2022. Vonandi er þessi meiðslasaga að baki því þetta er frábær leikmaður og drengur.“ Arnar sagði frammistöðu Víkinga hafa verið heilsteypta og sagði liðið hafa gert flesta hluti vel. „Við vorum öflugir í báðum teigum og gerðum flesta hluti vel. Við gátum pressað vel og gátum haldið boltanum vel þegar við fengum tíma og pláss. Svo gátum við nýtt skyndisóknir vel. Þetta var heilsteyptur leikur sem gladdi mig mikið.“ „Mikilvægt að gefa hinum liðunum ekki smjörþefinn“ Gunnlaugur spurði síðan Arnar að því hvort sigur Víkinga væri yfirlýsing en þeir eru nú eina liðið í Bestu deildinni sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. „Ég talaði um það fyrir leikinn að eftir þrjár umferðir er erfitt að lesa í mótið. Það er bara mikilvægt að gefa liðunum ekki einhvern smjörþef að við séum ekki orðnir saddir sem er eðlilegt að tala um. Það er mikilvægt að hin liðin finni það ekki.“ Hann sagði margt búið að ganga á bakvið tjöldin hjá Víkingum og ræddi meðal annars stöðu Danijel Djuric sem var nálægt því að vera seldur til félags í Búlgaríu. „Að því leyti má segja að þetta hafi verið smá „statement“ því það er búið að vera smá bras á okkur, það verður bara að viðurkennast. Bras af mismunandi ástæðum. Margir leikmenn búnir að vera í rugli, Danni (Danijel Djuric) kannski ósáttur að hafa ekki verið seldur á sínum tíma. Eðlilegar tilfinningar sem hann var að díla við.“ „Það er margt búið að ganga á bakvið tjöldin og þess vegna er svo mikilvægt á meðan það gengur að ná að vinna. Svo á Jón Guðni eftir að koma inn og Matti, Aron fékk mínútur í dag þannig að þetta lítur vel út.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira