Erlent

Ísraelar æfir yfir fyrir­huguðum þvingunum á Netzah Yehuda her­deildina

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Herdeildin var sett á laggirnar árið 1999 til þess að gefa strangtrúuðum gyðingum kost á að gegna herþjónustu án þess að það gengi gegn trúarlegum gildum þeirra. 
Herdeildin var sett á laggirnar árið 1999 til þess að gefa strangtrúuðum gyðingum kost á að gegna herþjónustu án þess að það gengi gegn trúarlegum gildum þeirra.  Lior Mizrahi/Getty Images

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega.

Bandaríkjamenn eru sagðir afar ósáttir með framgöngu herdeildarinnar sem gengur undir nafninu Netzah Yehuda og er eingöngu skipuð strangtrúuðum gyðingum, sem til skamms tíma voru undanþegnir herþjónustu í Ísrael. Herdeildin hefur verið sökuð um ítrekuð og gróf mannréttindabrot á herteknu svæðunum á Vesturbakkanum.

Þetta yrði í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn beita slíkum þvingunum gegn einstaka deildum innan Ísraelshers og hafa leiðtogar landsins brugðist hart við og komið deildinni til varna. Bandaríkjamenn hafa ekki viljað tjá sig um þessar fyrirætlanir en Antony Blinken utanríkisráðherra segir að von sé á ákvörðunum í þessa veruna á næstu dögum. 

Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraela varar eindregið við slíkum ákvörðunum og segir að með því að setja þvinganir á eina herdeild innan hersins séu Bandaríkjamenn að varpa skugga á allan herinn og það góða samstarf sem Ísraelar og Bandaríkjamenn hafi átt í gegnum tíðina.


Tengdar fréttir

Fyrstu loftárásir Ísraela í Íran frá 1979

Ísraelskir flugmenn skutu þremur eldflaugum að ratsjárstöð í Íran í nótt. Eldflaugunum var skotið utan lofthelgi Írans en þetta er í fyrsta sinn sem Ísraelar gera loftárás af þessu tagi í Íran frá 1979.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×