Fyrri alda bragur íslenskrar dýraverndar árið 2024 Árni Stefán Árnason skrifar 22. apríl 2024 09:30 50 fallnir nautgripir - nýtt Evrópumet í dýraníði? Árið 1869 tók fyrsta íslenska dýraverndarákvæðið gildi. 299. gr. hegningarlaga þess tíma. „Hver, sem verður brotlegur í þrælslegri misþyrmingu á skepnum, einkum húsdýrum, eða annarri grimmilegri og miskunnarlausri meðferð á þeim, skal sæta sektum allt að 100 rd. eða einföldu, fangelsi allt að 4 mánuðum“. Þetta ákvæði kom um 200 árum eftir að bretar settu tóku upp sitt fyrsta dýraverndarákvæði um dýravernd hrossa og er líklega fyrsta dýraverndarlöggjöf Evrópu. Frá 1869 hefur íslenskum dýraverndarlögum verið margbreytt nú síðast 2013. Þá sagði flutningsmaður frumvarpsins Steingrímur J. Sigfússon: aldrei framar afsláttur af dýravernd. Lítið af slíku virðist ganga eftir. Ég fylgist mjög vel með íslenskri dýravernd og sú hugsun datt inn hjá mér fyrir nokkrum dögum eftir að fréttir komu um 50 fallna nautgripi sem höfðu þurft að þola þrælslega misþyrmingu og hægan dauðdaga: erum við virkilega ennþá á 17. aldar stigi í dýravernd? Það er ekki auðvelt að stíga inn umræðu um mál þar höfundur hefur orðið fyrir verulegri geðshræringu vegna einhvers mesta dýraníðs Íslandssögunnar og hefur gríðarlega samúð með því kvalræði sem hin föllnu dýra urðu fyrir en samtímis ekki minni samúð með þeim umráðamanni, sem olli þessum hörmungum. Af augljósum ástæðum er ekki hægt að draga úr þeirri samúð. Það liggur eitthvað allt annað en ásetningur, gáleysi eða minna refsinæmi að baki slíku og til þess verður að taka tillit - halda umráðamanni utan slíkrar umræðu og vonast til að hann fái aðstoð á viðeigandi vettvangi. Stjórnarfar og stjórnsýsla í klessu Dýraníð þetta átti sér stað þegar í gildi er öflugusta dýraverndarlöggjöf allra tíma á Íslandi og á að gulltryggja að allt skyni gætt búfé, sem maðurinn telur að hann þurfi endilega að ala sér til matar, verður engu að síður fyrir þeirri hörmung, sem átti sér stað í nautgripamálinu. - Það er eitthvað mikið að í stjórnarfari og stjórnsýslu þessa málaflokks, eftirliti með velferð búfjár á Íslandi og maður hlýtur auk þess að spyrja sig er þetta algengt? Ekki komast nærri öll mál í fjölmiðla. Dýraaníðinu í blóðmeramálinu var t.d. haldið leyndu í marga áratugi þangað til ég fletti ofan af því eins og kunnugt er. Þar er hins vegar ekki við vanheila að eiga. Það sama gilti um svokallað Brúneggjamá, hvað ég upplýsti líka fyrstur manna, það tók mörg ár að banna þá starfsemi. MAST Matvælastofnun er meginstjórnvald í stjórnarfari og stjórnsýlu íslenskrar dýraverndar hefur verið umræðuefni út um allt á Íslandi s.l. ár. Ástæðuna þarf ekki að útskýra. Hin óritaða svartbók um árangur MAST á sviði eftirlits með velferð dýra er kolsvört. Þá hefur Ríkisendurskoðandi ritað mjög grimma ádeilu um starfsemi MAST nú 10 árum eftir að ný lög um velferð dýra tóku gildi. Niðurstaða: MAST virðist vera að nokkuð stjórnlaust apparat í að tryggja velferð búfjár. Af hverju? Forstjóri MAST ber því við að ekki sé að hægt að uppfylla loforð Steingríms J. Sigfússonar þá er hann mælti ofangreind orð úr ræðustól þingsins. Það sé ekki hægt vegna fjárskorts. Því verður að trúa. Ábyrgðin er engu að síður hjá forstjóra MAST og auðvitað settum yfirdýralækni, sem veit eins og kollegi hans í fjármálaráðuneytinu hvað er aðkallandi í dýravernd. Matvælaráðherra er undir sömu sök seldur. Meginfókusinn hlýtur þó ætíð að vera á lögbundið hlutverk forstjóra MAST, hann á að tryggja virkni 2. gr. laga um stofnunina: fara með stjórnsýslu og eftirlit í samræmi við lög þessi og önnur lög, m.a. varðandi matvæli, dýraheilbrigði, dýravelferð......- Forstjóri MAST er að bregðast. Undirmannað dýraeftirlit á öllum Vestfjörðum og hluta vesturlands Einn héraðsdýralæknir er yfir öllu vesturlandi og því svæði, sem umræddar hörmungar áttu sér stað á. Sá hinn sami hlýtur að vera með amk einn eftirlitsdýralækni undir sér ásamt dýraeftirlitsmanni.Erfitt er hins vegar að átta sig á hvernig þetta landsvæði er mannað skv. mannauðsskrá MAST á heimasíðu stofnunarinnar. Það liggur hins vegar ljóst fyrir skv. upplýsingum frá fyrrverandi héraðsdýralækni að svæðið er algerlega undirmannað í eftirliti. Það hefur þá augljósu afleiðingu að MAST getur ekki tryggt velferð dýra á svæðinu. Það er einfaldlega ekki gerlegt fyrir einn mann og undirmenn hans að sinna slíku flæmi af landsvæði þar sem búfjárhald er mjög mikið en þannig hefur þetta verið í mörg ár skv. mínum heimildum. Af hverju lætur forstjóri MAST það samt viðgangast. Sættir forstjóri MAST sig við það að geta ekki gegnt lögbundnum skyldum sínum? Mín samviska myndi ekki leyfa mér áframhaldandi setu í slíkum stól án aðgera af hálfu matvælaráðherra í samvinnu við fjármálaráðherra. Hvað með settan yfirdýralækni, sem þekktur er fyrir að ganga hart fram í því að framfylgja þeirri löggjöf sem MAST er gert að framfylgja. Það hlýtur að vera komin núningur á milli tveggja æðstu stjórnenda MAST vegna skorts á getur MAST. Ég reikna með að 50 fallnir nautgripir vegna vanrækslu og við hörmungar aðstæður deyjandi hægum dauðdaga sé vegna þess að peningar eru ekki til að sinna eftirliti með búfjárhaldi. Það er amk aðal umkvörtun forstjórans þegar á hann er gengið með spurninguna: af hverju Hrönn. Sömu spurningur hlýtur maður að beina til Bjarkeyjar matvælaráðherra og Sigurðar fjármálaráðherra en sá síðastnefndi kemur því miður aldrei fram með skoðanir sínar á dýravernd þó dýralæknir sé. Eftirtektarvert þó ekki sé meira sagt. Stór meinbugur í lögum um velferð dýra Einn, a.m.k. stór galli er í lögum um velferð dýra. Það er 10. gr. laganna um getu hæfni og ábyrgð en þar segir: „Hver sá sem hefur dýr í umsjá sinni skal búa yfir eða afla sér grunnþekkingar á þörfum og umönnun viðkomandi dýrategundar og skal enn fremur búa yfir nægjanlegri getu til að annast dýrið í samræmi við lög þessi. Rekstraraðili leyfisskylds dýrahalds skal sjá til þess að það starfsfólk sem sér um umönnun dýranna búi yfir nægjanlegri hæfni og þekkingu á viðkomandi sviði. Þjónustuaðili við dýrahald skal búa yfir nægjanlegri þekkingu til þeirra starfa sem hann annast.“ Þetta grundvallaratriði, skal búa yfir eða afla sér grunnþekkingar, tryggja lögin ekki að fylgt sé eftir áður en búfjárhald er heimilað. Lög um velferð dýra í búfjárhaldi gera engar kröfur um með hvaða hætti á að tryggja hæfni búfjáreigenda og ég fæ heldur ekki séð að hæfiskröfurnar séu einhverjar, ekki frekar en lög um kjörgengi til Alþingis um hæfni frambjóðanda til að setja í stóla í valdamestu stofnunar landsins, löggjafans, sem á að semja ,,umferðarreglur" fyrir okkur borgarana. Er ekki komin tími til þess, fyrst við leyfum takmarkalaust búfjárhald, að sú lágmarkskrafa sé uppfyllt að nægt fjármagn sé til svo dýrum sé tryggð réttarstaða þeirra að lögum um velferð þeirra. Að 50 nautgripir hafa þurft að falla vegna vanrækslu er hreinlega merki um stjórnsýslu sem er í molum og hún virðist í molum af því að ríkisvaldið stendur ekki undir þeirra skildu sinni að framkvæma lög. Jafn sorglegt er að rýna í kommentakerfi fjölmiðla þar sem aðal áherslan er að upplýsa hver viðkomandi einstaklingur er. Hvað kemur það málinu við? Viðkomandi umráðamaður þarf greinilega heilbrigðisaðstoð og hann hefur, sem fyrr segir, ríka samúð mína. - Krafa MAST í kæru til lögreglu er réttmæt. Pressa á fjármálaráðherra Sest hefur í stól fjármálaráðherra, eiðsvarinn dýralæknir. Í því felst m.a. skv. lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr að dýralæknar og heilbrigðisstarfsmenn dýra skuli standa vörð um heilsu dýra í landinu, stuðla að bættu heilsufari og velferð þeirra, aukinni arðsemi búfjár og góðum aðbúnaði og meðferð dýra. Fjármálaráðherra á jafnframt að heita klettur bændasamfélagsins í búfjárhaldi - formaður Framsóknarflokksins. Ef einhver, þá hlýtur hann að hafa hafa ríka samúð með peningaleysi MAST og fullan skilning á því sem dýralæknir að annað hvort þurfi að efla stofnunina eða hreinlega leggja niður dýraeftirlitsþáttinn og stokka hann algjörlega upp. Hið síðarnefnda verður víst ansi langsótt miðað við framlegð ríkisstjórnarinnar sl. 7 ár! Því spyr maður: lætur hann til skara skríða nú þegar skattpeningar og arður frá ríkisstofnun er í hans höndum og eflir hann MAST eða öllu heldur stendur hann upp og tekur sér stöðu með íslensku búfé. Lítið hefur á því borið til þessa á löngum tíma hans sem þingmanns og dýralæknis.Þó ég hafi ríkan skilning á skemmtanaþörf Íslendinga tel ég að svo sem 100. milljónum verið betur varið í að efla innviði dýraeftirlits MAST. Er ekki komið nóg Það er hreinlega 17 og 18 aldar bragur á allri dýravernd á Íslandi ennþá. Það eru linnulaust að koma upp dýraverndarmál, sem stenst ekki neina skoðun að eigi að vera mögulegt að geti átt sér stað með þeim verkfærum sem við höfum til að fyrirbyggja dýraníð. Af hverju er þessi svakalega kyrrstaða í forvörnum stjórnvalda og hví er viðbragð MAST jafn hægt og raun ber vitni um í mörgum málum þar sem það tekur dag, vikur, mánuði að bregðast við. Það er aðeins eitt svar sem blasir við þeim sem þetta skrifar. Þeir sem fara með valdheimildir eru ekki starfi sínu vaxnir og það sem verra er þeir virðast hlusta ekki orð á þá, sem þekkja meinbugi á íslenskri dýravernd. Taka engum ábendingu eða leiðbeiningum Þegar ný lög fá ekki tækifæri til að virka ekki þarf aulgljóslegar breytingu á framkvæmdavaldinu og algera hugarfarsbreytingu. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
50 fallnir nautgripir - nýtt Evrópumet í dýraníði? Árið 1869 tók fyrsta íslenska dýraverndarákvæðið gildi. 299. gr. hegningarlaga þess tíma. „Hver, sem verður brotlegur í þrælslegri misþyrmingu á skepnum, einkum húsdýrum, eða annarri grimmilegri og miskunnarlausri meðferð á þeim, skal sæta sektum allt að 100 rd. eða einföldu, fangelsi allt að 4 mánuðum“. Þetta ákvæði kom um 200 árum eftir að bretar settu tóku upp sitt fyrsta dýraverndarákvæði um dýravernd hrossa og er líklega fyrsta dýraverndarlöggjöf Evrópu. Frá 1869 hefur íslenskum dýraverndarlögum verið margbreytt nú síðast 2013. Þá sagði flutningsmaður frumvarpsins Steingrímur J. Sigfússon: aldrei framar afsláttur af dýravernd. Lítið af slíku virðist ganga eftir. Ég fylgist mjög vel með íslenskri dýravernd og sú hugsun datt inn hjá mér fyrir nokkrum dögum eftir að fréttir komu um 50 fallna nautgripi sem höfðu þurft að þola þrælslega misþyrmingu og hægan dauðdaga: erum við virkilega ennþá á 17. aldar stigi í dýravernd? Það er ekki auðvelt að stíga inn umræðu um mál þar höfundur hefur orðið fyrir verulegri geðshræringu vegna einhvers mesta dýraníðs Íslandssögunnar og hefur gríðarlega samúð með því kvalræði sem hin föllnu dýra urðu fyrir en samtímis ekki minni samúð með þeim umráðamanni, sem olli þessum hörmungum. Af augljósum ástæðum er ekki hægt að draga úr þeirri samúð. Það liggur eitthvað allt annað en ásetningur, gáleysi eða minna refsinæmi að baki slíku og til þess verður að taka tillit - halda umráðamanni utan slíkrar umræðu og vonast til að hann fái aðstoð á viðeigandi vettvangi. Stjórnarfar og stjórnsýsla í klessu Dýraníð þetta átti sér stað þegar í gildi er öflugusta dýraverndarlöggjöf allra tíma á Íslandi og á að gulltryggja að allt skyni gætt búfé, sem maðurinn telur að hann þurfi endilega að ala sér til matar, verður engu að síður fyrir þeirri hörmung, sem átti sér stað í nautgripamálinu. - Það er eitthvað mikið að í stjórnarfari og stjórnsýslu þessa málaflokks, eftirliti með velferð búfjár á Íslandi og maður hlýtur auk þess að spyrja sig er þetta algengt? Ekki komast nærri öll mál í fjölmiðla. Dýraaníðinu í blóðmeramálinu var t.d. haldið leyndu í marga áratugi þangað til ég fletti ofan af því eins og kunnugt er. Þar er hins vegar ekki við vanheila að eiga. Það sama gilti um svokallað Brúneggjamá, hvað ég upplýsti líka fyrstur manna, það tók mörg ár að banna þá starfsemi. MAST Matvælastofnun er meginstjórnvald í stjórnarfari og stjórnsýlu íslenskrar dýraverndar hefur verið umræðuefni út um allt á Íslandi s.l. ár. Ástæðuna þarf ekki að útskýra. Hin óritaða svartbók um árangur MAST á sviði eftirlits með velferð dýra er kolsvört. Þá hefur Ríkisendurskoðandi ritað mjög grimma ádeilu um starfsemi MAST nú 10 árum eftir að ný lög um velferð dýra tóku gildi. Niðurstaða: MAST virðist vera að nokkuð stjórnlaust apparat í að tryggja velferð búfjár. Af hverju? Forstjóri MAST ber því við að ekki sé að hægt að uppfylla loforð Steingríms J. Sigfússonar þá er hann mælti ofangreind orð úr ræðustól þingsins. Það sé ekki hægt vegna fjárskorts. Því verður að trúa. Ábyrgðin er engu að síður hjá forstjóra MAST og auðvitað settum yfirdýralækni, sem veit eins og kollegi hans í fjármálaráðuneytinu hvað er aðkallandi í dýravernd. Matvælaráðherra er undir sömu sök seldur. Meginfókusinn hlýtur þó ætíð að vera á lögbundið hlutverk forstjóra MAST, hann á að tryggja virkni 2. gr. laga um stofnunina: fara með stjórnsýslu og eftirlit í samræmi við lög þessi og önnur lög, m.a. varðandi matvæli, dýraheilbrigði, dýravelferð......- Forstjóri MAST er að bregðast. Undirmannað dýraeftirlit á öllum Vestfjörðum og hluta vesturlands Einn héraðsdýralæknir er yfir öllu vesturlandi og því svæði, sem umræddar hörmungar áttu sér stað á. Sá hinn sami hlýtur að vera með amk einn eftirlitsdýralækni undir sér ásamt dýraeftirlitsmanni.Erfitt er hins vegar að átta sig á hvernig þetta landsvæði er mannað skv. mannauðsskrá MAST á heimasíðu stofnunarinnar. Það liggur hins vegar ljóst fyrir skv. upplýsingum frá fyrrverandi héraðsdýralækni að svæðið er algerlega undirmannað í eftirliti. Það hefur þá augljósu afleiðingu að MAST getur ekki tryggt velferð dýra á svæðinu. Það er einfaldlega ekki gerlegt fyrir einn mann og undirmenn hans að sinna slíku flæmi af landsvæði þar sem búfjárhald er mjög mikið en þannig hefur þetta verið í mörg ár skv. mínum heimildum. Af hverju lætur forstjóri MAST það samt viðgangast. Sættir forstjóri MAST sig við það að geta ekki gegnt lögbundnum skyldum sínum? Mín samviska myndi ekki leyfa mér áframhaldandi setu í slíkum stól án aðgera af hálfu matvælaráðherra í samvinnu við fjármálaráðherra. Hvað með settan yfirdýralækni, sem þekktur er fyrir að ganga hart fram í því að framfylgja þeirri löggjöf sem MAST er gert að framfylgja. Það hlýtur að vera komin núningur á milli tveggja æðstu stjórnenda MAST vegna skorts á getur MAST. Ég reikna með að 50 fallnir nautgripir vegna vanrækslu og við hörmungar aðstæður deyjandi hægum dauðdaga sé vegna þess að peningar eru ekki til að sinna eftirliti með búfjárhaldi. Það er amk aðal umkvörtun forstjórans þegar á hann er gengið með spurninguna: af hverju Hrönn. Sömu spurningur hlýtur maður að beina til Bjarkeyjar matvælaráðherra og Sigurðar fjármálaráðherra en sá síðastnefndi kemur því miður aldrei fram með skoðanir sínar á dýravernd þó dýralæknir sé. Eftirtektarvert þó ekki sé meira sagt. Stór meinbugur í lögum um velferð dýra Einn, a.m.k. stór galli er í lögum um velferð dýra. Það er 10. gr. laganna um getu hæfni og ábyrgð en þar segir: „Hver sá sem hefur dýr í umsjá sinni skal búa yfir eða afla sér grunnþekkingar á þörfum og umönnun viðkomandi dýrategundar og skal enn fremur búa yfir nægjanlegri getu til að annast dýrið í samræmi við lög þessi. Rekstraraðili leyfisskylds dýrahalds skal sjá til þess að það starfsfólk sem sér um umönnun dýranna búi yfir nægjanlegri hæfni og þekkingu á viðkomandi sviði. Þjónustuaðili við dýrahald skal búa yfir nægjanlegri þekkingu til þeirra starfa sem hann annast.“ Þetta grundvallaratriði, skal búa yfir eða afla sér grunnþekkingar, tryggja lögin ekki að fylgt sé eftir áður en búfjárhald er heimilað. Lög um velferð dýra í búfjárhaldi gera engar kröfur um með hvaða hætti á að tryggja hæfni búfjáreigenda og ég fæ heldur ekki séð að hæfiskröfurnar séu einhverjar, ekki frekar en lög um kjörgengi til Alþingis um hæfni frambjóðanda til að setja í stóla í valdamestu stofnunar landsins, löggjafans, sem á að semja ,,umferðarreglur" fyrir okkur borgarana. Er ekki komin tími til þess, fyrst við leyfum takmarkalaust búfjárhald, að sú lágmarkskrafa sé uppfyllt að nægt fjármagn sé til svo dýrum sé tryggð réttarstaða þeirra að lögum um velferð þeirra. Að 50 nautgripir hafa þurft að falla vegna vanrækslu er hreinlega merki um stjórnsýslu sem er í molum og hún virðist í molum af því að ríkisvaldið stendur ekki undir þeirra skildu sinni að framkvæma lög. Jafn sorglegt er að rýna í kommentakerfi fjölmiðla þar sem aðal áherslan er að upplýsa hver viðkomandi einstaklingur er. Hvað kemur það málinu við? Viðkomandi umráðamaður þarf greinilega heilbrigðisaðstoð og hann hefur, sem fyrr segir, ríka samúð mína. - Krafa MAST í kæru til lögreglu er réttmæt. Pressa á fjármálaráðherra Sest hefur í stól fjármálaráðherra, eiðsvarinn dýralæknir. Í því felst m.a. skv. lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr að dýralæknar og heilbrigðisstarfsmenn dýra skuli standa vörð um heilsu dýra í landinu, stuðla að bættu heilsufari og velferð þeirra, aukinni arðsemi búfjár og góðum aðbúnaði og meðferð dýra. Fjármálaráðherra á jafnframt að heita klettur bændasamfélagsins í búfjárhaldi - formaður Framsóknarflokksins. Ef einhver, þá hlýtur hann að hafa hafa ríka samúð með peningaleysi MAST og fullan skilning á því sem dýralæknir að annað hvort þurfi að efla stofnunina eða hreinlega leggja niður dýraeftirlitsþáttinn og stokka hann algjörlega upp. Hið síðarnefnda verður víst ansi langsótt miðað við framlegð ríkisstjórnarinnar sl. 7 ár! Því spyr maður: lætur hann til skara skríða nú þegar skattpeningar og arður frá ríkisstofnun er í hans höndum og eflir hann MAST eða öllu heldur stendur hann upp og tekur sér stöðu með íslensku búfé. Lítið hefur á því borið til þessa á löngum tíma hans sem þingmanns og dýralæknis.Þó ég hafi ríkan skilning á skemmtanaþörf Íslendinga tel ég að svo sem 100. milljónum verið betur varið í að efla innviði dýraeftirlits MAST. Er ekki komið nóg Það er hreinlega 17 og 18 aldar bragur á allri dýravernd á Íslandi ennþá. Það eru linnulaust að koma upp dýraverndarmál, sem stenst ekki neina skoðun að eigi að vera mögulegt að geti átt sér stað með þeim verkfærum sem við höfum til að fyrirbyggja dýraníð. Af hverju er þessi svakalega kyrrstaða í forvörnum stjórnvalda og hví er viðbragð MAST jafn hægt og raun ber vitni um í mörgum málum þar sem það tekur dag, vikur, mánuði að bregðast við. Það er aðeins eitt svar sem blasir við þeim sem þetta skrifar. Þeir sem fara með valdheimildir eru ekki starfi sínu vaxnir og það sem verra er þeir virðast hlusta ekki orð á þá, sem þekkja meinbugi á íslenskri dýravernd. Taka engum ábendingu eða leiðbeiningum Þegar ný lög fá ekki tækifæri til að virka ekki þarf aulgljóslegar breytingu á framkvæmdavaldinu og algera hugarfarsbreytingu. Höfundur er lögfræðingur.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun