Finnur Arnar fyrir pressunni? „Þjálfari félags sem svífst einskis til að ná árangri“ Aron Guðmundsson skrifar 22. apríl 2024 10:30 Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir fyrsta tap liðsins á tímabilinu gegn Stjörnunni á föstudaginn síðastliðinn. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur tapaði fyrir Stjörnunni í fyrsta leik 3.umferðar Bestu deildar karla síðastliðið föstudagskvöld og sitja Valsmenn því aðeins með fjögur stig af níu mögulegum eftir fyrstu þrjá leiki sína á yfirstandandi tímabili. Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, virtist illa fyrir kallaður í viðtölum eftir leik og var staða hans til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport í gær. „Hann er þjálfari hjá félagi sem svífst einskis til að ná árangri. Þeir ætla að vinna og verða Íslandsmeistarar,“ sagði umsjónarmaður Stúkunnar, Guðmundur Benediktsson, er hann hóf umræðuna um samstarf Arnars og Vals. „Þeir eru tilbúnir að ná í þá leikmenn sem þeir telja að þeir þurfi. Það er engu til sparað til þess að gera það. Arnar var illa fyrir kallaður í viðtölum eftir leik. Hann var pirraður, sem er eðlilegt. Þeir töpuðu leiknum. Hann var pirraður yfir því að tvo leiki í röð var hans lið ekki búið að gera það sem að þeir vilja gera. Er Arnar að finna fyrir pressunni sem þjálfari Vals?” spurði Guðmundur Benediktsson og beindi spurningunni til sérfræðinganna í setti, Baldurs Sigurðssonar og Atla Viðars Björnssonar. „Já. Ég held að það útskýri hvernig hann svarar þessu,“ svaraði Baldur Sigurðsson. „Það hvernig hann kemur út úr þessum viðtölum litist af því að hann sé undir pressu. Þetta hefur áhrif. Umræðan hefur áhrif. Þetta hefur áhrif inn í hópinn og smitast þá einhver pressa inn í hópinn? Hann þarf bara að læra af þessu.“ Atli Viðar var að ósammála greiningu kollega síns og sagði sína tilfinningu þá að Arnar væri bara fyrst og fremst pirraður yfir því að tapa umræddum leik gegn Stjörnunni. „Það var hasar þarna síðustu mínúturnar. Það eru allir þjálfarar undir pressu. Flest allir þjálfarar eru pirraðir eftir að hafa tapað leik. Ég er ekki viss um að ég sé sammála því að pressan sé að ná til hans.“ Umræðuna um Arnar Grétarsson og Val í Stúkunni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Stúkan: Finnur Arnar fyrir pressunni hjá Val? Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
„Hann er þjálfari hjá félagi sem svífst einskis til að ná árangri. Þeir ætla að vinna og verða Íslandsmeistarar,“ sagði umsjónarmaður Stúkunnar, Guðmundur Benediktsson, er hann hóf umræðuna um samstarf Arnars og Vals. „Þeir eru tilbúnir að ná í þá leikmenn sem þeir telja að þeir þurfi. Það er engu til sparað til þess að gera það. Arnar var illa fyrir kallaður í viðtölum eftir leik. Hann var pirraður, sem er eðlilegt. Þeir töpuðu leiknum. Hann var pirraður yfir því að tvo leiki í röð var hans lið ekki búið að gera það sem að þeir vilja gera. Er Arnar að finna fyrir pressunni sem þjálfari Vals?” spurði Guðmundur Benediktsson og beindi spurningunni til sérfræðinganna í setti, Baldurs Sigurðssonar og Atla Viðars Björnssonar. „Já. Ég held að það útskýri hvernig hann svarar þessu,“ svaraði Baldur Sigurðsson. „Það hvernig hann kemur út úr þessum viðtölum litist af því að hann sé undir pressu. Þetta hefur áhrif. Umræðan hefur áhrif. Þetta hefur áhrif inn í hópinn og smitast þá einhver pressa inn í hópinn? Hann þarf bara að læra af þessu.“ Atli Viðar var að ósammála greiningu kollega síns og sagði sína tilfinningu þá að Arnar væri bara fyrst og fremst pirraður yfir því að tapa umræddum leik gegn Stjörnunni. „Það var hasar þarna síðustu mínúturnar. Það eru allir þjálfarar undir pressu. Flest allir þjálfarar eru pirraðir eftir að hafa tapað leik. Ég er ekki viss um að ég sé sammála því að pressan sé að ná til hans.“ Umræðuna um Arnar Grétarsson og Val í Stúkunni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Stúkan: Finnur Arnar fyrir pressunni hjá Val?
Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira