Katrín og Gunnar Sævar Þór Jónsson skrifar 22. apríl 2024 15:30 Það var áhugavert að fylgjast með því þegar Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar sem forsætisráðherra til þess að fara í forsetaslaginn. Ég hafði nokkru áður skrifað grein á visi.is þar sem ég fjallað um stöðuna hjá Vinstri grænum og afleiðinganna sem núverandi stjórnarsamstarf hefur haft á fylgi flokksins. Það má segja að Katrín hafi verið að stýra sökkvandi skipi og borið fulla ábyrgð á ástandi skipsins sem formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Gríðarleg óánægja hefur verið um hennar störf sem forsætisráðherra og eru það aðalleg hennar eigin kjósendur sem hafa misst trúna á hana sem leiðtoga. Skyldi engan furða þegar gætt er að þeim loforðum og prinsip-málum sem hún og hennar flokkur hafa staðið fyrir í gegnum tíðina en svikið þegar á valdastól var komið. Það er kannski erfitt að fullyrða um allt það sem ekki varð eins og átti að verða þegar kemur að sýn hennar og hennar flokks á forgangsmál og hvað í reynd var ákveðið í stjórnarsáttmálanum. Það breytir því ekki að lítið hefur farið fyrir staðfestu og áræðni í því að fylgja málum eftir og standa fast á sínum hugsjónum. Af þeim sökum er eðilegt að velta því fyrir sér hvers vegna forsetatíð Katrínar, verði hún kosin, ætti að verða einhverju betri. Væri ekki sama hættan á því að hún lét sína fyrrverandi samstarfsfélaga í pólitík hafa áhrif á skoðanir sínar, eins virðist hafa verið uppi á teningnum í forsætisráðherratíð hennar. Gæti hún staðið á sínum prinsip-málum þannig að hún léti ekki formenn stjórnmálaflokkanna hafa áhrif á sig? Þessu þarf að velta fyrir sér og hennar hlutverki sem forseta og störf forseta óháð því hvað formenn flokkanna vilja, sérstaklega fyrrverandi samstarfsflokka. Hvers vegna eiga svo kjósendur að kjósa hana sem forseta ef hún stóð sig ekki í stykkinu sem forsætisráðherra? Eiga þeir kjósendur sem gáfu henni atkvæði sitt síðast en geta í dag ekki sætt sig við fylgistap Vinstri grænna og svikin loforð að gleyma öllu og kjósa hana nú á nýjan leik eins og ekkert hafi í skorist? Þetta minnir að nokkru leiti á þetta gamla Ísland og þá stéttskiptingu sem var lengi við lýði þar sem ákveðin valda elíta taldi sig hafa óskrifaðan rétt til að velja sér embætti og störf. Má nefna mann eins og Gunnar Toroddsen sem virtist hafa geta valið hvar hann vildi vera, hvort sem það var háskólaprófessor, borgarstjóri, ráðherra eða hæstaréttardómari og virtist geta farið fram og til baka á milli starfa. Í dag á þetta ekki að virka svona. Það að Katrín telji sig hafa það brautargengi sem til þarf til að verða forseti finnst mér endurspegla ákveðinn hroka stjórnmálaelítu sem telur sig eiga tilkall í stað þess að spyrja í auðmýkt: hvað hef ég fram að færa og hvert er mitt framlag? Það á ekki að vera sjálfgefið að einstaklingar geti stokkið úr Stjórnarráðinu og á Bessastaði. Ég tel það varhugavert ef sú verður þróun mála. Kjósendur þurfa að passa að svo verði ekki. Það alla vegna ljóst að nú þurfa kjósendur að meta störf Katrínar í heild sinni þegar kemur að ákveða hvort hún sé starfinu vaxin og hvort hún njóti nægilegs trausts til þess að gegna því starfi. Líklega hafa fylgjendur Sjálfstæðisflokksins meiri hagsmuni en minni af því að fá hana í embætti forseta enda ljóst að hún hefur þjónað þeim flokki vel sem forsætisráðherra og heldur því kannski áfram verði hún kosin forseti Íslands. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að fylgjast með því þegar Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar sem forsætisráðherra til þess að fara í forsetaslaginn. Ég hafði nokkru áður skrifað grein á visi.is þar sem ég fjallað um stöðuna hjá Vinstri grænum og afleiðinganna sem núverandi stjórnarsamstarf hefur haft á fylgi flokksins. Það má segja að Katrín hafi verið að stýra sökkvandi skipi og borið fulla ábyrgð á ástandi skipsins sem formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Gríðarleg óánægja hefur verið um hennar störf sem forsætisráðherra og eru það aðalleg hennar eigin kjósendur sem hafa misst trúna á hana sem leiðtoga. Skyldi engan furða þegar gætt er að þeim loforðum og prinsip-málum sem hún og hennar flokkur hafa staðið fyrir í gegnum tíðina en svikið þegar á valdastól var komið. Það er kannski erfitt að fullyrða um allt það sem ekki varð eins og átti að verða þegar kemur að sýn hennar og hennar flokks á forgangsmál og hvað í reynd var ákveðið í stjórnarsáttmálanum. Það breytir því ekki að lítið hefur farið fyrir staðfestu og áræðni í því að fylgja málum eftir og standa fast á sínum hugsjónum. Af þeim sökum er eðilegt að velta því fyrir sér hvers vegna forsetatíð Katrínar, verði hún kosin, ætti að verða einhverju betri. Væri ekki sama hættan á því að hún lét sína fyrrverandi samstarfsfélaga í pólitík hafa áhrif á skoðanir sínar, eins virðist hafa verið uppi á teningnum í forsætisráðherratíð hennar. Gæti hún staðið á sínum prinsip-málum þannig að hún léti ekki formenn stjórnmálaflokkanna hafa áhrif á sig? Þessu þarf að velta fyrir sér og hennar hlutverki sem forseta og störf forseta óháð því hvað formenn flokkanna vilja, sérstaklega fyrrverandi samstarfsflokka. Hvers vegna eiga svo kjósendur að kjósa hana sem forseta ef hún stóð sig ekki í stykkinu sem forsætisráðherra? Eiga þeir kjósendur sem gáfu henni atkvæði sitt síðast en geta í dag ekki sætt sig við fylgistap Vinstri grænna og svikin loforð að gleyma öllu og kjósa hana nú á nýjan leik eins og ekkert hafi í skorist? Þetta minnir að nokkru leiti á þetta gamla Ísland og þá stéttskiptingu sem var lengi við lýði þar sem ákveðin valda elíta taldi sig hafa óskrifaðan rétt til að velja sér embætti og störf. Má nefna mann eins og Gunnar Toroddsen sem virtist hafa geta valið hvar hann vildi vera, hvort sem það var háskólaprófessor, borgarstjóri, ráðherra eða hæstaréttardómari og virtist geta farið fram og til baka á milli starfa. Í dag á þetta ekki að virka svona. Það að Katrín telji sig hafa það brautargengi sem til þarf til að verða forseti finnst mér endurspegla ákveðinn hroka stjórnmálaelítu sem telur sig eiga tilkall í stað þess að spyrja í auðmýkt: hvað hef ég fram að færa og hvert er mitt framlag? Það á ekki að vera sjálfgefið að einstaklingar geti stokkið úr Stjórnarráðinu og á Bessastaði. Ég tel það varhugavert ef sú verður þróun mála. Kjósendur þurfa að passa að svo verði ekki. Það alla vegna ljóst að nú þurfa kjósendur að meta störf Katrínar í heild sinni þegar kemur að ákveða hvort hún sé starfinu vaxin og hvort hún njóti nægilegs trausts til þess að gegna því starfi. Líklega hafa fylgjendur Sjálfstæðisflokksins meiri hagsmuni en minni af því að fá hana í embætti forseta enda ljóst að hún hefur þjónað þeim flokki vel sem forsætisráðherra og heldur því kannski áfram verði hún kosin forseti Íslands. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun