Á barmi gjaldþrots og Ásdís gæti misst fríar máltíðir Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2024 16:48 Staðan er slæm hjá kvennaliði Lilleström í Noregi. lsk-kvinner.no Kvennalið Lilleström í fótbolta rambar á barmi gjaldþrots en norska félagið hefur gripið til alvarlegra aðgerða til að koma í veg fyrir að gjaldþrot verði niðurstaðan. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Lilleström sendi frá sér í dag. Einn íslenskur leikmaður er á mála hjá liðinu, sem leikur í efstu deild Noregs og varð í 3. sæti í fyrra, en það er Ásdís Karen Halldórsdóttir sem kom frá meistaraliði Vals í vetur. Nú þegar hefur Lilleström sagt upp hluta samnings við nánast allt starfsfólk sitt, fyrir utan leikmenn. Stjórn félagsins mun nú starfa á heimaskrifstofu, æfingatímum verður fækkað í LSK-höllinni og til greina kemur að hætta með máltíðir fyrir leikmenn. Í yfirlýsingu Lilleström segir ljóst að aðgerðirnar séu krefjandi fyrir alla sem að félaginu komi, en að þær séu nauðsynlegar til að vernda félagið. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom til Noregs frá meisturum Vals í vetur.Vísir/Diego Carl-Erik Torp er sérfræðingur NRK um norsku úrvalsdeildina og hann segir fréttirnar sorglegar: „Þetta segir allt sem þarf að segja um áskoranirnar í fótbolta kvenna. Það er erfitt að reka félag á hæsta stigi.“ Torp gagnrýnir að staðan skuli hafa fengið að verða svo alvarleg að til greina komi að svipta leikmenn máltíðum. „Þau neyðast til að gera þetta og eiga ekki aðra kosti. Þá þarf að skera niður alls staðar. Þetta er grafalvarleg staða, en ekki staða sem var bara allt í einu að koma í ljós.“ Ásdís Karen hefur skorað eitt mark í fyrstu fjórum leikjum sínum með Lilleström en liðið hefur unnið báða heimaleiki sína og tapað báðum útileikjum sínum til þessa. Næst mætir liðið Åsane á heimavelli um næstu helgi. Norski boltinn Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Lilleström sendi frá sér í dag. Einn íslenskur leikmaður er á mála hjá liðinu, sem leikur í efstu deild Noregs og varð í 3. sæti í fyrra, en það er Ásdís Karen Halldórsdóttir sem kom frá meistaraliði Vals í vetur. Nú þegar hefur Lilleström sagt upp hluta samnings við nánast allt starfsfólk sitt, fyrir utan leikmenn. Stjórn félagsins mun nú starfa á heimaskrifstofu, æfingatímum verður fækkað í LSK-höllinni og til greina kemur að hætta með máltíðir fyrir leikmenn. Í yfirlýsingu Lilleström segir ljóst að aðgerðirnar séu krefjandi fyrir alla sem að félaginu komi, en að þær séu nauðsynlegar til að vernda félagið. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom til Noregs frá meisturum Vals í vetur.Vísir/Diego Carl-Erik Torp er sérfræðingur NRK um norsku úrvalsdeildina og hann segir fréttirnar sorglegar: „Þetta segir allt sem þarf að segja um áskoranirnar í fótbolta kvenna. Það er erfitt að reka félag á hæsta stigi.“ Torp gagnrýnir að staðan skuli hafa fengið að verða svo alvarleg að til greina komi að svipta leikmenn máltíðum. „Þau neyðast til að gera þetta og eiga ekki aðra kosti. Þá þarf að skera niður alls staðar. Þetta er grafalvarleg staða, en ekki staða sem var bara allt í einu að koma í ljós.“ Ásdís Karen hefur skorað eitt mark í fyrstu fjórum leikjum sínum með Lilleström en liðið hefur unnið báða heimaleiki sína og tapað báðum útileikjum sínum til þessa. Næst mætir liðið Åsane á heimavelli um næstu helgi.
Norski boltinn Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira