Átta hundrað milljóna afgangur í Hafnarfirði Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2024 17:28 Hafnarfjörður úr lofti. Vísir/Vilhelm Hafnarfjarðarbær skilaði 808 milljóna króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs í dag þegar ársreikningur sveitarfélagsins var lagður þar fram. Ári áður var rekstrarafgangurinn 890 milljónir. Í tilkynningu frá bænum segir að veltufé frá rekstri A og B hluta hafi verið 2.635 milljónir, sem sé 904 milljónum yfir áætlun. Skuldaviðmið samstæðu Hafnarfjarðarbæjar hafi verið 82 prósent í árslok. Fjárfestingar Hafnarfjarðarnbæjar á síðasta ári numu 7,1 milljarði króna og samsvarar það 74 prósenta aukningu milli ára. Eignir bæjarins voru 93,9 milljarðar og jukust þeir um 9,3 milljarða. Skuldir og skuldbindingar voru 61,1 milljarðar en þær jukust um 4,6 milljarða. „Rekstur Hafnarfjarðarbæjar gekk mjög vel á síðasta ári þrátt fyrir krefjandi árferði í rekstri sveitarfélaga. Það er ánægjulegt að sjá að skuldaviðmið bæjarins heldur áfram að lækka og er nú svo komið að fjárhagsstaða bæjarins hefur ekki verið betri í áratugi,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, í áðurnefndri tilkynningu. „Veltufé frá rekstri var verulega yfir áætlunum sem styrkir getu sveitarfélagsins til þess að standa undir framkvæmdum og fjárskuldbindingum. Samhliða blómlegum rekstri voru innviðafjárfestingar auknar verulega í fyrra sem munu skila sér í öflugri þjónustu og betri lífsgæðum fyrir bæjarbúa. Þá nýtur bærinn nú góðs af mikilli uppbyggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis á undanförnum árum í auknum fasteignagjöldum. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að halda álögum á íbúa niðri og heldur hlutfall útsvars og fasteignaskatta af heildartekjum áfram að lækka.“ Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Í tilkynningu frá bænum segir að veltufé frá rekstri A og B hluta hafi verið 2.635 milljónir, sem sé 904 milljónum yfir áætlun. Skuldaviðmið samstæðu Hafnarfjarðarbæjar hafi verið 82 prósent í árslok. Fjárfestingar Hafnarfjarðarnbæjar á síðasta ári numu 7,1 milljarði króna og samsvarar það 74 prósenta aukningu milli ára. Eignir bæjarins voru 93,9 milljarðar og jukust þeir um 9,3 milljarða. Skuldir og skuldbindingar voru 61,1 milljarðar en þær jukust um 4,6 milljarða. „Rekstur Hafnarfjarðarbæjar gekk mjög vel á síðasta ári þrátt fyrir krefjandi árferði í rekstri sveitarfélaga. Það er ánægjulegt að sjá að skuldaviðmið bæjarins heldur áfram að lækka og er nú svo komið að fjárhagsstaða bæjarins hefur ekki verið betri í áratugi,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, í áðurnefndri tilkynningu. „Veltufé frá rekstri var verulega yfir áætlunum sem styrkir getu sveitarfélagsins til þess að standa undir framkvæmdum og fjárskuldbindingum. Samhliða blómlegum rekstri voru innviðafjárfestingar auknar verulega í fyrra sem munu skila sér í öflugri þjónustu og betri lífsgæðum fyrir bæjarbúa. Þá nýtur bærinn nú góðs af mikilli uppbyggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis á undanförnum árum í auknum fasteignagjöldum. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að halda álögum á íbúa niðri og heldur hlutfall útsvars og fasteignaskatta af heildartekjum áfram að lækka.“
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira