Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu fimm til þrettán stig.
„Á morgun er útlit austan og suðaustan golu eða kalda. Að mestu þurrt og ætti að sjást eitthvað til sólar, einkum inn til landsins.
Sæmilega hlýtt veður að deginum, en líkur á vægu næturfrosti sums staðar norðaustan- og austanlands,“
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Fremur hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 3 til 11 stig yfir daginn, hlýjast vestanlands.
Á fimmtudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað á Norður- og Austurlandi og hiti 1 til 5 stig, en bjart með köflum sunnanlands með hita að 10 stigum yfir daginn.
Á föstudag: Norðan 5-10 m/s. Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi og hiti 5 til 10 stig að deginum, en skýjað um landið norðaustanvert með hita kringum frostmark.
Á laugardag: Norðlæg átt og dálítil él norðan- og austanlands, annars úrkomulítið. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, mildast syðst.
Á sunnudag: Norðlæg átt með rigningu eða snjókomu um landið norðanvert, en stöku skúrum sunnan heiða. Hiti breytist lítið.
Á mánudag: Útlit fyrir áframhaldandi norðanátt með rigningu eða slyddu norðan- og austanlands.