Flugfreyjuhattar Icelandair frá tískurisanum Balenciaga fá nýtt líf Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. apríl 2024 09:01 Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í fyrra og hefur sá gamli nú fengið nýtt framhaldslíf. Icelandair Einkennisfatnaður Icelandair hefur flogið út um allan heim. Hann hefur þjónað hlutverki sínu til fjölda ára og tekið á móti milljónum farþega um borð. Í fyrra var nýr einkennisfatnaður tekinn í notkun og sá gamli, sem hannaður var af Steinunni Sigurðardóttur, heldur nú ferðalagi sínu áfram í annarri mynd. Hönnunarfyrirtækið Stúdíó Flétta og Icelandair sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og gefa flíkunum framhaldslíf meðal annars í formi bum bag-tösku. Hluti hattanna eru framleiddir af tískurisanum Balenciaga. Nýleg slæða, eftir hönnuðinn Helgu, og flugfreyjuhattur nú sem taska.Icelandair Stúdíó Flétta er í eigu Birtu Rósar Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur og leggja þær sérstaka áherslu á endurnýtingu efna, staðbundna framleiðslu og ábyrga hönnun í verkum sínum. Hér má sjá nýtingu á ermi af flugstjórajakka,flugstjóra-nælu,bindi og krullur af flugfreyjukjól.Icelandair Endurnýting og sjálfbærni Snúningur er sýning um möguleika á endurnýtingu sem stuðlar að sjálfbærni og er samstarfsverkefni Stúdíó Fléttu og Icelandair. „Í stað þess að farga honum, ætlum við að senda hann í aðra hringferð um heiminn, í nýju formi og með nýtt hlutverk. Endurnýting og sjálfbærni er mikilvægur þáttur í daglegri starfsemi Icelandair. Okkur þykir dýrmætt að eldri einkennisfatnaður rati rétta leið og að honum verði komið í uppbyggilegan endurvinnslufarveg í stað þess að verða að textílúrgangi. Við erum alltaf að leita leiða til þess að auka sjálfbærni í starfseminni og tökum virkan þátt í að stuðla að aukinni nýtingu þeirra hráefna sem falla til.“ segir í fréttatilkynningu frá Icelandair. Eldri einkennisfatnaður Icelandair samanstendur af alls kyns efnum sem Birta og Hrefna nýttu á skemmtilegan og fjölbreytan máta. Þar má nefna rennilása, hnappa, beltissylgjur, leðurólar, hattar, klúta, pífur og kraga. Klippa: Balenciaga flugfreyjuhattar Icelandair fá nýtt líf Icelandair Icelandair Hér má sjá endurnýtingu á flugfreyjakjól og belti.Icelandair Icelandair Icelandair Icelandair Nánar um sköpunarkraftinn á Íslandi og dagskrána fyrir HönnunarMars 2024 er að finna á vefsíðu HönnunarMars. Icelandair HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Icelandair frumsýnir nýjan einkennisfatnað Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni. 1. nóvember 2023 20:50 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Hönnunarfyrirtækið Stúdíó Flétta og Icelandair sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og gefa flíkunum framhaldslíf meðal annars í formi bum bag-tösku. Hluti hattanna eru framleiddir af tískurisanum Balenciaga. Nýleg slæða, eftir hönnuðinn Helgu, og flugfreyjuhattur nú sem taska.Icelandair Stúdíó Flétta er í eigu Birtu Rósar Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur og leggja þær sérstaka áherslu á endurnýtingu efna, staðbundna framleiðslu og ábyrga hönnun í verkum sínum. Hér má sjá nýtingu á ermi af flugstjórajakka,flugstjóra-nælu,bindi og krullur af flugfreyjukjól.Icelandair Endurnýting og sjálfbærni Snúningur er sýning um möguleika á endurnýtingu sem stuðlar að sjálfbærni og er samstarfsverkefni Stúdíó Fléttu og Icelandair. „Í stað þess að farga honum, ætlum við að senda hann í aðra hringferð um heiminn, í nýju formi og með nýtt hlutverk. Endurnýting og sjálfbærni er mikilvægur þáttur í daglegri starfsemi Icelandair. Okkur þykir dýrmætt að eldri einkennisfatnaður rati rétta leið og að honum verði komið í uppbyggilegan endurvinnslufarveg í stað þess að verða að textílúrgangi. Við erum alltaf að leita leiða til þess að auka sjálfbærni í starfseminni og tökum virkan þátt í að stuðla að aukinni nýtingu þeirra hráefna sem falla til.“ segir í fréttatilkynningu frá Icelandair. Eldri einkennisfatnaður Icelandair samanstendur af alls kyns efnum sem Birta og Hrefna nýttu á skemmtilegan og fjölbreytan máta. Þar má nefna rennilása, hnappa, beltissylgjur, leðurólar, hattar, klúta, pífur og kraga. Klippa: Balenciaga flugfreyjuhattar Icelandair fá nýtt líf Icelandair Icelandair Hér má sjá endurnýtingu á flugfreyjakjól og belti.Icelandair Icelandair Icelandair Icelandair Nánar um sköpunarkraftinn á Íslandi og dagskrána fyrir HönnunarMars 2024 er að finna á vefsíðu HönnunarMars.
Icelandair HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Icelandair frumsýnir nýjan einkennisfatnað Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni. 1. nóvember 2023 20:50 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Icelandair frumsýnir nýjan einkennisfatnað Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni. 1. nóvember 2023 20:50