Flugfreyjuhattar Icelandair frá tískurisanum Balenciaga fá nýtt líf Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. apríl 2024 09:01 Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í fyrra og hefur sá gamli nú fengið nýtt framhaldslíf. Icelandair Einkennisfatnaður Icelandair hefur flogið út um allan heim. Hann hefur þjónað hlutverki sínu til fjölda ára og tekið á móti milljónum farþega um borð. Í fyrra var nýr einkennisfatnaður tekinn í notkun og sá gamli, sem hannaður var af Steinunni Sigurðardóttur, heldur nú ferðalagi sínu áfram í annarri mynd. Hönnunarfyrirtækið Stúdíó Flétta og Icelandair sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og gefa flíkunum framhaldslíf meðal annars í formi bum bag-tösku. Hluti hattanna eru framleiddir af tískurisanum Balenciaga. Nýleg slæða, eftir hönnuðinn Helgu, og flugfreyjuhattur nú sem taska.Icelandair Stúdíó Flétta er í eigu Birtu Rósar Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur og leggja þær sérstaka áherslu á endurnýtingu efna, staðbundna framleiðslu og ábyrga hönnun í verkum sínum. Hér má sjá nýtingu á ermi af flugstjórajakka,flugstjóra-nælu,bindi og krullur af flugfreyjukjól.Icelandair Endurnýting og sjálfbærni Snúningur er sýning um möguleika á endurnýtingu sem stuðlar að sjálfbærni og er samstarfsverkefni Stúdíó Fléttu og Icelandair. „Í stað þess að farga honum, ætlum við að senda hann í aðra hringferð um heiminn, í nýju formi og með nýtt hlutverk. Endurnýting og sjálfbærni er mikilvægur þáttur í daglegri starfsemi Icelandair. Okkur þykir dýrmætt að eldri einkennisfatnaður rati rétta leið og að honum verði komið í uppbyggilegan endurvinnslufarveg í stað þess að verða að textílúrgangi. Við erum alltaf að leita leiða til þess að auka sjálfbærni í starfseminni og tökum virkan þátt í að stuðla að aukinni nýtingu þeirra hráefna sem falla til.“ segir í fréttatilkynningu frá Icelandair. Eldri einkennisfatnaður Icelandair samanstendur af alls kyns efnum sem Birta og Hrefna nýttu á skemmtilegan og fjölbreytan máta. Þar má nefna rennilása, hnappa, beltissylgjur, leðurólar, hattar, klúta, pífur og kraga. Klippa: Balenciaga flugfreyjuhattar Icelandair fá nýtt líf Icelandair Icelandair Hér má sjá endurnýtingu á flugfreyjakjól og belti.Icelandair Icelandair Icelandair Icelandair Nánar um sköpunarkraftinn á Íslandi og dagskrána fyrir HönnunarMars 2024 er að finna á vefsíðu HönnunarMars. Icelandair HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Icelandair frumsýnir nýjan einkennisfatnað Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni. 1. nóvember 2023 20:50 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira
Hönnunarfyrirtækið Stúdíó Flétta og Icelandair sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og gefa flíkunum framhaldslíf meðal annars í formi bum bag-tösku. Hluti hattanna eru framleiddir af tískurisanum Balenciaga. Nýleg slæða, eftir hönnuðinn Helgu, og flugfreyjuhattur nú sem taska.Icelandair Stúdíó Flétta er í eigu Birtu Rósar Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur og leggja þær sérstaka áherslu á endurnýtingu efna, staðbundna framleiðslu og ábyrga hönnun í verkum sínum. Hér má sjá nýtingu á ermi af flugstjórajakka,flugstjóra-nælu,bindi og krullur af flugfreyjukjól.Icelandair Endurnýting og sjálfbærni Snúningur er sýning um möguleika á endurnýtingu sem stuðlar að sjálfbærni og er samstarfsverkefni Stúdíó Fléttu og Icelandair. „Í stað þess að farga honum, ætlum við að senda hann í aðra hringferð um heiminn, í nýju formi og með nýtt hlutverk. Endurnýting og sjálfbærni er mikilvægur þáttur í daglegri starfsemi Icelandair. Okkur þykir dýrmætt að eldri einkennisfatnaður rati rétta leið og að honum verði komið í uppbyggilegan endurvinnslufarveg í stað þess að verða að textílúrgangi. Við erum alltaf að leita leiða til þess að auka sjálfbærni í starfseminni og tökum virkan þátt í að stuðla að aukinni nýtingu þeirra hráefna sem falla til.“ segir í fréttatilkynningu frá Icelandair. Eldri einkennisfatnaður Icelandair samanstendur af alls kyns efnum sem Birta og Hrefna nýttu á skemmtilegan og fjölbreytan máta. Þar má nefna rennilása, hnappa, beltissylgjur, leðurólar, hattar, klúta, pífur og kraga. Klippa: Balenciaga flugfreyjuhattar Icelandair fá nýtt líf Icelandair Icelandair Hér má sjá endurnýtingu á flugfreyjakjól og belti.Icelandair Icelandair Icelandair Icelandair Nánar um sköpunarkraftinn á Íslandi og dagskrána fyrir HönnunarMars 2024 er að finna á vefsíðu HönnunarMars.
Icelandair HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Icelandair frumsýnir nýjan einkennisfatnað Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni. 1. nóvember 2023 20:50 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira
Icelandair frumsýnir nýjan einkennisfatnað Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni. 1. nóvember 2023 20:50