Leikskólamál eru forgangsmál Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa 23. apríl 2024 22:31 Leikskólastigið, sem er hið fyrsta skólastig samkvæmt lögum, er oft í umræðunni vegna skorts á leikskólaplássum og mönnunarvanda. Minna fer fyrir umræðu um það faglega og framúrskarandi starf sem þar fer fram og þar er sannarlega af nógu að taka þrátt fyrir fyrrnefnda annmarka og í raun ótrúlegt að svo sé. Það má þakka gríðarlegri seiglu og dugnaði starfsfólks leikskóla um land allt. Leikskólakennarar þurfa í dag að ljúka meistaragráðu í háskóla til að fá réttindi til starfa og er nú um fjórðungur kennara í leikskólum með réttindi sem slíkir. Samkvæmt lögum (95/2019) eiga að lágmarki ⅔ hlutar kennara í leikskóla að vera með leyfisbréf en afar illa gengur að uppfylla þau skilyrði. Þó að til einhverra aðgerða hafi verið gripið til þess að laða fleiri að í nám í leikskólafræðum er ljóst að á þeim tólf árum, frá því fyrsta aðgerðaráæltunin til eflingar leikskólastigsins leit dagsins ljós, er ennþá langt í land og enn við svipaðar áskoranir að etja eins og sjá má í skýrslu Menntamálaráðuneytisins um styrkingu leikskólastigsins. Ótal fleiri skýrslur og greinargerðir um leikskólastigið og áskoranir þess hafa litið dagsins ljós bæði hjá ríki og sveitarfélögum en ekki hefur gengið að bregðast við því sem þær benda á svo ásættanlegt sé. Kannanir á meðal fagfólks leikskóla sem og rannsóknir erlendis frá bera allar að sama brunni, það er að fjölga verði kennurum í leikskólum, fækka börnum á hvern kennara, auka rými á hvert barn og í raun endurskoða allt starfsumhverfi leikskóla. Það er mikilvægt að beina sjónum að og gera grein fyrir faglegu og góðu starfi leikskóla landsins, þar sem nám og kennsla fer fram í gegnum hinn frjálsa leik á forsendum barnanna sjálfra. Leikskólar á Íslandi hafa mikið faglegt svigrúm til að móta starf sitt og margir sem kenna sig við vissa stefnu eða hugmyndafræði sem um leið rammar inn starfið. Margir leikskólar hafa vakið eftirtekt fyrir framúrskarandi starf bæði hérlendis sem og erlendis enda mikill metnaður til góðra verka. Það náms-, þroskaumhverfi sem börnum er boðið upp á í leikskólum er afar mikilvægt og að því verður að hlúa. Það er í raun merkilegt hve vel hefur tekist til víða þrátt fyrir skort á faglærðu starfsfólki og ásættanlegs aðbúnaðar barna og fullorðinna sem er helsta áskorun starfsins. Ef vel er staðið að leikskólastarfi eykur það lífsgæði barna og fjölskyldna þeirra, dregur úr aðstöðumun og ójafnrétti milli barna ásamt því að auka félagslegan jöfnuð. Starfsfólk leikskóla leggur mikið á sig til að halda uppi starfi leikskólanna og mögulega má rekja mikil veikindi í stéttinni til þess álags sem hefur verið þar um árabil. Nú ætti að vera forgangsmál að bregðast við og finna leiðir til úrbóta. Ein möguleg leið er að ríkið lengi fæðingarorlofið til að mæta sveitarfélögunum sem mörg hver hafa langt í frá náð að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar. Í stefnu VG segir mikilvægt að lengja fæðingarorlofið til að brúa þetta bil sem að okkar mati er mikið lífsgæða- og jöfnunarmál fyrir allar fjölskyldur. Þá aukast líkur á að sveitarfélög nái að einbeita sér að uppbyggingu leikskóla og bæta aðstæður allra sem þar eru, enda afar mikilvægt í breyttu samfélagi og þeim áskorunum sem hin síðari skólastig glíma við, að treysta grunninn með öllum ráðum og gera það vel. Önnur leið gæti verið að grípa til lagasetningar þess efnis að öll börn eigi rétt á leikskólaplássi frá því fæðingarorlofi lýkur. Slíkt gæti þá tryggt framlag ríkis til sveitarfélaga og hraðað uppbyggingu leikskóla um land allt. Bæði hvað varðar nýbyggingar og mönnun, því ef svigrúm til umbóta hvað varðar aðbúnað og starfsumhverfi batnar er von til að fleiri leikskólakennarar snúi aftur til starfa í leikskólum og nemum fjölgi. En til þess að nemum fjölgi þarf einnig að horfa til námsfyrirkomulagsins og tryggja að starfsemi leikskóla líði ekki fyrir það að starfsfólk sæki sér nám samhliða vinnu þegar svo er. Sveitarstjórnarráð VG stóð fyrir ráðstefnu um menntamál, sem bar heitið Máttur menntunar, á dögunum. Þar flutti Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri leikskólans Drafnarsteins erindi fyrir hönd leikskólastigsins sem bar heitið Í leikskóla er gaman! Þar fór hún yfir mikilvægi leiksins, fjölbreyttra viðfangsefna og gleði í lífi leikskólabarna og umgjörð skólastarfsins. Í pallborði sátu svo Halldóra sjálf sem einnig er varaformaður Félags stjórnenda í leikskólum, Ögmundur Jónsson leikskólakennari í leikskólanum Aðalþingi og Sveinlaug Sigurðardóttir leikskólakennari, útikennari í Krikaskóla og stjórnarkona í Félagi leikskólakennara. Afar margt áhugavert koma fram í umræðum og ljóst er að áskoranir leikskólastigsins eru margar eins og talið hefur verið upp hér fyrr. Aðgerða er sannarlega þörf og þær verða að vera áhrifaríkari en hingað til. Hægt er að horfa á erindi Halldóru og pallborðsumræður hér: https://vg.is/vidburdir/sveitarstjornarradstefna-vg-um-menntamal/. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur, leik- og grunnskólakennari, oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í hreyfingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Leikskólar Skóla- og menntamál Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Leikskólastigið, sem er hið fyrsta skólastig samkvæmt lögum, er oft í umræðunni vegna skorts á leikskólaplássum og mönnunarvanda. Minna fer fyrir umræðu um það faglega og framúrskarandi starf sem þar fer fram og þar er sannarlega af nógu að taka þrátt fyrir fyrrnefnda annmarka og í raun ótrúlegt að svo sé. Það má þakka gríðarlegri seiglu og dugnaði starfsfólks leikskóla um land allt. Leikskólakennarar þurfa í dag að ljúka meistaragráðu í háskóla til að fá réttindi til starfa og er nú um fjórðungur kennara í leikskólum með réttindi sem slíkir. Samkvæmt lögum (95/2019) eiga að lágmarki ⅔ hlutar kennara í leikskóla að vera með leyfisbréf en afar illa gengur að uppfylla þau skilyrði. Þó að til einhverra aðgerða hafi verið gripið til þess að laða fleiri að í nám í leikskólafræðum er ljóst að á þeim tólf árum, frá því fyrsta aðgerðaráæltunin til eflingar leikskólastigsins leit dagsins ljós, er ennþá langt í land og enn við svipaðar áskoranir að etja eins og sjá má í skýrslu Menntamálaráðuneytisins um styrkingu leikskólastigsins. Ótal fleiri skýrslur og greinargerðir um leikskólastigið og áskoranir þess hafa litið dagsins ljós bæði hjá ríki og sveitarfélögum en ekki hefur gengið að bregðast við því sem þær benda á svo ásættanlegt sé. Kannanir á meðal fagfólks leikskóla sem og rannsóknir erlendis frá bera allar að sama brunni, það er að fjölga verði kennurum í leikskólum, fækka börnum á hvern kennara, auka rými á hvert barn og í raun endurskoða allt starfsumhverfi leikskóla. Það er mikilvægt að beina sjónum að og gera grein fyrir faglegu og góðu starfi leikskóla landsins, þar sem nám og kennsla fer fram í gegnum hinn frjálsa leik á forsendum barnanna sjálfra. Leikskólar á Íslandi hafa mikið faglegt svigrúm til að móta starf sitt og margir sem kenna sig við vissa stefnu eða hugmyndafræði sem um leið rammar inn starfið. Margir leikskólar hafa vakið eftirtekt fyrir framúrskarandi starf bæði hérlendis sem og erlendis enda mikill metnaður til góðra verka. Það náms-, þroskaumhverfi sem börnum er boðið upp á í leikskólum er afar mikilvægt og að því verður að hlúa. Það er í raun merkilegt hve vel hefur tekist til víða þrátt fyrir skort á faglærðu starfsfólki og ásættanlegs aðbúnaðar barna og fullorðinna sem er helsta áskorun starfsins. Ef vel er staðið að leikskólastarfi eykur það lífsgæði barna og fjölskyldna þeirra, dregur úr aðstöðumun og ójafnrétti milli barna ásamt því að auka félagslegan jöfnuð. Starfsfólk leikskóla leggur mikið á sig til að halda uppi starfi leikskólanna og mögulega má rekja mikil veikindi í stéttinni til þess álags sem hefur verið þar um árabil. Nú ætti að vera forgangsmál að bregðast við og finna leiðir til úrbóta. Ein möguleg leið er að ríkið lengi fæðingarorlofið til að mæta sveitarfélögunum sem mörg hver hafa langt í frá náð að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar. Í stefnu VG segir mikilvægt að lengja fæðingarorlofið til að brúa þetta bil sem að okkar mati er mikið lífsgæða- og jöfnunarmál fyrir allar fjölskyldur. Þá aukast líkur á að sveitarfélög nái að einbeita sér að uppbyggingu leikskóla og bæta aðstæður allra sem þar eru, enda afar mikilvægt í breyttu samfélagi og þeim áskorunum sem hin síðari skólastig glíma við, að treysta grunninn með öllum ráðum og gera það vel. Önnur leið gæti verið að grípa til lagasetningar þess efnis að öll börn eigi rétt á leikskólaplássi frá því fæðingarorlofi lýkur. Slíkt gæti þá tryggt framlag ríkis til sveitarfélaga og hraðað uppbyggingu leikskóla um land allt. Bæði hvað varðar nýbyggingar og mönnun, því ef svigrúm til umbóta hvað varðar aðbúnað og starfsumhverfi batnar er von til að fleiri leikskólakennarar snúi aftur til starfa í leikskólum og nemum fjölgi. En til þess að nemum fjölgi þarf einnig að horfa til námsfyrirkomulagsins og tryggja að starfsemi leikskóla líði ekki fyrir það að starfsfólk sæki sér nám samhliða vinnu þegar svo er. Sveitarstjórnarráð VG stóð fyrir ráðstefnu um menntamál, sem bar heitið Máttur menntunar, á dögunum. Þar flutti Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri leikskólans Drafnarsteins erindi fyrir hönd leikskólastigsins sem bar heitið Í leikskóla er gaman! Þar fór hún yfir mikilvægi leiksins, fjölbreyttra viðfangsefna og gleði í lífi leikskólabarna og umgjörð skólastarfsins. Í pallborði sátu svo Halldóra sjálf sem einnig er varaformaður Félags stjórnenda í leikskólum, Ögmundur Jónsson leikskólakennari í leikskólanum Aðalþingi og Sveinlaug Sigurðardóttir leikskólakennari, útikennari í Krikaskóla og stjórnarkona í Félagi leikskólakennara. Afar margt áhugavert koma fram í umræðum og ljóst er að áskoranir leikskólastigsins eru margar eins og talið hefur verið upp hér fyrr. Aðgerða er sannarlega þörf og þær verða að vera áhrifaríkari en hingað til. Hægt er að horfa á erindi Halldóru og pallborðsumræður hér: https://vg.is/vidburdir/sveitarstjornarradstefna-vg-um-menntamal/. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur, leik- og grunnskólakennari, oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í hreyfingunni.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun